Hækka verð eftir að hafa greitt sér tæplega 770 milljóna arð úr fyrirtæki í einokunarstöðu
Íslenska lénafyrirtækið ISNIC hækkar verð á .is-lénum um 5 prósent. Fyrirtækið er í einokunarstöðu með sölu á heimasíðum sem bera lénið og hefur Póst- og fjarskiptastofnun bent á að það sé óeðlilegt að einkafyrirtæki sé í þessari stöðu.
Fréttir
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
Fréttir
Sigríður Andersen sögð misskilja reglur um jarðakaup
Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor segir hægt að takmarka jarðakaup útlendinga með einfaldri reglugerðarsetningu. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa lúffað fyrir kröfum Evrópusambandsins um frjálst fjármagnsflæði.
Aðsent
Gunnar Torfi Benediktsson
Á Ögmundur að hætta að blogga?
Gunnar Torfi Benediktsson gagnrýnir Ögmund Jónasson vegna viðbragða hans við máli Braga Guðbrandssonar, tilvonandi fulltrúa Norðurlandanna í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna.
FréttirBarnavernd í Noregi
Innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig: „Ólöf! Ekki leyfa þeim að taka barnið mitt“
Tilfinningaþrunginn samstöðufundur var haldinn á Austurvelli í gær með fimm ára dreng sem norska barnaverndin vill fá sendan til Noregs í fóstur. Síðustu tveir innanríkisráðherrar hafa blandað sér í forsjármál á milli landa með peningastyrkjum en nú neitar ráðuneytið að tjá sig.
Fréttir
Þrír úr stjórnarandstöðunni vilja kjósa um flugvöllinn
Fjöldi þingmanna, aðallega úr röðum stjórnarflokkanna, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort flugvöllur skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Ögmundur Jónasson og Lilja Rafney Magnúsdóttir, standa að tillögunni auk Kristjáns L. Möllers, þingmanns Samfylkingarinnar. Fram kemur í greinargerð að markmið þingsályktunartillögunnar sé að þjóðin fái tækifæri til þess að segja hug sinn...
FréttirKynjamál
„Einn af forystumönnum flokksins sem kennir sig við kvenfrelsi segir að konur noti þetta til að upphefja sjálfar sig“
Hanna Birna Kristjánsdóttir hélt langa og harðorða ræðu yfir Ögmundi Jónassyni eftir að hann sagði konur notfæra sér tal um mótlæti í stjórnmálum sjálfum sér til framdráttar.
FréttirKjaramál
Ögmundur vill setja launabili hjá hinu opinbera skorður: Fordæmið yrði einkageiranum „siðferðilegur vegvísir“
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, vill að Alþingi álykti um að fjármálaráðuneytið og stofnanir sem undir það heyra semji alltaf á þann veg í kjarasamningum að lægstu föstu launagreiðslur verði aldrei lægri en þriðjungur af hæstu föstu launagreiðslum.
Fréttir
Segir Mjólkursamsöluna lagða í einelti
„Í seinni tíð hefur Mjólkursamsalan, MS, tekið við hlutverki hins illa og er nú nánast í einelti að því ég fæ best séð,“ skrifar Ögmundur Jónasson, fráfarandi þingmaður Vinstri grænna og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
FréttirWintris-málið
Kalla umboðsmann Alþings á fund vegna Wintris-málsins
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um aflandsfélög og hæfi ráðherra í hádeginu. Tekin var ákvörðun um að boða umboðsmann Alþingis á fund nefndarinnar í vikunni.
Fréttir
Segir fjármálaregluna fela í sér lögfestingu hægrisinnaðrar efnahagsstefnu
Nýsamþykkt lög um opinber fjármál takmarka svigrúm fjárveitingarvaldsins til að reka ríkissjóð með halla. „Stærstu og mikilvægustu lög“ haustþingsins, segir Guðlaugur Þór.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Þögla einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu: „Sjá menn ekki hvert stefnir?“
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra stendur nú fyrir grundvallarbreytingu á heisugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sem tiltölulega lítið hefur verið fjallað um. Með heilsugæsluvali má ætla að samkeppni innan heilsugæslunnar aukist til muna og að fleiri einkareknar stöðvar verði stofnaðar. Einn af ráðgjöfunum á bak við breytingarnar er hlynntur því að læknar sjái um reksturinn en ekki fjárfestar. „Sjá menn ekki hvert stefnir?“ spyr Ögmundur Jónasson þingmaður og fyrrverandi ráðherra.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.