Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fórna fágætri náttúru á heimsvísu

HS Orka hef­ur feng­ið leyfi Grinda­vík­ur­bæj­ar fyr­ir rann­sókn­ar­bor­un­um við gígaröð Eld­varpa á Reykja­nesi. Skipu­lags­stofn­un seg­ir um að ræða um­fangs­mik­ið, óaft­ur­kræft rask á svæð­um sem hafa ákveðna sér­stöðu vegna fá­gæt­is á heimsvísu.

Fórna fágætri náttúru á heimsvísu
Náttúruskoðun Göngufólk í áhrifaríku samspili jarðgufu og sólarljóss. Eldvarpasvæðið er kjörið til útivistar og náttúruskoðunar enda skammt frá byggð. Mynd: Ellert Grétarsson

Eldvörp eru um 10 kílómetra löng gígaröð skammt vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Gígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld en þá runnu Eldvarpahraun, Stampahraun yst á Reykjanesi og Arnarseturshraun en í gegnum það liggur Grindavíkurvegurinn. Þegar farið er um þessi svæði á ysta hluta Reykjanesskagans er ekki erfitt að ímynda sér hvað gengið hefur á í þessum miklu jarðeldum. Hvergi í heiminum eru ummerki eldvirkninnar á mótum tveggja jarðskorpufleka jafn sýnileg á þurru landi.  Segja má að Eldvörp séu eins og smækkuð útgáfa af Lakagígum, frægustu gígaröð landsins og eru þau á náttúruminjaskrá.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldvörp

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu