Vonskuveður á Siglufirði varð til þess að skíðaskálinn er nánast ónýtur eftir snjóflóð og rýma þurfti níu íbúðarhús við tvær götur. Undanfarið hefur verið meira og minna ófært en ljósmyndari Stundarinnar komst loks á áfangastað til að fanga andrúmsloftið í þessu 2.000 manna bæjarfélagi þar sem íbúar eru jafnvel innilokaðir dögum saman. Þeir kvarta ekki, veðrið var verra í fyrra.
Myndir
5
2020: Annus horribilis
Árið sem er að líða hefur verið meira en lítið viðburðaríkt á heimsvísu og oftast ekki á góðan hátt. Farsóttir, pólitísk átök og hörmungar settu svip sinn á 2020 um allan heim og eftirköstin eiga enn eftir að koma í ljós.
Myndir
627
Þegnum keisarans fækkar og fækkar
Japönum fækkar um 512.000 á þessu ári, sem samsvarar einni og hálfri íslenskri þjóð.
Myndir
8
Fjandans farsíminn
Á síðustu tíu árum hefur sala á myndavélum hrunið um 87%, úr 121,5 milljónum eintökum seldum árið 2010 í 15,2 milljónir á síðasta ári. Allt fjandans farsímanum að kenna.
Myndir
1445
Hvítt er svart
Bensínhákurinn Jeep Wrangler, var fyrir örfáum árum sagður umhverfisvænsti bíll í heimi. Staðreynd sem mér fannst alveg fáránleg. Toyota Yaris Hybrid var í öðru sæti.
MyndirCovid-19
8232
Fólkið á bak við grímuna
Í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg vinnur náinn hópur fólks. Gestir hússins, sem þurfa að dvelja þar í einangrun vegna COVID-19 smits, segja þau jákvæð, umhyggjusöm og skemmtileg. Staðan í húsinu er oft alvarleg en starfsfólkið reynir eftir bestu getu að hafa gaman í vinnunni.
Myndir
211
Sinnum 227
Samkvæmt nýustu tölum frá UNHCR, Flótamannahjálp SÞ, eru hvorki meira né minna en 79.562.356 flóttamenn í heiminum. Það er 227 sinnum öll íslenska þjóðin.
Myndir
9
Algjör steypa
Verkfræði er það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður lendir á hinum risastóra flugvelli í Dúbaí. Arkitektúr og hönnun þegar maður horfir upp alla 828 metrana á Burj Khalifa, hæstu byggingu heims í sömu borg. Borgríki, sem er umvafið sandi, eyðimörk. Það síðasta sem manni dettur í hug er steinsteypa, enda er hún ekkert sexí, bara eitthvað sem er.
Myndir
7
Lestir á járnbrautum
Ljósmyndarinn Páll Stefánsson dáist að skilvirkni lestarsamgangna, nú þegar flugferðir eru í lágmarki.
Myndir
740
Saga þrælasölunnar ljóslifandi
Ljósmyndarinn Páll Stefánsson hefur ekki heyrt jafn skerandi grátur og á safni í Senegal þar sem fjallað er um þrælasöluna.
Myndir
1669
Sjálfrennireiðar
Í framtíðinni mun það eflaust vekja furðu hversu mikið hefur verið lagt undir bíla.
Myndir
787
„Mitt líf hefur snúist um sauðfé og rekavið“
Siggi er meðal síðustu sauðfjárbændanna í Árneshreppi á Ströndum. Hann er 81 árs og býr í húsinu þar sem hann ólst upp. Hann hefur alltaf búið þar, fyrir utan tvo vetur. Heiða Helgadóttir ljósmyndari fylgdist með sauðburði hjá Sigga.
MyndirCovid-19
9135
Táknmyndir á víðavangi
COVID-faraldurinn og kreppan í kjölfarið á sér táknmynd sem liggur tvist og bast um samfélagið.
Myndir
18
Sá enski
Hópar víða um allan heim sameinast um guði: Fótboltamenn.
MyndirCovid-19
14274
Sjálfsaginn stærsta áskorunin
Samkomubann og tilheyrandi takmörkun á íþróttastarfi hefur sett strik í reikninginn hjá ungu íþróttafólki, sem margt hvert er vant að mæta á langar íþróttaæfingar daglega, eða jafnvel oftar. Íþróttafólkið sem hér deilir sögum sínum er hins vegar upp til hópa metnaðarfullt og hugmyndaríkt og á það sameiginlegt hvað með öðru að hafa beitt ýmsum brögðum til að halda áhuganum lifandi, líkamanum í formi og huganum sterkum meðan á samkomubanninu stendur.
Myndir
67
Samheldni og náungakærleikur áberandi í Eyjum
Íbúar í Vestmannaeyjum virðast bregðast við ástandinu sem þar hefur skapast vegna COVID-19 með æðruleysi og von um að allt fari á besta veg. Þar hafa meira en hundrað íbúa greinst með kórónaveiruna og á þriðja hundrað er í sóttkví. Dagsferð Heiðu Helgadóttur ljósmyndara til Eyja breyttist í langa helgarferð þar sem hún varð veðurteppt í Eyjum. Það kom ekki að sök, því Eyjamenn tóku henni opnum örmum og leyfðu henni að fylgjast með óvenju rólegu mannlífinu þar þessa dagana. Hún segir samheldni þeirra og samkennd áberandi, eins og Hlynur lögreglumaður, sem fór með henni víða um Eyjarnar, sagði: „Þetta er afskaplega létt og gott samfélag, allir eru mjög samhuga. Við ætlum bara að klára þetta saman.“
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.