Þingmenn komu saman í galakvöldverð á Reykjavík Natura við Öskjuhlíð á miðvikudag. Veislan hefur verið árlegur viðburður en hefur fallið niður síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Nú fór hún fram í skugga mikilla átaka, bæði innan og utan ríkisstjórnar, um brottvísun 300 hælisleitenda.
MyndirÁ vettvangi í Úkraínu
Eitt barn á hverri einustu sekúndu í þrjár vikur hafa flúið stríðið í Úkraínu
Flóttafólk, fátækt, Fagradalsfjall og frelsið. Aðstæðurnar á aðalbrautarstöðinni í Varsjá voru ólýsanlegar. Alltof margt fólk. Á gólfinu sváfu börn og gamalmenni, á meðan mæður og dætur voru að finna lestarmiða fyrir fjölskylduna áfram, lengra burtu frá þessu hræðilega stríði.
MyndirÚkraínustríðið
Ólýsanlegt ástand á brautarstöðinni í Varsjá
Endalaus straumur flóttamanna liggur út úr Úkraínu og yfir til Póllands. Börn og gamalmenni liggja á gólfum hvar sem pláss finnst. Þó geta ekki allir flúið stríðið. „Amma kemst ekkert, nema til guðs,“ sagði hin úkraínska Natasha Páli Stefánssyni ljósmyndara á aðalbrautarstöðinni í Varsjá.
MyndirÚkraínustríðið
Krabbameinssjúk börn flutt frá Kænugarði
Páll Stefánsson ljósmyndari fylgdist með þegar öll börn af krabbameinsdeild sjúkrahúss í Kænugarði voru flutt með hraði yfir til Póllands, á leið til Varsjár á sjúkrahús þar. Yfir 600 þúsund börn á flótta undan stríðinu eru komin yfir til Póllands.
MyndirÚkraínustríðið
Brjálað að bræðraþjóðir berjist
Eftir að allt fór í hund og kött í Úkraínu flýr fólk með hunda sína og ketti úr landi undan sókn Rússa. Fólk er flutt unnvörpum frá landamærastöðvum og inn í önnur Evrópulönd þar sem straumurinn klofnar, fólk ýmist leitar húsaskjóls eða leggur í lengri ferðalög.
MyndirÚkraínustríðið
Ungbarnagráturinn í flóttamannabúðunum sker í hjartað
Páll Stefánsson er kominn til Uzhorod í Úkraínu, við landamærin að Slóvakíu. Þar eru flóttamenn og aftur flóttamenn frá Úkraínu sem bíða í óvissu um hvað verði um þá.
MyndirÚkraínustríðið
Strand fimm hundruð metrum frá landamærunum
Páll Stefánsson mætir flóttamannastraumi frá Úkraínu í Hrebenne, Póllandi, þangað sem Danir selflytja lyf og hjálpargögn með hjólbörum yfir einskinsmannslandið sem skilur löndin að.
Mynd dagsins
Umhleypingasamur janúar að baki
Myndir
Fleiri stórframkvæmdir til skoðunar við eldgosið
Hraunið dælist niður í Nátthaga og eru hraunfossarnir sýnilegir frá þjóðveginum. Stórvirkar vinnuvélar eru á svæðinu og til skoðunar er að fara í frekari framkvæmdir eftir að varnargarðar kaffærðust.
MyndirEldgos við Fagradalsfjall
Það rigndi „gulli“ við eldgosið
„Einstaklega falleg“ vikurkorn bárust úr eldgosinu í Geldingadölum í gær eða nótt. Nornahár fundust í mosanum. Fólkið myndaði ljósarás frá gígnum.
MyndirEldgos við Fagradalsfjall
Vá
Páll Stefánsson ljósmyndari fór aftur að eldgosinu í kvöld.
MyndirEldgos við Fagradalsfjall
Geldingagígur ekki lengur ræfill og kominn með félaga
Gosið í Geldingadölum gæti verið komið til að vera til lengri tíma. Efnasamsetning bendir til þess að það komi úr möttli jarðar og líkist fremur dyngjugosi heldur en öðrum eldgosum á sögulegum tíma.
MyndirEldgos við Fagradalsfjall
Himnaríki og helvíti
Páll Stefánsson ljósmyndari fór að gosinu í Geldingadal þegar fólkið streymdi að í hættuaðstæður.
MyndirÓveður í Fjallabyggð
Lok, lok og læs
Vonskuveður á Siglufirði varð til þess að skíðaskálinn er nánast ónýtur eftir snjóflóð og rýma þurfti níu íbúðarhús við tvær götur. Undanfarið hefur verið meira og minna ófært en ljósmyndari Stundarinnar komst loks á áfangastað til að fanga andrúmsloftið í þessu 2.000 manna bæjarfélagi þar sem íbúar eru jafnvel innilokaðir dögum saman. Þeir kvarta ekki, veðrið var verra í fyrra.
Myndir
2020: Annus horribilis
Árið sem er að líða hefur verið meira en lítið viðburðaríkt á heimsvísu og oftast ekki á góðan hátt. Farsóttir, pólitísk átök og hörmungar settu svip sinn á 2020 um allan heim og eftirköstin eiga enn eftir að koma í ljós.
Myndir
Þegnum keisarans fækkar og fækkar
Japönum fækkar um 512.000 á þessu ári, sem samsvarar einni og hálfri íslenskri þjóð.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.