Lok, lok og læs
MyndirÓveður í Fjallabyggð

Lok, lok og læs

Vonsku­veð­ur á Siglu­firði varð til þess að skíða­skál­inn er nán­ast ónýt­ur eft­ir snjóflóð og rýma þurfti níu íbúð­ar­hús við tvær göt­ur. Und­an­far­ið hef­ur ver­ið meira og minna ófært en ljós­mynd­ari Stund­ar­inn­ar komst loks á áfanga­stað til að fanga and­rúms­loft­ið í þessu 2.000 manna bæj­ar­fé­lagi þar sem íbú­ar eru jafn­vel inni­lok­að­ir dög­um sam­an. Þeir kvarta ekki, veðr­ið var verra í fyrra.
2020: Annus horribilis
Myndir

2020: Annus horri­bil­is

Ár­ið sem er að líða hef­ur ver­ið meira en lít­ið við­burða­ríkt á heimsvísu og oft­ast ekki á góð­an hátt. Far­sótt­ir, póli­tísk átök og hörm­ung­ar settu svip sinn á 2020 um all­an heim og eftir­köst­in eiga enn eft­ir að koma í ljós.
Þegnum keisarans fækkar og fækkar
Myndir

Þegn­um keis­ar­ans fækk­ar og fækk­ar

Japön­um fækk­ar um 512.000 á þessu ári, sem sam­svar­ar einni og hálfri ís­lenskri þjóð.
Fjandans farsíminn
Myndir

Fjand­ans farsím­inn

Á síð­ustu tíu ár­um hef­ur sala á mynda­vél­um hrun­ið um 87%, úr 121,5 millj­ón­um ein­tök­um seld­um ár­ið 2010 í 15,2 millj­ón­ir á síð­asta ári. Allt fjand­ans farsím­an­um að kenna.
Hvítt er svart
Myndir

Hvítt er svart

Bens­ín­hák­ur­inn Jeep Wrangler, var fyr­ir ör­fá­um ár­um sagð­ur um­hverf­i­s­vænsti bíll í heimi. Stað­reynd sem mér fannst al­veg fá­rán­leg. Toyota Yar­is Hybrid var í öðru sæti.
Fólkið á bak við grímuna
MyndirCovid-19

Fólk­ið á bak við grím­una

Í Far­sótt­ar­hús­inu á Rauð­ar­ár­stíg vinn­ur ná­inn hóp­ur fólks. Gest­ir húss­ins, sem þurfa að dvelja þar í ein­angr­un vegna COVID-19 smits, segja þau já­kvæð, um­hyggju­söm og skemmti­leg. Stað­an í hús­inu er oft al­var­leg en starfs­fólk­ið reyn­ir eft­ir bestu getu að hafa gam­an í vinn­unni.
Sinnum 227
Myndir

Sinn­um 227

Sam­kvæmt ný­ustu töl­um frá UN­HCR, Flóta­manna­hjálp SÞ, eru hvorki meira né minna en 79.562.356 flótta­menn í heim­in­um. Það er 227 sinn­um öll ís­lenska þjóð­in.
Algjör steypa
Myndir

Al­gjör steypa

Verk­fræði er það fyrsta sem manni dett­ur í hug þeg­ar mað­ur lend­ir á hinum risa­stóra flug­velli í Dúbaí. Arki­tekt­úr og hönn­un þeg­ar mað­ur horf­ir upp alla 828 metr­ana á Burj Khalifa, hæstu bygg­ingu heims í sömu borg. Borg­ríki, sem er um­vaf­ið sandi, eyði­mörk. Það síð­asta sem manni dett­ur í hug er stein­steypa, enda er hún ekk­ert sexí, bara eitt­hvað sem er.
Lestir á járnbrautum
Myndir

Lest­ir á járn­braut­um

Ljós­mynd­ar­inn Páll Stef­áns­son dá­ist að skil­virkni lest­ar­sam­gangna, nú þeg­ar flug­ferð­ir eru í lág­marki.
Saga þrælasölunnar ljóslifandi
Myndir

Saga þræla­söl­unn­ar ljós­lif­andi

Ljós­mynd­ar­inn Páll Stef­áns­son hef­ur ekki heyrt jafn sker­andi grát­ur og á safni í Senegal þar sem fjall­að er um þræla­söl­una.
Sjálfrennireiðar
Myndir

Sjálfrennireið­ar

Í fram­tíð­inni mun það ef­laust vekja furðu hversu mik­ið hef­ur ver­ið lagt und­ir bíla.
„Mitt líf hefur snúist um sauðfé og rekavið“
Myndir

„Mitt líf hef­ur snú­ist um sauð­fé og reka­við“

Siggi er með­al síð­ustu sauð­fjár­bænd­anna í Ár­nes­hreppi á Strönd­um. Hann er 81 árs og býr í hús­inu þar sem hann ólst upp. Hann hef­ur alltaf bú­ið þar, fyr­ir ut­an tvo vet­ur. Heiða Helga­dótt­ir ljós­mynd­ari fylgd­ist með sauð­burði hjá Sigga.
Táknmyndir á víðavangi
MyndirCovid-19

Tákn­mynd­ir á víða­vangi

COVID-far­ald­ur­inn og krepp­an í kjöl­far­ið á sér tákn­mynd sem ligg­ur tvist og bast um sam­fé­lag­ið.
Sá enski
Myndir

Sá enski

Hóp­ar víða um all­an heim sam­ein­ast um guði: Fót­bolta­menn.
Sjálfsaginn stærsta áskorunin
MyndirCovid-19

Sjálf­sag­inn stærsta áskor­un­in

Sam­komu­bann og til­heyr­andi tak­mörk­un á íþrótt­a­starfi hef­ur sett strik í reikn­ing­inn hjá ungu íþrótta­fólki, sem margt hvert er vant að mæta á lang­ar íþróttaæf­ing­ar dag­lega, eða jafn­vel oft­ar. Íþrótta­fólk­ið sem hér deil­ir sög­um sín­um er hins veg­ar upp til hópa metn­að­ar­fullt og hug­mynda­ríkt og á það sam­eig­in­legt hvað með öðru að hafa beitt ýms­um brögð­um til að halda áhug­an­um lif­andi, lík­am­an­um í formi og hug­an­um sterk­um með­an á sam­komu­bann­inu stend­ur.
Samheldni og náungakærleikur áberandi í Eyjum
Myndir

Sam­heldni og ná­ungakær­leik­ur áber­andi í Eyj­um

Íbú­ar í Vest­manna­eyj­um virð­ast bregð­ast við ástand­inu sem þar hef­ur skap­ast vegna COVID-19 með æðru­leysi og von um að allt fari á besta veg. Þar hafa meira en hundrað íbúa greinst með kór­óna­veiruna og á þriðja hundrað er í sótt­kví. Dags­ferð Heiðu Helga­dótt­ur ljós­mynd­ara til Eyja breytt­ist í langa helg­ar­ferð þar sem hún varð veð­urteppt í Eyj­um. Það kom ekki að sök, því Eyja­menn tóku henni opn­um örm­um og leyfðu henni að fylgj­ast með óvenju ró­legu mann­líf­inu þar þessa dag­ana. Hún seg­ir sam­heldni þeirra og sam­kennd áber­andi, eins og Hlyn­ur lög­reglu­mað­ur, sem fór með henni víða um Eyj­arn­ar, sagði: „Þetta er af­skap­lega létt og gott sam­fé­lag, all­ir eru mjög sam­huga. Við ætl­um bara að klára þetta sam­an.“