Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fleiri taka undir ásakanir um ofbeldi á Stígamótum

Yf­ir­lýs­ing frá hópi kvenna var send á fjöl­miðla í dag.

Fleiri taka undir ásakanir um ofbeldi á Stígamótum
Talsmaður hópsins Thelma Ásdísardóttir starfaði sem ráðgjafi á Stígamótum en lét af störfum þar og stofnaði annað úrræði fyrir þolendur ofbeldis. Hún fer núna fyrir hópi fyrrverandi starfsmanna Stígamóta sem lýsa misjafnri reynslu sinni. Hún er sjálf þolandi ofbeldis og lýsti reynslu sinni í bókinni Myndin af pabba. Mynd: Kristinn Magnússon

Níu fyrrverandi starfsmenn Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segjast trúa frásögn Helgu Baldvinsdóttur Bjargar af einelti og andlegu ofbeldi á Stígamótum, vegna þess að þeir búi yfir sambærilegri reynslu af því að hafa starfað á vettvangi Stígamóta.

Thelma Ásdísardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, skrifar undir yfirlýsinguna sem var send á fjölmiðla rétt í þessu og er svo hljóðandi: Í kjölfarið af pistli Helgu Baldvins Bjargar viljum við lýsa því yfir að við trúum henni enda höfum við allar sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Við skorum hér með á framkvæmdahóp Stígamóta til þess að taka á málinu af ábyrgð og fagmennsku.

Yfirlýsingin er send vegna pistils sem Helga Baldvinsdóttir Bjargar birti þann 21. júní síðastliðinn og viðbragða starfsfólks Stígamóta í kjölfarið. 

Send heim eftir ákall um óháðan vinnusálfræðing  

Vika er síðan stjórn og starfsfólk Stígamóta sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fullu trausti var lýst yfir starfskonu, sem ekki var nafngreind, en var sögð stjórna öllu á vinnustaðnum í pistli eftir Helgu Baldvinsdóttur Bjargar, fyrrverandi starfsmann Stígamóta.

Skilaði skömminniHelga Baldvinsdóttir Bjargar steig fram í síðustu viku og sagðist verið í ofbeldissambandi við fyrrverandi vinnustað sinn, Stígamót.

Í pistlinum greindi Helga frá því að þrátt fyrir yfirlýsingar um flatan strúktúr á vinnustaðnum væri óumdeildur leiðtogi í hópnum sem öllu réði. Viðkomandi hefði skammað starfsmann „eins og hund“ á starfsmannafundi fyrir framan alla og grætt Helgu í handleiðslu fyrir allan hópinn. Sagðist hún hafa verið í ofbeldissambandi við vinnustaðinn, þar sem hún hefði verið lögð í einelti og upplifað andlegt ofbeldi.

Hún óskaði því eftir aðkomu óháðs vinnusálfræðings frá stéttarfélaginu, til að taka út eineltismenningu. Póstinum, sem var sendur á alla starfsmenn, var ekki svarað efnislega, en viðtöl Helgu við skjólstæðinga voru afbókuð, ráðstefnuferð til Berlínar var tekin af henni og þegar hún mætti aftur til vinnu daginn eftir var henni gert að fara heim að bíða svara. Svörin bárust hins vegar ekki fyrr en vinnusálfræðingur BHM hringdi á eftir þeim og var tjáð að Stígamót sæu enga ástæðu til að kalla til óháða sérfræðinga og litið væri á bréf Helgu sem uppsögn. Málinu lyktaði svo með því að Helga fékk uppsagnarbréf sent heim í ábyrgðarpósti. Í millitíðinni hafði verið lokað fyrir aðganginn hennar að tölvupóstinum en opnað á nýjan aðgang svo annað starfsfólk hefði aðgang að upplýsingum sem voru í póstinum hennar.  

„Skammist ykkar þið sem vinnið á Stígamótum og beitið svo sjálf ofbeldi og gerið lítið úr fólki fyrir að vera með afeiðingar kynferðisofbeldis“

Pistil Helgu er hægt er að lesa í heild sinni hér: Að skila skömminni.

Þar segir hún meðal annars að á Stígamótum sé enginn ráðningarsamningur, enginn starfslýsing og engar verklagsreglur, en skap og geðþótti hafi gjarna ráðið för. Það hafi þótt kostur að hún væri sjálf þolandi ofbeldis þar til það var síðan notað gegn henni. Að grafískar lýsingar á ofbeldinu sem skjólstæðingar Stígamóta voru beittir hafi verið hafðar eftir með öllum starfshópnum og gerendur nafngreindir. Takmarkaðar árangursmælingar hafi verið gerðar á starfinu, en rannsókn á áfallastreitu og sjálfskaðahegðun þeirra sem leita og hafa lengi verið í viðtölum á Stígamótum sýni sláandi niðurstöður, að eftir að hún hætti á Stígamótum hafi aðeins ein úr starfshópnum verið áfram í samskiptum við hana, aðrar hafi lokað á hana. Að hún hafi þurft að takast aftur á við áfallastreitu eftir reynslu sína af Stígamótum. 

„Skammist ykkar þið sem vinnið á Stígamótum og beitið svo sjálf ofbeldi og gerið lítið úr fólki fyrir að vera með afeiðingar kynferðisofbeldis. Skammist ykkar fyrir að bregðast við ákalli um hjálp vegna eineltis á vinnustað með því að reka viðkomandi. Skömmin er alfarið ykkar!“ sagði Helga. 

Talskona StígamótaGuðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta og hefur verið í forsvari fyrir samtökin undanfarin ár.

Reynsla starfshópsins önnur 

Sem fyrr segir sendi stjórn og starfshópur Stígamóta frá sér yfirlýsingu samdægurs, þar sem fram kom að reynsla starfsfólksins af leiðtoga hópsins væri önnur. „Fellur okkur það þungt að starfshópurinn allur hafi verið sakaður um ofbeldi og einkum að ein úr hópnum hafi verið tekin sérstaklega fyrir í þeim efnum. Starfshópurinn fundaði án þeirrar sem ásökuð er um að stjórna ofbeldinu og var niðurstaðan sú að starfsfólk Stígamóta hefur ekki sömu upplifun og ber fullt traust til viðkomandi starfskonu,“ sagði í yfirlýsingunni. 

„Okkur þykir mjög leitt að fyrrum samstarfskona okkur hafi upplifað samskipti sín við okkur sem ofbeldi“

„Það er fjarri því að Stígamót séu hafin yfir gagnrýni og það er hárrétt að vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur. Okkur þykir mjög leitt að fyrrum samstarfskona okkur hafi upplifað samskipti sín við okkur sem ofbeldi og tökum við málinu af fullri alvöru.“

Stígamót voru stofnuð árið 1990, eftir baráttu fyrir bættri þjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis og byggðu á hugmyndafræði sjálfboðaliðahópa. Í dag starfa þar ellefu manns sem sinna ráðgjöf, fræðslu, pólitísku starfi, fjáröflun og öðru sem til fellur, að því er fram kemur á heimasíðu samtakanna. Þar segir jafnframt að ábyrgð í daglegu starfi deili starfsfólkið jafnt en verkaskipting innan starfshópsins hafi aukist á síðustu árum. Grundvallaratriði í starfseminni sé að fólk sem kemur til Stígamóta geti treyst því að sagan þeirra sé í öruggum höndum, og því ríki fullkominn trúnaður. Númerabirtir sé til dæmis ekki til staðar svo fólk geti hringt án þess að hægt sé að bera kennsl á það. 

Trúnaður og traust er forsenda starfs Stígamóta, segir í yfirlýsingu starfsfólksins, en þar sem það getur verið erfitt að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum væri starfshópurinn í sameiginlegri handleiðslu hálfsmánaðarlega undir stjórn sérfræðings sem gætir hlutleysis. Auk þess sem starfsfólki býðst einkahandleiðsla. Á þessum fundum væri rætt um mál en ekki persónur. „Stundum koma fornöfn til tals, en allur fókusinn er á málinu og hvernig best sé hægt að verða að liði. Með þessu móti fullyrðum við að hjálpin sem fólki býðst á Stígamótum sé mun faglegri og betri en ef hvert og eitt okkar þættist óskeikult. Það sem hefur reynst okkur vel til þess að geta hjálpað best í erfiðum málum er að hópurinn haldi á þeim saman. Þessi aðferð er alþekkt og notuð af mörgum faghópum sem vinna með svona alvarleg mál.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu