Farvel Ólafur Ragnar: Konurnar, egóið og byltingin

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son skil­ur eft­ir sig gjör­breytt for­seta­embætti. Karl Th. Birg­is­son, sem starf­aði við fram­boð Ól­afs Ragn­ars, skrif­ar um mis­mun­andi út­gáf­ur hans og áhrif­in af kon­un­um tveim­ur í lífi hans, í kveðju­grein eft­ir 20 ára valda­tíð.

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son skil­ur eft­ir sig gjör­breytt for­seta­embætti. Karl Th. Birg­is­son, sem starf­aði við fram­boð Ól­afs Ragn­ars, skrif­ar um mis­mun­andi út­gáf­ur hans og áhrif­in af kon­un­um tveim­ur í lífi hans, í kveðju­grein eft­ir 20 ára valda­tíð.

Hvenær er maður Ólafur Ragnar og hvenær er maður ekki Ólafur Ragnar?

Þetta er bæði undarleg spurning og forvitnileg, nú þegar tuttugu árum á forsetastóli er að ljúka.

Í leit að svari er gott að byrja á byrjuninni. Þar er yfirleitt skýringar og skilning að finna.

Hinn nýi Ólafur Ragnar

Það vill oft gleymast – og eðlilega meðal yngri kynslóða – hversu ólíklegt það var að Ólafur Ragnar næði kjöri sem forseti árið 1996. Hann var nýhættur sem formaður Alþýðubandalagsins sem var þrátt fyrir allt aldrei stór flokkur þótt hann hefði áhrif talsvert umfram stærð sína.

En Ólafur var líka mjög umdeildur stjórnmálamaður. Hann gat verið stóryrtur og harður í orðaskiptum, og óvæginn ef hann sá sér leik á borði að skora pólitísk stig. Haft var á orði að hann væri til í að hafa hvaða skoðun sem er ef það kæmi honum vel. Það væri svo bónus ef flokkurinn hans nyti þess líka.

Og það sem meira var: Ólafur var ekki aðeins umdeildur í samfélaginu, heldur ekki síður og jafnvel enn frekar í Alþýðubandalaginu, sínum eigin flokki. Þangað hafði hann komið úr Framsóknarflokknum, með viðkomu í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, og sóttist strax eftir áhrifum og völdum.

Stutta útgáfa þeirrar sögu er sú, að á milli hans og annarra áhrifamanna í flokknum stóð sífelld styrjöld, átök um stórt og smátt, og mjög heiftúðug og persónuleg eins og vill verða þegar fáir takast á.

Í þeim skylmingum og öðrum kom líka vel fram, hversu vel Ólafur Ragnar naut þess að standa í átökum. Hann eiginlega þreifst á þeim. Hann hafði stúderað söguna vel, greint og skilið hvernig fólk náði árangri og hvað þurfti að gera. Hann virtist – og virðist enn – líta á pólitískar deilur sem íþrótt. Hann hefur hæfileikana, kann reglurnar, veit hvar mörkin eru (þótt oft hafi hann fengið gul spjöld) og hann vildi verða Íslandsmeistari. Í það minnsta komast á pall.

En þessar oft hatrömmu erjur voru, vel að merkja, aldrei persónulegar af hans hálfu. Boxaranum er ekkert persónulega illa við manninn sem hann lemur í rot. Þannig er bara sportið.

Ólafur Ragnar átti sér fylgismenn, en líka beinlínis hatursmenn innan eigin flokks og má þá ímynda sér hvað mörgum þótti í öðrum flokkum, einkum Sjálfstæðisflokknum. Hámarki náði sú fyrirlitning líklega eftir að hann gerði meint „skítlegt eðli“ Davíðs Oddssonar að umræðuefni í ræðustóli Alþingis.

Í forsetakjörinu 1996 fóru sjálfstæðismenn enda á límingunum við tilhugsunina um Ólaf sem forseta. Aldrei í forsetakosningum hafði viðlíka orðbragð birzt opinberlega um nokkurn frambjóðanda. Menn í viðskiptalífinu, sem Ólafur hafði gagnrýnt á ýmsum vettvangi, keyptu heilsíðuauglýsingar með ávirðingum gegn honum og varnaðarorðum til þjóðarinnar.

Jón Steinar Gunnlaugsson sagði af sér sem formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík. Hann kvaðst ekki geta borið ábyrgð á framkvæmd kosninga þar sem mögulegt væri að þessi maður yrði kjörinn forseti Íslands.
Sigur Ólafs árið 1996 var af þessum ástæðum stærri en ella. Hér mætti auðvitað hafa „sigur“ í gæsalöppum enda fékk hann ekki meirihluta atkvæða, rétt rúmlega fjörutíu prósent, en sigur var það samt samkvæmt gildandi reglum og stjórnarskrá.

Allir viðurkenndu – hann sjálfur þar á meðal – að stóran þátt í þessari niðurstöðu átti eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, sem naut mikillar lýðhylli. Án hennar hefði hann líklega aldrei átt möguleika.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Edrúmennska á tímum sóttarinnar
Björg Árnadóttir
Aðsent

Björg Árnadóttir

Ed­rú­mennska á tím­um sótt­ar­inn­ar

„Nú veit ég að á með­an ég drakk „í hófi“ fór þessi sami tími og orka í að drekka ekki,“ skrif­ar Björg Árna­dótt­ir sem fagn­ar áfanga og lít­ur til­baka, í kring­um sig og fram á við.
GerðarStundin klukkan 13: Skapandi fjölskyldusmiðja
MenningKúltúr klukkan 13

Gerð­ar­Stund­in klukk­an 13: Skap­andi fjöl­skyldu­smiðja

Stund­in send­ir út menn­ing­ar­við­burði á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi á með­an sam­komu­banni stend­ur. Í dag verð­ur fyrsta Gerð­ar­Stund­in send út frá Gerð­arsafni þar sem mynd­list­ar­menn­irn­ir Berg­ur Thom­as And­er­son, Logi Leó Gunn­ars­son og Una Mar­grét Árna­dótt­ir leiða skap­andi fjöl­skyldu­smiðju í Stúd­íói Gerð­ar. Út­send­ing­in hefst klukk­an 13.
Björn Leví: „Áslaug Arna var óvart að dissa Sigríði Andersen“
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Björn Leví: „Áslaug Arna var óvart að dissa Sig­ríði And­er­sen“

Björn Leví Gunn­ars­son seg­ir ný­skip­að­an dóm­ara við Lands­rétt, Ásmund Helga­son, hafa ver­ið met­inn hæf­ast­ann af því að hann hafði áð­ur ólög­lega ver­ið skip­að­ur við Lands­rétt.
Merkja ekki aukna hörku en segja meiri spennu meðal utangarðsfólks
FréttirCovid-19

Merkja ekki aukna hörku en segja meiri spennu með­al utangarðs­fólks

Fólk lýs­ir aukn­um fjölda útigangs­manna og ógn­andi hegð­un þeirra í mið­borg Reykja­vík­ur. Lög­regla hef­ur þó ekki feng­ið fleiri mál inn á borð til sín en kann­ast við áhyggj­ur af auknu erg­elsi. Deild­ar­stjóri hjá Reykja­vík­ur­borg seg­ir þörf á mun fleiri með­ferð­ar­úr­ræð­um en séu í boði.
Kergja og kraumandi reiði: „Hvar er samningurinn?“
Fréttir

Kergja og kraum­andi reiði: „Hvar er samn­ing­ur­inn?“

Laun fjöl­margra hjúkr­un­ar­fræð­inga á Land­spít­ala lækk­uðu um tugi þús­unda um mán­aða­mót­in þeg­ar vakta­álags­greiðsl­ur þeirra féllu nið­ur. Ár er síð­an kjara­samn­ing­ur þeirra rann út og ekk­ert geng­ur í við­ræð­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar segja þetta skrýt­in skila­boð þeg­ar al­menn­ing­ur klapp­ar fyr­ir þeim á göt­um úti fyr­ir að standa vakt­ina í COVID-19 far­aldr­in­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar deila nú mynd­um af launa­seðl­um sín­um á sam­fé­lags­miðl­um und­ir merk­inu #hvar­er­samn­ing­ur­inn.
Tveir til viðbótar látnir af völdum Covid-19: „Ég elska ykkur bæði“
FréttirCovid-19

Tveir til við­bót­ar látn­ir af völd­um Covid-19: „Ég elska ykk­ur bæði“

Mað­ur sem hef­ur misst báða for­eldra sína af völd­um Covid-19 veirunn­ar minn­ist for­eldra sinna. Tveir lét­ust af völd­um veirunn­ar á síð­asta sól­ar­hring. Ann­ar þeirra var eig­in­mað­ur Jóninnu Mar­grét­ar Pét­urs­dótt­ur sem lést af völd­um sjúk­dóms­ins í síð­ustu viku.
Hætt við Secret Solstice hátíðina í lok júní
FréttirCovid-19

Hætt við Secret Solstice há­tíð­ina í lok júní

Mið­ar á há­tíð­ina munu gilda á há­tíð næsta árs.
Falskar fréttir um COVID-19 dreifast milli fólks
FréttirCovid-19

Falsk­ar frétt­ir um COVID-19 dreifast milli fólks

Að þurrka hend­urn­ar með hár­þurrku, þamba áfengi eða halda niðri í sér and­an­um er eng­in vörn gegn COVID-19 smiti, Al­þjóða­heil­brigð­is­stofn­un­in WHO og breska rík­is­stjórn­in vara við fölsk­um full­yrð­ing­um um veiruna. Trine Bram­sen, varn­ar­mála­ráð­herra Dan­merk­ur seg­ir að öfga­hóp­ar muni not­færa sér ástand­ið til að breiða út fals­frétt­ir.
10 af öllu tagi: Hinir hneykslanlegu endurreisnarpáfar
Illugi Jökulsson
Pistill10 af öllu tagi

Illugi Jökulsson

10 af öllu tagi: Hinir hneyksl­an­legu end­ur­reisnarpáf­ar

Ill­ugi Jök­uls­son er far­inn að búa til lista af öllu tagi í fás­inn­inu, og hér er list­inn yf­ir hneyksl­an­leg­ustu end­ur­reisnarpáf­ana í Róm. Þeir upp­fylltu ekki all­ir ströngustu boð­orð Jesúa frá Nasa­ret.
Stuðningur hjá borginni við að færa áfengissölu í smærri hverfisverslanir
Fréttir

Stuðn­ing­ur hjá borg­inni við að færa áfeng­is­sölu í smærri hverf­is­versl­an­ir

Sjálf­stæð­is­menn vilja að Reykja­vík­ur­borg skori á Al­þingi að af­nema ein­ok­un rík­is­ins á sölu áfeng­is.
HEI! Hættu að harka af þér!
Kristín Ýr Gunnarsdóttir
Pistill

Kristín Ýr Gunnarsdóttir

HEI! Hættu að harka af þér!

Þú ert með veiruna, sagði lækn­ir­inn. Ég taldi öll ein­kenn­in mín bara vera hluta af ímynd­un í hausn­um á mér. Svo er ég líka ís­lend­ing­ur og harka bara svona af mér.
Eigendur Bláa lónsins spara sér nærri 200 milljónir á mánuði með ríkisaðstoðinni
FréttirCovid-19

Eig­end­ur Bláa lóns­ins spara sér nærri 200 millj­ón­ir á mán­uði með rík­is­að­stoð­inni

Grím­ur Sæ­mundsen, for­stjóri og stærsti eig­andi Bláa lóns­ins, hef­ur rök­stutt þá ákvörð­un fyr­ir­tæk­is­ins að nýta sér hluta­starfs­leið­ina með því að ver­ið sé að verja 600 störf. Eig­end­ur Bláa lóns­ins spara sér einnig hundruð millj­óna króna með því að sleppa því að hafa fólk á launa­skrá eða segja því upp.