Farvel Ólafur Ragnar: Konurnar, egóið og byltingin

Ólafur Ragnar Grímsson skilur eftir sig gjörbreytt forsetaembætti. Karl Th. Birgisson, sem starfaði við framboð Ólafs Ragnars, skrifar um mismunandi útgáfur hans og áhrifin af konunum tveimur í lífi hans, í kveðjugrein eftir 20 ára valdatíð.

Hvenær er maður Ólafur Ragnar og hvenær er maður ekki Ólafur Ragnar?

Þetta er bæði undarleg spurning og forvitnileg, nú þegar tuttugu árum á forsetastóli er að ljúka.

Í leit að svari er gott að byrja á byrjuninni. Þar er yfirleitt skýringar og skilning að finna.

Hinn nýi Ólafur Ragnar

Það vill oft gleymast – og eðlilega meðal yngri kynslóða – hversu ólíklegt það var að Ólafur Ragnar næði kjöri sem forseti árið 1996. Hann var nýhættur sem formaður Alþýðubandalagsins sem var þrátt fyrir allt aldrei stór flokkur þótt hann hefði áhrif talsvert umfram stærð sína.

En Ólafur var líka mjög umdeildur stjórnmálamaður. Hann gat verið stóryrtur og harður í orðaskiptum, og óvæginn ef hann sá sér leik á borði að skora pólitísk stig. Haft var á orði að hann væri til í að hafa hvaða skoðun sem er ef það kæmi honum vel. Það væri svo bónus ef flokkurinn hans nyti þess líka.

Og það sem meira var: Ólafur var ekki aðeins umdeildur í samfélaginu, heldur ekki síður og jafnvel enn frekar í Alþýðubandalaginu, sínum eigin flokki. Þangað hafði hann komið úr Framsóknarflokknum, með viðkomu í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, og sóttist strax eftir áhrifum og völdum.

Stutta útgáfa þeirrar sögu er sú, að á milli hans og annarra áhrifamanna í flokknum stóð sífelld styrjöld, átök um stórt og smátt, og mjög heiftúðug og persónuleg eins og vill verða þegar fáir takast á.

Í þeim skylmingum og öðrum kom líka vel fram, hversu vel Ólafur Ragnar naut þess að standa í átökum. Hann eiginlega þreifst á þeim. Hann hafði stúderað söguna vel, greint og skilið hvernig fólk náði árangri og hvað þurfti að gera. Hann virtist – og virðist enn – líta á pólitískar deilur sem íþrótt. Hann hefur hæfileikana, kann reglurnar, veit hvar mörkin eru (þótt oft hafi hann fengið gul spjöld) og hann vildi verða Íslandsmeistari. Í það minnsta komast á pall.

En þessar oft hatrömmu erjur voru, vel að merkja, aldrei persónulegar af hans hálfu. Boxaranum er ekkert persónulega illa við manninn sem hann lemur í rot. Þannig er bara sportið.

Ólafur Ragnar átti sér fylgismenn, en líka beinlínis hatursmenn innan eigin flokks og má þá ímynda sér hvað mörgum þótti í öðrum flokkum, einkum Sjálfstæðisflokknum. Hámarki náði sú fyrirlitning líklega eftir að hann gerði meint „skítlegt eðli“ Davíðs Oddssonar að umræðuefni í ræðustóli Alþingis.

Í forsetakjörinu 1996 fóru sjálfstæðismenn enda á límingunum við tilhugsunina um Ólaf sem forseta. Aldrei í forsetakosningum hafði viðlíka orðbragð birzt opinberlega um nokkurn frambjóðanda. Menn í viðskiptalífinu, sem Ólafur hafði gagnrýnt á ýmsum vettvangi, keyptu heilsíðuauglýsingar með ávirðingum gegn honum og varnaðarorðum til þjóðarinnar.

Jón Steinar Gunnlaugsson sagði af sér sem formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík. Hann kvaðst ekki geta borið ábyrgð á framkvæmd kosninga þar sem mögulegt væri að þessi maður yrði kjörinn forseti Íslands.
Sigur Ólafs árið 1996 var af þessum ástæðum stærri en ella. Hér mætti auðvitað hafa „sigur“ í gæsalöppum enda fékk hann ekki meirihluta atkvæða, rétt rúmlega fjörutíu prósent, en sigur var það samt samkvæmt gildandi reglum og stjórnarskrá.

Allir viðurkenndu – hann sjálfur þar á meðal – að stóran þátt í þessari niðurstöðu átti eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, sem naut mikillar lýðhylli. Án hennar hefði hann líklega aldrei átt möguleika.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Undurfagri Nuukfjörður

Undurfagri Nuukfjörður

·
Oddný: „Kerfið hefur brugðist brotaþolum“

Oddný Arnardóttir

Oddný: „Kerfið hefur brugðist brotaþolum“

·
Jafnréttisnefnd KÍ segir skrif Helgu Daggar grafa undan trausti til kennara

Jafnréttisnefnd KÍ segir skrif Helgu Daggar grafa undan trausti til kennara

·
Sapiens, A Brief History of Humankind eftir Yuval Noah Harari

Sapiens, A Brief History of Humankind eftir Yuval Noah Harari

·
Gerðu það, Lilja!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Gerðu það, Lilja!

·
Krefjumst þá hins ómögulega

Sólveig Anna Jónsdóttir

Krefjumst þá hins ómögulega

·
Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

·
Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar

Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar

·
Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu

Af samfélagi

Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu

·
Glerborg blankheitanna

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·