Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Enn að berjast við heilaþvott Votta Jehóva

Hlín Ein­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi rit­stjóri Bleikt.is, á óvenju­lega sögu þar sem upp­eldi í Vott­um Jehóva, upp­reisn og sjálfs­vinna til að losna und­an heila­þvotti safn­að­ar­ins leika stórt hlut­verk. Hún seg­ir það efsta stig mann­vonsku að ala börn upp í slík­um söfn­uð­um.

Enn að berjast við heilaþvott Votta Jehóva
Í mikilli sjálfsvinnu Eftir allt sem á undan er gengið hefur Hlín verið hjá sálfræðingi frá því að móðir hennar dó. Mynd: Kristinn Magnússon

Uppeldisárin mín í Vottum Jehóva einkenndust af feluleik. Ég vildi ekki vera í þessum söfnuði þar sem allt var bannað og lifði eiginlega tvöföldu lífi, var að stelast í afmæli hjá vinkonum mínum á bak við mömmu og lifði í stöðugum ótta um að þessir tveir heimar sköruðust.

Þetta ól af sér rosalega spennu, óöryggi og reiði innra með mér þannig að fjórtán ára gömul gerði ég uppreisn, yfirgaf söfnuðinn með látum, hellti mér í djammið og gerðist ólátaunglingur.

Svo gifti ég mig tuttugu og eins árs, var gift í tíu ár og eignaðist tvö börn, stelpu og strák sem fæddust 2004 og 2006 og skildi 2008. Bý nú ein með börnunum mínum og hundinum Krumma og nýt þess í botn að vera einhleyp og ráða mér sjálf.“

Athugasemd frá ritstjórn

Viðtalið við Hlín var tekið áður en hún var handtekin fyrir tilraun til að kúga fé út úr forsætisráðherra og eiginkonu hans á þeim forsendum að hún hefði gögn undir höndum sem sýndu fram á fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, útgefanda og eiganda DV. Ekki hefur náðst í hana síðan.

 

Móðurmissir 

Bökkum nú aðeins, þú segist hafa gert uppreisn og brotist út, sleistu þá öllu sambandi við foreldra þína? „Nei, nei, við vorum alltaf í einhverju sambandi en samskiptin við mömmu einkenndust lengi af mikilli reiði, hún var svo ofboðslega heilaþvegin að það var ekki hægt að koma neinum rökum við.

Af einhverri ástæðu sá ég samt ástæðu til að fara til hennar og biðja hana afsökunar á því sem ég hafði gert á hluta hennar fyrir nokkrum árum, sem ég er mjög þakklát fyrir því þremur vikum seinna var hún dáin. Það var mikið áfall sérstaklega vegna þess að ekki er dánarörsökin skýr.

Hún fór í ferð til Færeyja árið 2008 og kom aldrei heim aftur. Fannst dáin úti í sjó og enginn veit hvað gerðist. Henni var búið að líða mjög illa lengi, pabbi hafði orðið bráðkvaddur 2005, hún var eiginlega hætt í söfnuðinum og átti bara mjög erfitt. Það var eins og fótunum hefði verið kippt undan henni og hún fyndi sig hvergi. Það var ofboðslegt áfall þegar hún dó og bætti enn í reiðina. Ég vil nefnilega meina að vera hennar í Vottunum hafi átt stóran þátt í því hversu týnd hún var, svona söfnuðir svipta fólk hæfileikanum til að hugsa sjálfstætt og treysta á sjálft sig.

Síðan hún dó hef ég verið að vinna í mínum málum. Tilfinningum mínum gagnvart henni og æskunni og þessu öllu. Ég er farin að skilja að þessi reynsla hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og mér finnst ég alveg frábær manneskja, mjög sterk og sjálfstæð og tilbúin til að berjast fyrir því sem skiptir mig máli. Þannig að í sjálfu sér græddi ég kannski á því að þurfa að takast á við þetta allt saman.“

Talnablindan olli námsvalinu

Hlín er með MA-próf í Almennri bókmenntafræði og þegar ég spyr hvort löngun til að skrifa hafi ráðið því námsvali fer hún að hlæja og segir málið ekki svo einfalt.

„Ástæðan fyrir því að ég valdi bókmenntafræðina er mjög einföld. Ég er með talnablindu sem olli mér endalausum vandræðum í skóla, ég féll í stærðfræði á samræmdu prófunum og var tíu ár að ná stúdentsprófi vegna þess að ég féll endalaust í öllum stærðfræðikúrsum. Ég vissi aldrei hvað var að, hélt ég væri bara svona treg þótt mér gengi mjög vel í tungumálum og kjaftafögum.

Það var bara enginn skilningur á því að fólk gæti verið blint á tölur og ekkert gert til að hjálpa krökkum með talnablindu. Fólk varð, og verður enn þann dag í dag, bara reitt og heldur að maður sé að fíflast þegar maður getur alls ekki skilið eitthvað sem inniheldur tölur. Þetta braut niður sjálfstraustið hjá mér og ég varð óskaplega óörugg í skólakerfinu.
Þannig að þegar kom að því að velja háskólanám valdi ég bókmenntafræðina vegna þess að þar var ekkert verið að vinna með tölur. Mig langaði í sálfræði, en námsskráin þar innihélt tölfræði svo ég snarhætti við það. En auðvitað langar mig líka að skrifa, hef alltaf skrifað mikið og gef örugglega einhvern tíma út söguna mína á bók. Það er svo sannarlega af nógu að taka með þennan bakgrunn.“

Viðbrögðin komu á óvart

Hlín komst í sviðsljósið þegar hún var ráðin ritstjóri kvennavefjarins Bleikt.is árið 2010. Hún stýrði vefnum í fjögur ár, sem hún segir hafa verið 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
3
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
4
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
6
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
8
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
10
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu