Moskan á Íslandi lánaði múslímskum skóla í Svíþjóð 120 milljónir
Sænska ríkisútvarpið segir frá viðskiptum á milli múslímsks skóla í Svíþjóð og moskunnar í Skógarhlíð. Kenning fjölmiðilisins er að Sadi Arabía sé að fjármagna starfsemi þessa aðila á Norðurlöndunum.
FréttirPandóruskjölin
Pandóruskjölin: „Milljónamæringar Krists“ reka fólk af heimilum sínum
Pandóruskjölin sýna að kaþólsk kirkjudeild sem varð alræmd fyrir barnaníð hefur leynilega dælt gríðarstórum fjárhæðum í íbúðahúsnæði. Leigjendur voru bornir út á meðan faraldurinn geisaði.
Fréttir
Reykjavíkurborg braut á marxísku lífsskoðunarfélagi
Ákvörðun borgarinanr um að neita DíaMat – félagi um díalektíska efnishyggju um lóð án endurgjalds var úrskurðuð ólögmæt af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Borgarráð hefur nú á nýjan leik synjað félaginu um lóðaúthlutun.
Viðtal
„Þú verður vitni að mjög sársaukafullum stundum fólks“
Vanlíðan og tilvistarlegar spurningar leiddu Vigfús Bjarna Albertsson til guðfræðináms. Í fimmtán ár veitti hann fólki sálgæslu á sársaukafyllstu stundum lífs þess, en varð líka vitni að mikill fegurð í því hvernig fólk hélt utan um hvað annað í sorg sinni. Hann segir samfélagið ekki styðja nógu vel við fólk sem verður fyrir áföllum og segir syrgjendur allt of oft eina með sorgina.
Fréttir
Þjónusta þjóðkirkjunnar fest í lög
Ekki er minnst á aðskilnað ríkis og kirkju í nýju frumvarpi um þjóðkirkjuna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra boðaði að vinna við slíkt yrði hafin árið 2020. Sjálfstæði kirkjunnar er eflt, en henni falið að veita þjónustu um land allt.
Fréttir
Vilja hækka sóknargjöldin um 280 milljónir
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill hækka sóknargjöld á mann til trúfélaga um tæp 11 prósent miðað við fyrra ár.
FréttirTrúmál
Mest fjölgaði í Siðmennt
Mest fækkaði í þjóðkirkjunni af öllum trú- og lífsskoðunarfélögum. Nýjasta félagið heitir Lakulish jóga á Íslandi með 30 meðlimi.
Fréttir
Vilja hafna samningi ríkisins við þjóðkirkjuna
Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar í allsherjar- og menntamálanefnd vilja fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Telja þeir að nýr samningur við kirkjuna muni leiða til hærri greiðslna til hennar en að óbreyttu.
Fréttir
Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði að það lærði enginn íslensku sem ekki les biblíuna í umræðum á Alþingi um nýjan samning ríkisins og þjóðkirkjunnar.
FréttirKirkjan
Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu
Nýr samningur ríkis og kirkju gildir í 15 ár hið minnsta og felur í sér 2,7 milljarða króna greiðslur til þjóðkirkjunnar á ári. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir aðskilnaði, en þingmaður Pírata segir samninginn festa fyrirkomulagið í sessi.
FréttirTrúmál
Trúfélög spöruðu 340 milljónir í fasteignaskatt
Kirkjur, bænahús, safnahús og hús erlendra ríkja og alþjóðastofnana eru undanþegin fasteignaskatti. Skatturinn á þessa aðila hefði annars verið 640 milljónir króna í ár.
Úttekt
Kirkjan á krossgötum: Biskup varar við siðrofi vegna lítils trausts
Þjóðkirkjan hefur jafnt og þétt misst traust þjóðarinnar í viðhorfskönnunum samhliða því að minna hlutfall tilheyrir sókninni. Biskup nýtur sérstaklega lítils trausts, en kynferðisbrot undirmanna hennar hafa hundelt feril hennar, en hún segir að siðrof hafi átt sér stað í íslensku samfélagi. Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu, segir að þjóðkirkjur standi á krossgötum í nútíma samfélagi þar sem siðferðislegar kröfur eru ríkar þrátt fyrir dvínandi sókn í þær.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.