Þessi grein er meira en 6 ára gömul.

Barnaníðingar fá ekki hjálp til bata

Eng­in úr­ræði ut­an fang­elsa standa föng­um, sem brot­ið hafa kyn­ferð­is­lega gegn börn­um, til boða. Sál­fræð­ing­ur seg­ir sam­fé­lags­lega mik­il­vægt að hlúa að þess­um ein­stak­ling­um til að koma í veg fyr­ir fleiri brot. Enn er skor­ið nið­ur í mála­flokkn­um.

Eng­in úr­ræði ut­an fang­elsa standa föng­um, sem brot­ið hafa kyn­ferð­is­lega gegn börn­um, til boða. Sál­fræð­ing­ur seg­ir sam­fé­lags­lega mik­il­vægt að hlúa að þess­um ein­stak­ling­um til að koma í veg fyr­ir fleiri brot. Enn er skor­ið nið­ur í mála­flokkn­um.

Það er ekkert grín fyrir átján ára krakkaskít að fara í fangelsi í tæp þrjú ár og vera síðan allt í einu fleygt út á götu aftur og sagt að redda sér.“ Þetta segir rúmlega tvítugur piltur sem nýlega lauk afplánun fyrir að hafa brotið kynferðislega á þá fjórtán ára gamalli stúlku. Hann segist eingöngu hafa mætt mótlæti í fangelsi, þar hafi enga hjálp verið að fá og hann hafi gengið þaðan út reiður.

Engin úrræði utan fangelsa standa föngum, sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum, til boða og fá þeir því ekki sömu tækifæri og aðrir fangar til að aðlagast samfélaginu á ný undir lok fangelsisvistar. Tæplega helmingur allra fanga á Íslandi lýkur afplánun sinni á áfangaheimilinu Vernd, en þangað mega barnaníðingar ekki koma. Ekkert sambærilegt áfangaheimili er í boði hér á landi þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um að fjölga þurfi slíkum vistunarúrræðum. Rafrænt eftirlit stendur þessum einstaklingum heldur ekki til boða, enda verða fangar að hafa afplánað á Vernd áður en þeir fá ökklaband. Sálfræðingur segir það fyrst og fremst mikilvægt fyrir samfélagið að veita þessum hópi fanga aðstoð, enda sé það hlutverk réttarkerfisins að koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér aftur.

Barnaníðingum mismunað

Árið 2006 fjallaði fréttaskýringaþátturinn Kompás á Stöð 2 um dæmdan barnaníðing, sem dvaldi á Vernd, Ágúst Magnússon. Í þættinum setti Ágúst sig í samband við 13 ára stúlku í gegnum netið í tölvu sem hann hafði aðgang að á Vernd. Stúlkan reyndist vera tálbeita á vegum þáttastjórnenda. Mikið umtal varð um áfangaheimilið í kjölfarið og urðu íbúar hverfisins mjög órólegir. Að sögn Þráins Farestveit, framkvæmdastjóra Verndar, varð ástandið svo alvarlegt að minnstu munaði að áfangaheimilinu yrði lokað.

„Ég gekk hér í hús og fór í kirkju, skólana, leikskólana og íþróttamannvirkin og ræddi við fólk. Haldnir voru nokkrir fundir með íbúasamtökum og skólum og á endanum var þetta niðurstaðan,“ segir Þráinn en í kjölfarið var tekin ákvörðun um að einstaklingar með þessi brot að baki yrðu ekki lengur vistaðir á Vernd. Á sama tíma sendi stjórn Verndar frá sér yfirlýsingu þar sem biðlað var til fangelsismálayfirvalda að finna þessum einstaklingum önnur sambærileg úrræði. Yfirvöld hafa enn ekki svarað kallinu.

Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar, segir þessa stöðu mjög vonda. Hann segir slæmt að einn hópur sé tekinn út fyrir sviga og hafi þar af leiðandi ekki sömu tækifæri og aðrir fangar. Hann myndi sjálfur kjósa að þessi úrræði stæðu öllum til boða og enginn þyrfti að líða mismunun af þessu tagi. „En það er einfaldlega ekki annað úrræði til staðar og það eru ákaflega fáir sem vilja taka við þessum hópi fanga,“ segir hann.

Verndarúrræðið hefur gefið afar góða raun og þeim sem ljúka afplánun með þessum hætti gengur almennt betur að aðlagast samfélaginu á ný. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að endurkomutíðni fanga sem ljúka afplánun frá Vernd er mun minni en þeirra sem ljúka afplánun í fangelsum.

Ekkert ökklaband án Verndar

Rafrænt eftirlit fanga var lögleitt hér á landi árið 2012 og hefur það gefið góða raun. Vandinn er hins vegar sá að til þess að komast á ökklaband þurfa fangar fyrst að hafa búið á áfangaheimili – þurfa að hafa búið á Vernd. „Í því felst að gerð er sú krafa að fangar dvelji á áfangaheimili Verndar og hlíti þeim skilyrðum sem þar gilda með fullnægjandi hætti áður en þeim er veitt heimild til að ljúka afplánun undir rafrænu eftirliti. Með þessum hætti hefur fangi sýnt fram á að hann sé hæfur til að afplána refsingu utan fangelsis og því ákjósanlegt að unnt sé að veita honum enn frekari tækifæri til aðlögunar samfélagsins á ný með því að gefa honum kost á að ljúka afplánun á heimili sínu þar sem hann getur notið samvista við sína nánustu í enn ríkari mæli en áður en þó með sömu skilyrðum og gilda um afplánun á Vernd,“ segir í athugasemdum við lögin um rafrænt eftirlit.

Samkvæmt þessum skilyrðum eiga fangar, sem ekki fá að afplána á Vernd, sem eru fyrst og fremst barna­níðingar, ekki heldur kost á því að taka út hluta refsingar sinnar undir rafrænu eftirliti. Þeir ljúka því sinni afplánun í fangelsi og ganga þaðan út frjálsir menn.

Fékk kvíðakast á Subway

„Ég uppfyllti ekki þau skilyrði sem þarf til þess að komast á Verndina og þess vegna gat ég ekki heldur fengið að fara á rafrænt. Ég fór bara í uppreisn og sagði þeim að fokka sér. Kláraði bara minn tíma og fór síðan út,“ segir pilturinn ungi sem rætt er við hér að framan. Hann treysti sér ekki til að koma fram undir eigin nafni en verður hér eftir kallaður Arnar.

„Ég fór bara í uppreisn og sagði þeim að fokka sér.“

Arnar segir það hafa verið mjög erfitt að fara beint úr fangelsi og út í lífið. „Ég var búinn að sitja inni í tæp þrjú ár og allt í einu labbaði ég bara út um bláa hliðið,“ segir hann og lýsir í kjölfarið atviki sem er honum sérstaklega minnisstætt. Þá var hann staddur á Subway með vini sínum og má segja að hann hafi fengið hálfgert kvíðakast: „Ég var að fara að fá mér að borða á Subway en fékk enga afgreiðslu. Konurnar stóðu bara á bakvið að tala saman.  Allt í einu kemur manneskja við hliðina á mér. Síðan kemur önnur 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

424. spurningaþraut: Ju Wenjun, Louise Glück og fleiri
Þrautir10 af öllu tagi

424. spurn­inga­þraut: Ju Wenj­un, Louise Glück og fleiri

Hér neðst er hlekk­ur á síð­ustu þraut, tak­ið eft­ir því. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er karl­inn á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað kall­ast hinir breyti­legu vind­ar á Indlandi og Suð­aust­ur-As­íu sem færa stund­um með sér mik­ið regn? 2.  Í hvaða heims­álfu er land­ið Bel­ize? 3.  Hvaða er hnall­þóra? 4.  Í eina tíð deildu menn á Ís­landi um...
Stærstur hluti styrkja til FÍFL fer í laun og rekstur lögregluforlags
Fréttir

Stærst­ur hluti styrkja til FÍFL fer í laun og rekst­ur lög­reglu­for­lags

Að baki um­deildr­ar fíkni­efna­aug­lýs­ing­ar sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í síð­ustu viku stend­ur Ís­lenska lög­reglu­for­lagið en fyr­ir­tæk­ið tek­ur að sér að safna og inn­heimta styrki fyr­ir hönd Fé­lags ís­lenskra fíkni­efna­lög­reglu­manna. Af þeim styrkj­um sem for­lagið safn­aði fór að­eins minni­hluti af þeim í þann mál­stað sem safn­að var fyr­ir.
Rúmlega þúsund læknar skora á stjórnvöld að axla ábyrgð á stöðunni í heilbrigðiskerfinu
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Rúm­lega þús­und lækn­ar skora á stjórn­völd að axla ábyrgð á stöð­unni í heil­brigðis­kerf­inu

Svandís Svavars­dótt­ir var „upp­tek­in í öðru“ þeg­ar nokkr­ir lækn­ar mættu með und­ir­skrift­ir þús­und og eins lækn­is sem skor­aði á stjórn­völd að taka ábyrgð á stöð­unni í heil­brigðis­kerf­inu. Einn lækn­anna seg­ir að „mæl­ir­inn sé full­ur“ hjá öll­um vegna úr­ræða­leys­is.
Lögmaður Ballarin orðinn eigandi helmingshlutar nýja WOW
Fréttir

Lög­mað­ur Ball­ar­in orð­inn eig­andi helm­ings­hlut­ar nýja WOW

Páll Ág­úst Ólafs­son, lög­mað­ur og tals­mað­ur Michele Ball­ar­in, sem keypti eign­ir þrota­bús WOW air ár­ið 2019 er orð­inn eig­andi helm­ings hluta­fjár í fé­lag­inu sem stend­ur að baki hinu nýja WOW. Fé­lag­ið er sagt hafa sótt um flugrekstr­ar­leyfi hjá Sam­göngu­stofu.
Hver ertu?
Blogg

Léttara líf

Hver ertu?

Þeg­ar stórt er spurt er fátt um svör. Þeg­ar ég hef spurt fólk þess­ar­ar spurn­ing­ar þá fæ ég iðu­lega svar­ið við spurn­ing­unni „Við hvað vinn­irðu?“ Það finnst mér mjög áhuga­vert en jafn­framt ansi dap­urt. Flest­ir skil­greina hver þeir eru út frá því við hvað þeir starfa. Þetta sýn­ir hversu stórt hlut­verk vinn­an spil­ar í lífi okk­ar, og allt of stórt...
Hvað finnst vegagerðinni um Kötlu?
Blogg

Listflakkarinn

Hvað finnst vega­gerð­inni um Kötlu?

Ný­ver­ið birt­ist aug­lýs­ing í boði FÍFL (fé­lag ís­lenskra fíkni­efna­lög­reglu­manna) í morg­un­blað­inu. Það mætti í sjálfu sér velta fyr­ir sér hvers vegna jafn lítt les­ið blað, með jafn­háu aug­lýs­inga­verði verð­ur ít­rek­að fyr­ir val­inu hjá rík­is­stofn­un­um þeg­ar þær aug­lýsa eða kaupa sér áskrift­ir, en við skul­um geyma þær pæl­ing­ar í bili. Aug­lýs­ing­in lít­ur í fyrstu út fyr­ir að vera for­varn­ar-aug­lýs­ing ætl­uð ung­menn­um...
423. spurningaþraut: Báðar aukaspurningar eru sprottnar frá Kötlu
Þrautir10 af öllu tagi

423. spurn­inga­þraut: Báð­ar auka­spurn­ing­ar eru sprottn­ar frá Kötlu

Hlekk­ur á síð­ustu (og næstu) þraut er hér neðst. * Auka­spurn­ing­ar eru báð­ar sprottn­ar úr sjón­varps­serí­unni Kötlu. Hér að of­an sjást drang­ar nokkr­ir sem ganga í sjó fram við Vík í Mýr­dal, þar sem Katla ger­ist. Hvað heita þeir? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Und­ir hvaða jökli er eld­stöð­in Katla? 2.  Hvaða ár lauk síð­ari heims­styrj­öld­inni? 3.  Barn­ung stúlka með fræga slöngu­lokka...
Eimskipsmenn enn til rannsóknar eftir sátt og milljarðasekt
Fréttir

Eim­skips­menn enn til rann­sókn­ar eft­ir sátt og millj­arða­sekt

Rann­sókn yf­ir­valda á lög­brot­um Eim­skips er enn í gangi jafn­vel þó að fyr­ir­tæk­ið hafi gert sátt við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið. Mál starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur ver­ið á borði hér­aðssak­sókn­ara og fyr­ir­renn­ara síð­an ár­ið 2014. Sam­skip svar­ar engu um sína hlið máls­ins.
Læknanemar krefjast aðgerða
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Lækna­nem­ar krefjast að­gerða

Tíu lækna­nem­ar sendu í gær fram­kvæmda­stjórn Land­spít­ala bréf þar sem þau biðla hana að gera strax ráð­staf­an­ir til að tryggja full­nægj­andi mönn­un á bráða­mót­töku.
Þorsteinn biðst afsökunar en segir aðeins Jóhannes hafa brotið lög
FréttirSamherjaskjölin

Þor­steinn biðst af­sök­un­ar en seg­ir að­eins Jó­hann­es hafa brot­ið lög

Sam­herji og Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri út­gerð­ar­inn­ar biðj­ast af­sök­un­ar á starf­semi fé­lags­ins í Namib­íu. Þetta ger­ir fé­lag­ið í yf­ir­lýs­ingu á vef sín­um sem aug­lýst er í Morg­un­blað­inu og Frétta­blað­inu í dag. Full­yrt er að eng­inn starfs­mað­ur nema upp­ljóstr­ar­inn Jó­hann­es Stef­áns­son hafi fram­ið refsi­verð brot og að tengda­son­ur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu hafi veitt raun­veru­lega ráð­gjöf.
Sjávarútvegurinn undanþeginn nýjum lögum um hringrásarhagkerfið
RannsóknEndurvinnsla á Íslandi

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn und­an­þeg­inn nýj­um lög­um um hringrás­ar­hag­kerf­ið

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur slopp­ið við að greiða hundruð millj­óna króna í úr­vinnslu­gjald vegna sér­samn­ings.
422. spurningaþraut: Hér er spurt um aðeins einn þingmann Framsóknarflokksins
Þrautir10 af öllu tagi

422. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um að­eins einn þing­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins

At­hug­ið að hlekk­ur á síð­ustu þraut er hér neðst! * Fyrri auka­spurn­ing: Þjóð­fáni hvaða rík­is blakt­ir á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Eitt fræg­asta fót­boltalið í ver­öld­inni hef­ur að­al­bæki­stöðv­ar sín­ar á velli sem kall­ast Camp Nou, þótt ensku­mæl­andi fót­bolta­áhuga­menn tali oft um Nou Camp. Hvað heit­ir þetta lið? 2.  Borg­in, þar sem Camp Nou er nið­ur­kom­ið, hún er...