Fangelsismálastjóri segir útgáfu ársskýrslna vera „peningasóun“
Tölfræði um starfsemi stofnunarinnar síðustu fjögur ár ekki birt á heimasíðu fyrr en eftir fyrirspurn Stundarinnar. Tæpt hálft ár tók að færa gögn inn á nýja heimasíðu. Hefur valdið vandræðum á Alþingi.
FréttirFangelsismál
Barnaníðingur nýtur góðs af breytingu laga um rafrænt eftirlit
Í apríl síðastliðnum var þeim Sigurði Einarssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni sleppt út af Kvíabryggju og á Vernd. Ástæða þess að þeir fengu frelsi fyrr en ella var lagabreyting, sem þingkona sagði sérstaklega smíðuð utan um þessa fanga. Einn af þeim sem nú njóta góðs af þessari lagabreytingu er barnaníðingurinn Sigurður Ingi Þórðarson.
Fréttir
Fangar á Vernd geta flogið á milli landa án þess að brjóta lög
Engar reglur eða lög eru í gildi um ferðalög fanga sem fá að afplána á Vernd. Um helgar gætu því fjáðir fangar flogið með einkaþotu til London að morgni laugardags og flogið aftur heim til Íslands að kvöldi til, svo lengi sem þeir séu komnir inn á Vernd fyrir 21:00.
Fréttir
Óskað skýringa vegna ísbíltúrs Kaupþingsfanga úr fangelsinu
Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, sem dæmdir voru í fjögurra til fimm ára fangelsi fyrir alvarleg efnahagsbrot, fóru í sjoppu á Ólafsvík að kaupa sér ís með dýfu. Fangelsismálastjóri hefur óskað skýringa vegna málsins.
FréttirFangelsismál
Magnús fær að flytja í einbýlishús á Kvíabryggju
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, fær að flytja í einbýlishúsið á Kvíabryggju. Urgur er föngum vegna meintrar sérmeðferðar. Fyrir í húsinu er Hreiðar Már Sigurðsson.
FréttirFangelsismál
Strokufangarnir dvöldu stutt á Kvíabryggju
Búið er að handtaka fangana sem struku frá Kvíabryggju í gærkvöldi. Annar fanganna hóf afplánun fyrir viku síðan, hinn fyrir tveimur vikum.
ÚttektFangelsismál
Brú milli fangelsis og frelsis
Vernd er eina áfangaheimilið sem er í boði fyrir fanga. Húsnæðið er löngu sprungið. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á að fjölga þurfi úrræðum utan fangelsa. Fangelsismálastjóri ber við fjárskorti. Stjórnvöld sögðu ósatt í svari til Pyndinganefndar Evrópuráðsins.
ÚttektFangelsismál
Barnaníðingar fá ekki hjálp til bata
Engin úrræði utan fangelsa standa föngum, sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum, til boða. Sálfræðingur segir samfélagslega mikilvægt að hlúa að þessum einstaklingum til að koma í veg fyrir fleiri brot. Enn er skorið niður í málaflokknum.
FréttirFangelsismál
Kvennafangelsinu skellt í lás í kvöld
Kvennafangelsinu í Kópavogi formlega lokað á morgun. Aðstaða, til að keyra fanga á milli fangelsa til þess að fara í aðalmeðferð, versnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.