Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Í djúpinu í kvöld

Í djúpinu í kvöld

Í dag er ég fáorður. Ég verð oft fáorður á dögum sem þessum af því að dagurinn í dag er spiladagur. Kvöldið er spilakvöld, svo ég sé örlítið nákvæmari. Tónlistin talar sínu eigin máli. Þess vegna er ég fáorður.

Mig langar því í þetta eina sinn að láta þessa tvo heima mína skarast — söngheiminn og ritheiminn — og koma með eina tónlistartilkynningu hér í Stundarblogginu. Þannig er mál með vexti að mig langar að gefa út breiðskífu. En til þess að það sé mögulegt þarf ég að ná að safna 4000 evrum á Karolina Fund síðunni minni. 

Ég er ekki nýgræðingur í tónlist og þeir sem skoða söfnunarsíðuna geta hlýtt á það sem ég hef gefið út áður. Enn þá betra væri hreinlega að mæta í Djúpið við Hafnarstræti í kvöld. Eins og ég sagði; það er spilakvöld. Endilega kíkið og njótið fagurra tóna á fallegu septemberkvöldi. Og ef ykkur fýsir að heyra lögin sem ég flyt í stúdíógæðum og stærri útsetningum þá er um að gera að koma með áheit á söfnunina.

Ég stíg á stokk klukkan níu.

[es. Næstu skrif mín hér verða heildstæður pistill. Ég lofa.]

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu