Í pistli sem kom út í Stundinni á laugardaginn segir Bragi Páll Sigurðarson að „í þessu samfélagi hönnuðu fyrir hvíta, gagnkynhneigða, ófatlaða, sæmilega stæða karla, ætti að vera rými fyrir alla hina að hafa jafnháværar raddir.“ Nákvæmlega. Erfitt er að sjá fyrir sér nokkra einustu gildu ástæðu fyrir því að vera ósammála neinu sem hann setur fram þarna. Í...
Allt sem þú hélst að þú vissir um popúlisma
Ókei, ég ætla að taka þennan slag einu sinni enn. Ég verð. Hættum að nota orðið popúlisti sem samheiti yfir nýfasíska leiðtoga eða fylgismenn þeirra. Í alvöru. Hættum þessari vitleysu. Ég er að horfa á þig, Eiríkur Bergmann. Þessi hugmynd um að popúlismi feli alltaf í sér útlendingahatur, fjárhagslega einangrunarstefnu og leiðtogadýrkun er ekki aðeins tilbúningur heldur snýr hún benlínis...
Töffari kann að taka L-inu
Fyrir fjórum árum flaug mér fjarlægur möguleiki í hug í tengslum við innvígsludaginn í Ameríku. Ég sá fyrir mér hinn nýkjörna, nýfasíska auðkýfingsson stíga fram í pontu og halda ræðu sem væri eitthvað á þessa leið: Ég þakka öllum sem komu. Við alla sem buðu sig fram gegn mér vil ég segja: hvernig líst ykkur á mig núna?...
Að selja beljuna fyrir fimm mjólkurfernur
Ríkið á náttúrulega ekki að standa í svona rekstri.“ Þetta var auðveldasta línan fyrir hægrimenn að komast upp með í upphafi aldarinnar í fjölmiðlaumræðum um einkavæðingu af því að hver sem andstæðingurinn var vaknaði aldrei nokkurn tíma spurningin: „Hvers vegna ekki?“ Hvers vegna í krókloppnum kjúkum Kölska á Kópaskeri ekki?! Í þá daga var það auðveld klapplína að halda því...
Hann sveimaði, soltinn og grimmur ...
Það var á aðventunni 2018 sem þessi skepna glóði fyrst á Lækjartorgi og ég lít á hana sem eina bestu gjöf sem borgin hefur gefið okkur. Ekki vegna þess að hún sé eitthvað sérstaklega glæsileg eða trekki að túrista eða vísi í menningararfinn heldur vegna þess að hún minnir okkur á hver raunverulegur óvinur almennings er. Byrjum á að rifja...
Uppreisnarmenn, hvítliðar og andófstúristar
„Pönk er enginn trúarsöfnuður! Pönk þýðir að hugsa sjálfstætt!“ Þegar ég hugsa um uppreisn koma þessi öskur Jello Biafra gjarnan upp í hugann, úr laginu þar sem hann sagði pönkurum með nasistapólitík að fokka sér. Að vera sjálfstæður eða vera hluti af einhverri heild … Þarf maður að velja? Er ekki hægt að gera bæði? Er alveg bókað mál að...
Viljandi rangsleitni er ekki fúsk
Árið var 2016 og enginn bar andlitsgrímur nema skurðlæknar og masó-gimp. Hamverjinn og Spokklæknirinn Óttarr Proppé var á þingi sem fulltrúi flokks sem kenndi sig við framtíð bjarta og í pontu lastaði hann ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fyrir það, meðal annars, að neita fólki um pólitískt hæli á Íslandi út frá tækniatriðum, greiða öryrkjum bætur undir framfærsluviðmiðum og hlera...
Kolbeinn Óttarr og kirkja málamiðlunarinnar
„Það er auðvelt að dást að manni sem ekki miðlar málum. Hann býr yfir hugrekki, það á líka við um hund. En það er einmitt færnin til að miðla málum sem gerir aðalsmenn göfuga.“ - Pabbi Róberts Brúsa í Braveheart (holdsveiki gaurinn í turninum). Kolbeinn Óttarsson Proppé virðist sammála. Sigur málamiðlunar? Nei, Kolbeinn, tap Trumps var ekki sigur...
Hvenær er rasisti rasisti?
Það er nógu slæmt að lögregluþjónn bregðist við ákúrum varðandi fasísk barmmerki sín með því að segjast ekki vita til þess að þau þýði neitt neikvætt. Það er nógu slæmt að formaður lögreglufélags Reykjavíkur reyni að selja okkur það súra mígildi að lögregluþjónar hafi borið þessi fasísku merki „í góðum hug“. Það er nógu slæmt að þessir tveir...
Sá er til vamms segir
Þegar ég sé heiftúðugar pólitískar athugasemdir valdamikils fólks í garð umbótasinna í samfélaginu hugsa ég stundum sem svo að þeir hljóti að vera að gera eitthvað rétt. Eitt dæmi um þetta er þegar formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir formann Eflingar hafa orðið félagi sínu til skammar með svörum sínum við málflutningi Samtaka atvinnulífsins um Lífskjarasamninginn og forsendubrest. Helst virðist...
Söguhetjur og skúrkar í stjórnmálum
Skáldið Muriel Rukeyser skrifaði eitt sinn að alheimurinn væri gerður úr sögum, ekki úr atómum. Þetta skiljum við öll. Alheimurinn sem slíkur er auðvitað samsettur úr frumeindum — enginn nema endatímaspámenn með skegg niður að hnjám og lögheimili í Laugarvatnshelli myndu andmæla því — en hér erum við ekki að tala um efnisheiminn sjálfan. Við erum að tala um alheiminn...
Erfðasynd er sjálfsuppfyllandi spádómur
Hver sagði okkur að við værum grimm, sjálfselsk og drottnunargjörn dýrategund? Og af hverju trúðum við því? Í mínu tilfelli er því auðsvarað. Ég ólst upp við að taka biblíuna mjög alvarlega og rauði þráðurinn í gegnum hana er hugtakið erfðasynd; sú hugmynd að Guð hafi mótað okkur í sinni mynd en að eitt af hinum sköpunarverkum hans hafi...
Enginn mun bjarga okkur
Winston Churchill talaði fyrstur manna um að Bandaríkin og Bretland tengdust einstökum böndum; að sambandið milli ríkjanna væri sérstakt. Frasinn „sérstakt samband“ (e. special relationship) hefur æ síðan verið pólitískt bitbein í Bretlandi. Þeim sem hugnast utanríkisstefna Bandaríkjanna þykir þetta samband vera einn af hornsteinum breskrar velgengni. Þeir sem hafa ímugust á umsvifum hins vesturheimska veldis tala hins vegar um...
Taktu hagfótinn af andlitinu á mér
Í Vikulokunum á Rás 1 á laugardaginn var okkur sagt að þrátt fyrir að skiljanlegt væri að neysla heimilanna drægist eitthvað saman meðan sóttvarnaryfirvöld uppáleggja öllum Íslendingum að halda sig heima þá mættu Íslendingar ekki fyrir nokkra muni hætta algjörlega að versla. Ég lagði við hlustir enda kveiktu þessi ummæli rúmlega átján ára gamla minningu af Bandaríkjaforseta í sjónvarpsútsendingu frá...
Af hugtakaruglingi og ismaflótta
Það er ekkert lítið sem mér brá við að opna smettisskinnuna í fyrradag. „Sósíalismi er ekki svarið,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður pírata, „hvorki við kóvid, loftslagsbreytingum né fátækt.“ Albert Svan, flokksfélagi hans, tekur undir: „Sammála, enda ismar of gildishlaðnir og svarthvítir núorðið. Samt ætti að hafa það sem viðmið að flestar grunnstoðir virka best ef þær eru reknar á...
Björn Leví og samstaðan
Á árunum sem ég var að slíta barnsskónum sem tónlistarmaður (‘95 – ‘99) átti rokkið í tilvistarkreppu. Annað hvert band á Íslandi með hrottalegan bumbubarning og rafbjöguð öskur og strengjateygjur vildi láta kalla sig eitthvað annað en rokk. Og telja mátti á fingrum annarrar handar þá sem vildu gangast við því að spila „þungarokk.“ Margar af alþjóðlegu sveitunum í bárujárnssenunni...
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.