Símon Vestarr

Símon Vestarr

Söngvaskáld og bókmenntafræðingur sem skrifar hugleiðingar sínar um menningu, stjórnmál og trú og krossflækjurnar þar á milli.
Kolbeinn Óttarr og kirkja málamiðlunarinnar

Kol­beinn Ótt­arr og kirkja mála­miðl­un­ar­inn­ar

„Það er auð­velt að dást að manni sem ekki miðl­ar mál­um. Hann býr yf­ir hug­rekki, það á líka við um hund. En það er ein­mitt færn­in til að miðla mál­um sem ger­ir að­als­menn göf­uga.“ - Pabbi Ró­berts Brúsa í Bra­veheart (holds­veiki gaur­inn í turn­in­um).   Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé virð­ist sam­mála.   Sig­ur mála­miðl­un­ar? Nei, Kol­beinn, tap Trumps var ekki sig­ur...
Hvenær er rasisti rasisti?

Hvenær er ras­isti ras­isti?

Það er nógu slæmt að lög­reglu­þjónn bregð­ist við ákúr­um varð­andi fasísk barm­merki sín með því að segj­ast ekki vita til þess að þau þýði neitt nei­kvætt. Það er nógu slæmt að formað­ur lög­reglu­fé­lags Reykja­vík­ur reyni að selja okk­ur það súra mí­gildi að lög­reglu­þjón­ar hafi bor­ið þessi fasísku merki „í góð­um hug“. Það er nógu slæmt að þess­ir tveir...
Sá er til vamms segir

Sá er til vamms seg­ir

Þeg­ar ég sé heift­úð­ug­ar póli­tísk­ar at­huga­semd­ir valda­mik­ils fólks í garð um­bóta­sinna í sam­fé­lag­inu hugsa ég stund­um sem svo að þeir hljóti að vera að gera eitt­hvað rétt. Eitt dæmi um þetta er þeg­ar formað­ur Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir formann Efl­ing­ar hafa orð­ið fé­lagi sínu til skamm­ar með svör­um sín­um við mál­flutn­ingi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins um Lífs­kjara­samn­ing­inn og for­sendu­brest. Helst virð­ist...
Söguhetjur og skúrkar í stjórnmálum

Sögu­hetj­ur og skúrk­ar í stjórn­mál­um

Skáld­ið Muriel Ru­keyser skrif­aði eitt sinn að al­heim­ur­inn væri gerð­ur úr sög­um, ekki úr atóm­um. Þetta skilj­um við öll. Al­heim­ur­inn sem slík­ur er auð­vit­að sam­sett­ur úr frum­eind­um — eng­inn nema enda­tímaspá­menn með skegg nið­ur að hnjám og lög­heim­ili í Laug­ar­vatns­helli myndu and­mæla því — en hér er­um við ekki að tala um efn­is­heim­inn sjálf­an. Við er­um að tala um al­heim­inn...

Erfða­synd er sjálfs­upp­fyll­andi spá­dóm­ur

Hver sagði okk­ur að við vær­um grimm, sjálfs­elsk og drottn­un­ar­gjörn dýra­teg­und? Og af hverju trúð­um við því?   Í mínu til­felli er því auð­svar­að. Ég ólst upp við að taka bibl­í­una mjög al­var­lega og rauði þráð­ur­inn í gegn­um hana er hug­tak­ið erfða­synd; sú hug­mynd að Guð hafi mót­að okk­ur í sinni mynd en að eitt af hinum sköp­un­ar­verk­um hans hafi...

Eng­inn mun bjarga okk­ur

Winst­on Churchill tal­aði fyrst­ur manna um að Banda­rík­in og Bret­land tengd­ust ein­stök­um bönd­um; að sam­band­ið milli ríkj­anna væri sér­stakt. Fras­inn „sér­stakt sam­band“ (e. special relati­ons­hip) hef­ur æ síð­an ver­ið póli­tískt bit­bein í Bretlandi. Þeim sem hugn­ast ut­an­rík­is­stefna Banda­ríkj­anna þyk­ir þetta sam­band vera einn af horn­stein­um breskr­ar vel­gengni. Þeir sem hafa ímugust á um­svif­um hins vest­ur­heimska veld­is tala hins veg­ar um...

Taktu hag­fót­inn af and­lit­inu á mér

Í Viku­lok­un­um á Rás 1 á laug­ar­dag­inn var okk­ur sagt að þrátt fyr­ir að skilj­an­legt væri að neysla heim­il­anna dræg­ist eitt­hvað sam­an með­an sótt­varn­ar­yf­ir­völd uppá­leggja öll­um Ís­lend­ing­um að halda sig heima þá mættu Ís­lend­ing­ar ekki fyr­ir nokkra muni hætta al­gjör­lega að versla. Ég lagði við hlust­ir enda kveiktu þessi um­mæli rúm­lega átján ára gamla minn­ingu af Banda­ríkja­for­seta í sjón­varps­út­send­ingu frá...

Af hug­takarugl­ingi og isma­flótta

Það er ekk­ert lít­ið sem mér brá við að opna smett­is­skinn­una í fyrra­dag. „Sósí­al­ismi er ekki svar­ið,“ seg­ir Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­mað­ur pírata, „hvorki við kóvid, lofts­lags­breyt­ing­um né fá­tækt.“ Al­bert Svan, flokks­fé­lagi hans, tek­ur und­ir: „Sam­mála, enda ism­ar of gild­is­hlaðn­ir og svart­hvít­ir núorð­ið. Samt ætti að hafa það sem við­mið að flest­ar grunnstoð­ir virka best ef þær eru rekn­ar á...

Björn Leví og sam­stað­an

Á ár­un­um sem ég var að slíta barns­skón­um sem tón­list­ar­mað­ur (‘95 – ‘99) átti rokk­ið í til­vist­ar­kreppu. Ann­að hvert band á Ís­landi með hrotta­leg­an bumbu­barn­ing og raf­bjög­uð ösk­ur og strengjat­eygj­ur vildi láta kalla sig eitt­hvað ann­að en rokk. Og telja mátti á fingr­um annarr­ar hand­ar þá sem vildu gang­ast við því að spila „þung­arokk.“ Marg­ar af al­þjóð­legu sveit­un­um í báru­járnssen­unni...

Kalli Birg­is og Stóri, Ljóti Sósí­al­ism­inn

Ég vil bera upp spurn­ingu við Karl Th. Birg­is­son: Ef ég segði þér að það væri kvikn­að í borð­dúkn­um, mynd­irðu vilja klára úr kaffi­boll­an­um þín­um áð­ur en þú næð­ir í slökkvi­tæk­ið? Þetta kann að hljóma eins og und­ar­leg spurn­ing en hún vakn­ar hjá mér í hvert sinn sem menn sem kenna sig við vinstri­hug­sjón­ir fá hland fyr­ir hjart­að yf­ir til­finn­inga­hita...

Póli­tísk þjóðarí­þrótt Ís­lend­inga

Mér var bent á það fyr­ir skömmu að við er­um dott­in í visst mynstur, Frón­verj­ar. Of­beld­is­ásak­an­ir og -kær­ur dúkka upp og við tök­umst á um sekt og sýknu eft­ir því hvort við þekkj­um hinn ákærða eða fíl­um póli­tík hans o.s.frv.. Ef máls­at­vik liggja ljós fyr­ir þá tök­umst við á um sjálf­ar for­send­ur sið­ferð­is­hugs­un­ar okk­ar og um­ræð­an fær­ist yf­ir á...

Ef þetta væri allt sam­an hóx

Stíg­um um stund inn í ann­an veru­leika. Veru­leika þar sem rúm­lega nítj­án af hverj­um tutt­ugu lofts­lags­vís­inda­mönn­um ver­ald­ar skjátl­ast varð­andi það að lofts­lags­breyt­ing­ar séu af manna­völd­um. Veru­leika þar sem sjötti aldauð­inn en alls ekki hand­an við horn­ið. Veru­leika þar sem allt tal um yf­ir­vof­andi heimsendi er massa­hystería sem vís­inda­menn hrundu af stað vegna stað­fest­ing­arslag­síðu, eða til að vernda styrk­veit­ing­ar sín­ar eða...

Svo fokk­ing and­leg­ur

Í jóla­mán­uð­in­um er­um við oft áminnt um að gleyma okk­ur ekki svo mjög í „efn­is­hyggju“ ljós­um­há­tíð­ar­inn­ar að við gleym­um að hlúa að „and­legu“ hlið­inni. Þá staldra ég við og ör­lít­ill pirr­ings­hroll­ur hríslast um mig. Ég veit ekki hvað kem­ur þér til hug­ar þeg­ar mál­efni eru köll­uð „and­leg“ en þetta er mögu­lega eitt­hvað loðn­asta orð sem til er. Stund­um er ver­ið...
Hákur

Hák­ur

Hák­ur dreg­ur hett­una yf­ir hær­urn­ar og lygn­ir aft­ur aug­un­um. Föl­ur dreytill af mána­skini er hið eina sem skil­ur vöku­heim dýfliss­unn­ar að frá dimm­unni bak við augn­lok­in en fang­an­um reyn­ist örð­ugt að festa svefn. Í dög­un verð­ur hann brennd­ur.  Næg­ur tími til að blunda eft­ir það. Hann heyr­ir rjátl­að við lás­inn en hann lýk­ur ekki upp aug­un­um fyrr en hann finn­ur...
Hver er þetta í sætinu við hliðina á Ellen?

Hver er þetta í sæt­inu við hlið­ina á Ell­en?

Á fundi í Safna­hús­inu fyr­ir nokkru sá ég Ög­mund Jónas­son taka hjart­an­lega í spað­ann á Birni Bjarna­syni. Gott ef það var ekki meira að segja eins og eitt karla­knús í ofanálag. Ég veit að eng­um þyk­ir þetta stór­tíð­indi en þetta stakk mig að­eins. Þeg­ar ég öðl­að­ist póli­tíska með­vit­und á loka­ár­um tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar bar Ög­mund­ur enn viss­an hetju­ljóma á vinstri vængn­um....
Að taka boltann sinn og fara heim

Að taka bolt­ann sinn og fara heim

Í mínu ung­dæmi var það al­menn­ur prax­is þeirra sem fóru í fýlu út í jafn­aldra sína í fót­bolta að taka bolt­ann sinn og fara heim. Þannig batt mað­ur ekki bara enda á eig­in þátt­töku held­ur skemmdi sjálf­an leik­inn. Þetta var að­eins erf­ið­ara ef mað­ur átti ekki bolt­ann en þá gat mað­ur alla vega skil­ið hóp­inn eft­ir með ójafnt í lið­um...