Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Læknasaga: Mætti þýða þessa

Ég held áfram að henda hér inn efni sem hefði átt að birtast á www.starafugl.is hafi einhver áhuga.

 

Kristof Magnússon er lífræðilega hálf þýskur, hálf íslenskur rithöfundur og þýðandi sem ætti að vera íslensku bókmenntaáhugafólki nokkuð kunnur. Faðir hans er, eins og glögglega má sjá á eftirnafninu, íslenskur. En þar sem hann hefir alið bróðurpart ævi sinnar í Þýskalandi verður hann að teljast meira þýskur en íslenskur. Og þótt tök hans á íslenskri tungu séu góð þá er vald hans á þeirri þýsku sýnu betri. Skrifar hann enda skáldsögur sínar, leikrit og greinar á þýsku. Aukinheldur er hann ötull þýðandi og hefir snarað allnokkrum fjölda íslenskra skáldverka yfir á þýsku. Hæst í þeirri flóru ber þýðing hans á Íslenskum aðli Þórbergs Þórðarsonar, en þar að auki hefir hann, til að mynda, þýtt Konur Steinars Braga, Ofsa Einars Kárasonar, Vetrarsól Auðar Jónsdóttur og Grettis sögu. Verður þess og að geta að Bjarni Jónsson íslenskaði aðra skáldsögu Kristofs, Das war ich nicht frá árinu 2010 og kom hún út undir titlinum Það var ekki ég tveim árum seinna.

 

Alltént er óhætt að segja að tengsl Kristofs við íslenskar bókmenntir séu, vægt til orða tekið, rík og mætti viðhafa langt mál um þau sem og hvað hann hefir afrekað á ritvellinum hingað til. Það verður þó ekki gert.

 

Ástæða þessa texta er þriðja skáldsaga Kristofs sem kom út  hjá Antje Kunstmann-forlaginu í München árið 2014. Arztroman er titillinn sem hún ber. Mætti máski kalla hana „Saga af lækni“ eða „Læknasaga“ upp á íslensku. Það er skemmst frá því að segja að verkið atarna hefir hlotið góðar viðtökur og lenti það, líkt og raunin var með Das war ich nicht, á metsölulista Der Spiegel.  

 

Fyrsta skáldsaga Kristofs, Zuhause (2005), hlaut almennt góðar viðtökur en það var þó gamanleikurinn Männerhort sem kom Kristof á kortið. Vakti gamanleikur sá fyrst almenna eftirtekt er hann var tekinn til sýninga í leikhúsinu Theater am Kurfürstendamm í Berlín. Var enda leikaravalið ekki af verri endanum enda. Á þýskan mælikvarða stjörnum prýtt. 

 

Má svo til gamans geta að kvikmynd byggð á gamanleiknum rataði í kvikmyndahús Þýskalands og gamanleikurinn hefir lent víðsvegar á fjölum leikhúsa, aðallega í Þýskalandi. Einnig ber að geta þess að Bjarni Jónsson þýddi leikinn fyrir útvarpsleikhúsið undir nafngiftinni Karlagæslan.

 

Í Männerhort, svo og hans fyrsta leikriti Der totale Kick, ber á ákveðnum þáttum sem eru áberandi í verkum Kristofs og ber þar fyrst að nefna gamansemi, kaldhæðni, ankannalegar aðstæður, sem jaðra oft og tíðum við fáránleika, og jarðbundinn og raunsæislegan stíll. 

 

Það sem vera kann þó að vera hvað mest einkennandi er sterk tenging við það sem oft er álitið „banal“ eða ómerkilegt. Þar af leiðandi hefir afþreyingarstimplinum ósjaldan verð skellt á verk hans.

 

Í því samhengi má aftur minnast á Männerhort sem segir frá fjórum karlmönnum sem flýja í hitakompu verslunarmiðstöðvar einnar til að fá frið frá innkaupaáráttu eiginkvennanna. Finna þeir þar griðastað og fá útrás fyrir sameiginlegt ergelsi í garð kvennanna sem og stað fyrir bjórdrykkju, knattspyrnugláp og klámkjaft. Sum sé staður þar sem þeir geta verið „alvöru“ menn, lausir undan ægivaldi kvennanna um hríð. Vissulega liggur beinast við að tengja innihaldslýsingu sem þessa við eitthvað „banalt“ og ómerkilegt en málið er að Kristofi auðnast iðulega að koma með óvæntan vinkil á hlutina.

 

Gildir slíkt hið sama um Arztroman. Því hver gætu fyrstu hugrenningatengslin verið þegar maður fær skáldsögu í hendurnar með titlinum Arztroman (Læknasaga eða Saga af lækni)? Vel hugsanlega myndi viðkomandi spyrða verkið við ástarrómansa og draumaheima Rauðu seríunnar: Myndar- og karlmannlegur læknir með sterkar hendur og sorgmædd augu kynnist ástríðufullri hjúkrunarkonu með vafasama fortíð. Eða eitthvað þvíumlíkt. Slíku er ekki fyrir að fara hér. Og þó! Óneitanlega er ástarævintýri fyrir að fara hér en það er kannski öllu jarðbundnara en ástarævintýri klisjubókmenntanna.

 

Allavega greinir Arztroman, samkvæmt káputexta, frá Anitu sem er neyðarlæknir á stóru sjúkrahúsi í Berlín og hefir miklar mætur á starfi sínu. Það að þurfa að stilla sig inn á krefjandi aðstæður á vel við skaphöfn hennar. Og það þó ekki séu útköllin alltaf eins spennandi og maður kann að gera sér í hugarlund. Fyrir Anitu gildir það einu svo framarlega sem hún geti hjálpað. Af og til getur hún meira að segja leitt gott af sér.

 

Adrian, fyrrum eiginmaður hennar, er læknir á sama sjúkrahúsi. Ekki fyrir svo löngu síðan skildu leiðir þeirra í góðu og býr Lukas, fjórtán ára sonur þeirra, hjá föður sínum og nýju kærustu hans Heidi.

 

Ef Anita hefði ekki fyrir tilviljun fundið Adrian meðvitundarlausan á gólfi salernis sjúkrahúsins, út úr heiminum af notkun deyfilyfs, og hefði Heidi ekki stöðugt látið frá sér fara að sér að hver sé sinnar gæfu smiður og að fátækir og veikir beri einatt sjálfir sök á ástandi sínu, þá hefði Anita getað talið sér trú um að allt væri í stakasta lagi. Sú er ekki raunin. Hvorki í einkalífinu né í vinnunni. (lauslega þýtt af bókarkápu).

 

Þessi innihaldslýsing lætur kannski ekki mikið yfir sér fara og vekur máski ekki svo mikla löngun til að taka sér verkið í hönd. En góðu heilli er meira í söguna spunnið en þessi lýsing lætur yfir sér. Kristof hefir lagst í ítarlega rannsóknarvinnum er að finna nákvæmar lýsingar á starfi neyðarlæknis og starfi lækna yfirhöfuð og svo heldur hann áfram að vinna með áðurnefnda „banal“ þætti bókmennta (og fleiri listgreina).

Þetta er bók sem mætti alveg þýða.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Kristín I. Pálsdóttir
1
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Rétt­læt­ið og reynsla kvenna af Varp­holti/Laugalandi

Rót­in hef­ur fylgst vel með hug­rakkri bar­áttu kvenna sem dvöldu í Varp­holti/Laugalandi og reynt að styðja þær eft­ir föng­um. Mánu­dag­inn 14. nóv­em­ber stóð­um við að um­ræðu­kvöld með þeim þar sem þær Gígja Skúla­dótt­ir og Ír­is Ósk Frið­riks­dótt­ir, sem báð­ar dvöldu á Varp­holti/Laugalandi, höfðu fram­sögu. Fund­ur­inn var tek­inn upp og er að­gengi­leg­ur hér.  Ég hélt þar er­indi sem ég hef...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Kristrún F, frels­ara­formúl­an og sam­vinn­an

                                                                      "Don't follow lea­ders                                            ...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Brú­in í Most­ar - öfg­ar og skaut­un

Hinn 9.nóv­em­ber er mjög sögu­leg­ur dag­ur, Berlín­ar­múr­inn féll þenn­an dag ár­ið 1989 og ár­ið 1799 tók Napó­león Bonapar­te völd­in í Frakklandi. Þar með hófst nýr kafli í sögu Evr­ópu. Ár­ið 1923 fram­kvæmdi svo ná­ung­inn Ad­olf Hitler sína Bjórkjall­ar­a­upp­reisn í Þýskalandi, en hún mis­heppn­að­ist. Ad­olf var dæmd­ur í fang­elsi en not­aði tím­ann þægi­lega til að skrifa Mein Kampf, Bar­átta mín. Krist­al­nótt­ina ár­ið 1938 bar einnig upp á þenn­an dag, en...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Forn­ar mennt­ir í Úkraínu

Ég tók mig til um dag­inn og fór að lesa ým­is forn­rit sem ætt­uð eru frá því sem í dag kall­ast „Úkraína“. Fyrst las ég stutt kver úkraínskra þjóð­vísna og -sagna með at­huga­semd­um norska skálds­ins Erl­ing Kittel­sen. Hann rembd­ist við að tengja goð­sagna­heim Aust­ursla­fa við fornn­or­ræn­ar goð­sög­ur og tókst mis­vel. Fyrsta krón­ík­an Þá vatt ég mér í lest­ur Fyrstu krón­ík­unn­ar...

Nýtt á Stundinni

„Hvarflaði aldrei að okkur að börnunum hefði verið stolið“
Viðtal

„Hvarfl­aði aldrei að okk­ur að börn­un­um hefði ver­ið stol­ið“

Ing­unn Unn­steins­dótt­ir Kristen­sen, sem var ætt­leidd frá Sri Lanka ár­ið 1985, seg­ir að margt bendi til að hún sé fórn­ar­lamb man­sals. For­eldr­ar henn­ar segja til­hugs­un­ina um að hafa óaf­vit­andi tek­ið þátt í man­sali hrylli­lega, aldrei hafi hvarfl­að að þeim að börn­un­um hefði ver­ið stol­ið. Þau vilja að yf­ir­völd skipi rann­sókn­ar­nefnd sem velti öll­um stein­um við.
Búið að gefa út hryðjuverkaákæru
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Bú­ið að gefa út hryðju­verka­ákæru

Embætti hér­aðssak­sókn­ara hef­ur gef­ið út ákæru á hend­ur tveim­ur mönn­um fyr­ir skipu­lagn­ingu hryðju­verka. Þetta stað­fest­ir sak­sókn­ari hjá embætt­inu. Enn á eft­ir að birta mönn­un­um ákær­una.
Fólkið sem efldi Strætó, lækkaði skatta og lagaði loftslagið
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Fólk­ið sem efldi Strætó, lækk­aði skatta og lag­aði lofts­lag­ið

Bjarni Bene­dikts­son og Katrín Jak­obs­dótt­ir boð­uðu há­leita og skyn­sam­lega stefnu í mik­il­væg­asta máli sam­tím­ans fyr­ir kosn­ing­ar. Það sem gerð­ist næst kom á óvart.
Ríkið úthlutaði fyrirtækjum norsks eldisrisa kvóta þvert á lög
Fréttir

Rík­ið út­hlut­aði fyr­ir­tækj­um norsks eld­isrisa kvóta þvert á lög

Byggða­stofn­un gerði samn­ing um út­hlut­un 800 tonna byggða­kvóta á ári í sex ár í því skyni að treysta byggð á Djúpa­vogi. Þetta gerði Byggða­stofn­un þrátt fyr­ir að fyr­ir­tæk­in sem hún samdi við séu í meiri­huta­eigu norskra lax­eld­isrisa og að ís­lensk lög banni slíkt eign­ar­hald í ís­lenskri út­gerð.
Stjórnvöld breyttu reglum eftir að vinur forsætisráðherra bað um það
Fréttir

Stjórn­völd breyttu regl­um eft­ir að vin­ur for­sæt­is­ráð­herra bað um það

Ragn­ar Kjart­ans­son mynd­list­ar­mað­ur seg­ir ekki mik­ið hafa þurft til þess að sann­færa ónefnda emb­ætt­is­menn um að hjálpa Mariu Alyok­hinu, með­lim Pus­sy Riot, að flýja Rúss­land í vor. Hvorki hann né Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra fást til að að svara því hvort stjórn­völd hafi breytt reglu­gerð um út­gáfu neyð­ar­vega­bréfa eft­ir að Ragn­ar, sem er yf­ir­lýst­ur stuðn­ings­mað­ur Katrín­ar, hafði sam­band við for­sæt­is­ráð­herra.
Fornar menntir í Úkraínu
Blogg

Stefán Snævarr

Forn­ar mennt­ir í Úkraínu

Ég tók mig til um dag­inn og fór að lesa ým­is forn­rit sem ætt­uð eru frá því sem í dag kall­ast „Úkraína“. Fyrst las ég stutt kver úkraínskra þjóð­vísna og -sagna með at­huga­semd­um norska skálds­ins Erl­ing Kittel­sen. Hann rembd­ist við að tengja goð­sagna­heim Aust­ursla­fa við fornn­or­ræn­ar goð­sög­ur og tókst mis­vel. Fyrsta krón­ík­an Þá vatt ég mér í lest­ur Fyrstu krón­ík­unn­ar...
„Maður er líka alltaf að gera grín að sjálfum sér“ - Helga Braga Jónsdóttir
Karlmennskan#108

„Mað­ur er líka alltaf að gera grín að sjálf­um sér“ - Helga Braga Jóns­dótt­ir

Helga Braga Jóns­dótt­ir er lei­kona og grín­isti, leið­sögu­mað­ur, flug­freyja, maga­dans­frum­kvöð­ull og kvenuppist­ands­frum­kvöð­ull. Helga Braga hef­ur skap­að ódauð­lega karakt­era og skrif­að og leik­ið í ódauð­leg­um sen­um t.d. með Fóst­bræðr­um. Auk þess hef­ur Helga auð­vit­að leik­ið í fjöl­morg­um þátt­um, bíó­mynd­um, ára­móta­s­kaup­um og fleiru. Við spjöll­um um grín­ið, hvernig og hvort það hef­ur breyst, kryfj­um nokkr­ar sen­ur úr Fóst­bræðr­um og för­um inn á per­sónu­legri svið þeg­ar tal­ið berst að bylt­ing­um und­an­far­inna ára og mán­aða. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Anamma og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
Vendipunkts að vænta í kjaraviðræðunum í fyrramálið
Fréttir

Vendipunkts að vænta í kjara­við­ræð­un­um í fyrra­mál­ið

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins fund­aði í kvöld um stöð­una í kjara­við­ræð­um. Formað­ur VR seg­ir að það ráð­ist fljótt í fyrra­mál­ið hvort at­vinnu­rek­end­ur sætt­ist á þá hug­mynda­fræði sem verka­lýðs­fé­lög­in vilji leggja upp með í við­ræð­un­um.
Eldhringurinn minnir á sig á Jövu
Fréttir

Eld­hring­ur­inn minn­ir á sig á Jövu

Um 2.000 íbú­ar Aust­ur-Java hér­aðs­ins í Indó­nes­íu voru til­neydd­ir til þess að rýma hús­næði sitt og leita skjóls í op­in­ber­um bygg­ing­um eft­ir að eld­fjall­ið Mount Semeru gaus að­faranótt sunnu­dags. Mount Semeru er um 640 kíló­metr­um suð­aust­ur af höf­uð­borg­inni Jakarta á eyj­unni Java, sem jafn­framt er fjöl­menn­asta eyja Indó­nes­íu.
Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
ViðtalHamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Er ríkasti maður Noregs 2022 og stærsti eigandi laxeldis á Íslandi
Fréttir

Er rík­asti mað­ur Nor­egs 2022 og stærsti eig­andi lax­eld­is á Ís­landi

Lax­eldiserf­ing­inn Gustav Magn­ar Witzøe, eig­andi Salm­ar, á rúm­lega 380 millj­arða ís­lenskra króna. Hann er efst­ur á lista yf­ir skatt­greið­end­ur í Nor­egi. Salm­ar er stærsti hags­muna­að­il­inn í lax­eldi á Ís­landi sem stærsti eig­andi Arn­ar­lax á Bíldu­dal.
Fullyrða að enginn frá Samherja hafi verið borinn sökum í Namibíu
Fréttir

Full­yrða að eng­inn frá Sam­herja hafi ver­ið bor­inn sök­um í Namib­íu

Full­yrt er í árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing að eng­inn starfs­mað­ur tengd­ur fé­lag­inu hafi ver­ið bor­inn sök­um í rann­sókn­um namib­ískra yf­ir­valda á mútu­greiðsl­um þar í landi. Raun­in er að sak­sókn­ari hafi ít­rek­að yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um að vilja ákæra þrjá starfs­menn í sam­stæð­unni, sem fyr­ir­svars­menn namib­ískra dótt­ur­fé­laga út­gerð­ar­inn­ar og leit­að að­stoð­ar við að fá þá fram­selda.