Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson er tungumálakennari og þýðandi.
Að leita ástar í Kópavogi: Um nóvelluna Kópavogskróniku

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Að leita ástar í Kópavogi: Um nóvelluna Kópavogskróniku

Til stóð að skrif þessi birtust á menningarvefnum Starafugli. Þar sem sá vefur er óvirkur birtast þau hér.   Um nóvelluna Kópavogskróniku: Til dóttur minnar með ást og steiktum eftir Kamillu Einarsdóttur (1979).Veröld gefur út. 2018. 126 blaðsíður.   Hún hitti hann á pöbb eitt kvöld / á Country pub í Reykjavík / Hún starði á hann mjög ákveðin /...

Guð býr í góðærinu, gorgeirnum og gortinu, þú mellu- og tíkarsonur

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Guð býr í góðærinu, gorgeirnum og gortinu, þú mellu- og tíkarsonur

Til gamans endurbirti ég hér texta sem birtist á því herrans ári 2018 á menningarvefnum Starafugli.   Rapptónlist ku vera vinsælasta tónlistarformið á Íslandi þessa dagana. Tónlistarstefnan sú  sem á upphaf sitt á meðal blökkumanna á austurströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið í New York-borg hefir farið eins og eldur í sinu á Fróni síðustu ár. Hér verður þó saga rappsins...

Vinsamlegast talaðu íslensku, takk

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Vinsamlegast talaðu íslensku, takk

  Ísland er fjölmenningarsamfélag. Á Vestfjörðum er til að mynda um 15% fólksfjöldans af erlendu bergi brotinn. Það er staðreynd hvort sem manni líkar betur eða verr og líkast til kemur Ísland til með að vera fjölmenningarsamfélag í framtíðinni líka. Allavega er ólíklegt að Frón hverfi aftur til þess tíma þegar menningin var fremur einsleit og íslenskan sem töluð var...

Áfram Hatari, Hatrið mun sigra!

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Áfram Hatari, Hatrið mun sigra!

Í kveld verður ákveðið hver verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Ísrael í vor. Keppnin atarna mun eiga sér stað þar sem áður stóðu palestínsku þorpin al-Shaykh Muwannis og Jarisha er hernumin voru 1948, árið sem Ísraelsríki var stofnað.  Alkunna er að mannvíg eiga sér stað í Ísraelsríki/Palestínu, alkunna er að oftar en ekki bitna átökin á þeim...

Hatrið mun sigra

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Hatrið mun sigra

Mig langar til að nota aðstöðu mína hér til þess að vekja athygli á þessari grein. Svo má auðvitað einnig vekja athygli á Starafugli sem heldur út ágætri menningarumfjöllun.  

Slagsmálatíkur

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Slagsmálatíkur

Auðvitað  er alltaf viðeigandi að skrifa baráttuóð og leitast við að benda á hvar pottur sé brotinn í samfélagi voru. Einnig mætti vel hnoða saman textadeig sem hvetur verkalýðinn og aðra launþega til dáða í baráttu sinni fyrir bætum lífskjörum. En sennilega hefi ég það bara of gott til að láta mig það þema einhverju varða og máski er ég...

Guð blessi búsið

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Guð blessi búsið

Undanfarið hefir borið á því að búsinu bölvað sé. Að sjálfsögðu hefir áfenginu í gegnum tíðna verið fundinn fjöldinn allur til foráttu. Af mörgum er það og talið búa til böl í brjóstum. Einnig hafa fjölmiðlar dregið fólk í sviðsljósið sem lofsamar áfengislausan lífsstíl og tíundar kosti þess að hafa sagt skilið við goggolíuna eða básúnar kosti þess að hafa...

Ekki við lengur?

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Ekki við lengur?

Við erum augljóslega ekki með sjálfum okkur lengur ef marka má háðuglega útreið íslenska knattspyrnuliðsins í undanförnum tveim leikjum og því algerlega nauðsynlegt að taka upp þriðju persónu þegar kemur að því að fjalla um „okkur“. Við verðum því að senda boltann yfir til ykkar landsliðsmanna. Þannig er það nú bara. Þið eruð núna bara þeir.

Talaðu helvítis íslensku III

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Talaðu helvítis íslensku III

Eru sum ykkar orðin leið á því að fólk (ferðamenn einkum, en einnig útlendingar sem búa á Fróni) skuli ávarpa ykkur á ensku og ganga út frá því að þið talið málið, séuð boðin og búin til að spjalla um daginn og veginn, tilbúin til gefa ábendingar um hvað sé vert að skoða (eins og þið séuð útsendarar einhverrar assvítans...

Döner Kebab í Berlín

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Döner Kebab í Berlín

a) Á dönerbúllu Við erum stödd í ónefndri dönerbúllu í ónefndu hverfi borgarinnar. Af þeirri lýsingu að dæma gætum við verið hvar sem er. Við sitjum við borð með bjór í hönd og fylgjumst með því hvernig ósköp venjulegur og óeftirminnilegur maður nálgast afgreiðsluborðið og ávarpar dönersölumanninn. Hann er dökkur á hörund með dökkbrún augu, hrafnsvart hár, og með jafnsvart...

Víkingarnir

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Víkingarnir

Nú er vitað, alvitað og á allra vitorði að stærsta menningarlega arfleifð þeirra sem svo lukkulegir voru að líta dagsins ljós á landi fjarða, víka og ísa eru ekki Íslendingasögurnar eða miðaldasögurnar sem festar voru á kálfskinn heldur hvernig úr henni var og er unnið, bæði af Frónlendingum sjálfum en ekki síður heimsbyggðinni. Samkvæmt úrvinnslunni eru Frónbúar víkingar, annáluð baráttuglöð...

Hold er mold

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Hold er mold

Er það ekki huggun harmi gegn að þú veist að öll fyrirmenni þessa heims, þeir sem hafa ráðskast með þig, neytt þig til að borga skatt, neytt þig beint og óbeint til að veita allslags óþjóðalýð liðsinni, beint og óbeint sýnt þér fram á að líf þitt sé vart ómaksins vert, reynt að þröngva upp á þig frábrugðnum hugmyndum, menningarlega...

Talaðu helvítis íslensku II

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Talaðu helvítis íslensku II

Kann að vera að uppgjafar gæti hjá þér hvað íslenska tungu áhrærir? Að þú hugsir sem svo að svona sé bara fyrir henni komið og ekkert sem ég, ef mig skyldi kalla, geti gert til að koma í veg fyrir að hún deyji drottni sínum. Hugarfarið gæti líka verið: Mér er alveg sama um þetta asnalega mál, eða ... verði...

Talaðu helvítis íslensku!

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Talaðu helvítis íslensku!

Eigi hefi ég farið varhluta af því að helvíti mikið er af útlendingum á Íslandi um þessar mundir. Oft og tíðum vill meira að segja brenna við að ég sé ávarpaður á ensku eins og ég sér einhver sérlegur fulltrúi fyrir ferðabransann. Undir slíkum kringumstæðum segi ég allajafna að ég tali ekki ensku. Það segi ég auðvitað á íslensku enda...

Search & destroy

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Search & destroy

Vinkona mín Katrín Árnadóttir skrifaði umhugsunarverðan texta á facebook-síðu sinni og fékk ég góðfúslegt leyfi til að birta hann hér í heild sinni. Auðvitað talar textinn fyrir sig. Engu að síður vil ég tíunda af hverju ég fór þess á leit að fá að birta hann hér. Í fyrsta lagi er hann vel skrifaður og kjarnyrtur. Í annan stað gengur...

Ég Daniel Blake

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Ég Daniel Blake

Í gær bar ég kvikmynd Ken Loach, Ég Daniel Blake, augum og ég má til með að mæla með þeirri mynd. Það er langt síðan ég hefi sé áhrifaríkari kvikmynd; kvikmynd sem vekur upp í manni reiði, sorg, gleði og vonleysi. Þetta er algerlega mögnuð kvikmynd og á sannlega erindi við allar þær persónur sem er tamt að líta á...