Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Kláði hvunndagsins

Áfram er haldið við að henda hér inn efni sem hefði átt að enda á www.starafugl.is. Vel kann að vera að villur leynist þarna.

Um smásagnasafnið Kláða eftir Fríðu Ísberg (1992). Partus gefur út. 2018. Kiljuútgáfa kom út 2019. Verkið telur 197 síður. 

Það var og er löngum vitað að tíminn líður hratt á gervihnattaröld. Samfélög breytast stöðugt og hugarfar fólks með. Oft og tíðum gerast breytingarnar svo hratt að maður tekur vart eftir þeim, og vart að maður leiði hugann að þeim nema þá til að kvarta og básúna hvernig allt hafi verið öðruvísi í eina tíð, tíð sem var auðvitað alvöru, meira alvöru en sú gervitíð sem nú tröllríður öllu. 

Áður en maður veit af er kærasta sonar manns, sem býr inn á manni, farin að tala opinskátt um kynlíf hennar og sonarins eftir að ljósakrónan hefir sveiflast undan atlotum þeirra. Leitast hún jafnframt við að leiða mann í allan sannleikann um mikilvægi þess að ræða opinskátt um slík mál auk þess vill sonurinn meina að foreldranna sé sök á „því hvernig hann kom fram við stelpur í kynlífi áður en hann kynntist henni, en hann hafi [nú] snúið frá villu síns vegar og hringt í fyrrum elskhuga, beðist afsökunar á því ef hann kom einhvern tímann illa fram, bara til öryggis.“  (bls. 12 „Ljósakrónan“). 

Maður skilur ekkert í þessu enda: „þegar við vorum á þeirra aldri þá var ekki svona mikil þörf fyrir tjáningu; það var hvorki hefð né krafa um það að foreldrar segðu börnum sínum í sífellu að þau elskuðu þau – það sagði sig sjálft, það var sjálfsagt!“  (bls. 13 „Ljósakrónan) Og svo fær maður að vita ”skamm, þetta er rasismi, skamm, þetta er karlremba, skamm, „gerið þið ykkur ekki grein fyrir eigin forréttindum?“ (bls. 13 „Ljósakrónan“)

Í eina tíð var fólk síður að hlaupa á eftir tískustraumum og þurfti síður að vera nýjabrum á hlutunum, fólk var aukinheldur ekki að kasta af sér vatni fyrir framan hvort annað í tíma og ótíma á baðherberginu. Fólk kunni sig þá.

Hún rakar engin líkamshár, sem er í tísku. Líkamshárin hennar og þá aðallega skapahárin, handarkrikahárin og sportröndin eru öll þykkari og dekkri en hárin á höfðinu á henni, sem eru ljósskollituð, fíngerð og glansandi (bls. 24 „Að kúga eða kúgast“)

Þá var ekki sínkt og heilagt leitast við að kynjafna hlutina og þurfti ekki í sífellu að analísera allt, hvort sem það var kynlíf, lýsing kynlífs, kynferðisofbeldi eða dægurlagatextar. Setningar eins og: „Hvort á kona að krefjast valdsins í kjól eða jakkafötum? (bls 56, „Sumar konur“) eða „[é]g myndi bara segja að ég hafi hlammað mér á einhvern (bls. 57, „Sumar konur“) hefðu ekki litið dagsins ljós.

Getið þið séð fyrir ykkur að amma ykkar segðist hafa fengið í´ana eða hlammað sér að einhvern besefann? Eins var ótækt að konur hefðu kynhvöt, gætu hugsanlega haft eitthvert gaman af ástaratlotum, hvað þá að þær hefðu hug að að horfa á klám. Og konur sem stóðu mann sinn að því að horfa á slíkt gætu hafa tekið sér þessi orð í munn: „Ég hafði engan áhuga á faðmlagi frá honum. Hann var orðinn að typpi sem klámstjarna saug.“ (bls. 81, „Dúkkan“)

Hún byrjaði að sjúga liminn, hélt blíðlega um hann, stundi, sleikti, gervineglurnar alltof langar, augun alltof mikið máluð. Og þau litu ekki af mér. Ég reyndi að sjá í gegnum þau, greina einhver merki, vott af nauð eða sársauka, hvort hún væri uppdópuð eða tilneydd, en ég sá bara spékoppa og litlar stinnar geirvörtur (bls. 78, „Dúkkan)

Nú leyfist konum að æsast við slíkan ósóma og jafnvel gæla við sig með það augnamið að fá fullnægingu.

Guði sé lof bráir uppreisnarandi æskunnar af mörgum og fólk sem áður vildi lifa á skjön við samfélagið, fólk sem sá firringu í öllu og hélt tenginguna við sannleikann týnda og tröllum gefna,  (bls. 101, „Einmitt“) fjarlægist slíka uppreisn með árunum og verður hluti af heilbrigðu kerfi. Enginn með viti hugsar á þessum nótum þegar aldurinn færist yfir:

hvernig einstaklingshyggjan væri að drepa okkur, kynslóðin okkar hefði verið alin upp í svo mikilli frjálshyggju, kapítalisminn gæfi okkur falskar vonir sem við næðum aldrei að uppfylla – að allir gætu skarað fram úr og þess vegna ættu allir að skarað fram úr. Það væri of mikill pressa. (bls. 100, „Einmitt“)

Samtíminn, með sínum samfélagsmiðlum og stöðuga upplýsingaflæði, býður upp á stöðugt áreiti, markaðssetningu sjálfsins; hvernig maður reynir að „skálda“ (hvenær gerir maður það ekki?) sinn veruleika eða hvernig allir hafa tök á því að ota sínum veruleika, sinni tilveru eitthvað smá í sviðsljós miðlanna, útvarpa og sjónvarpa sínu lífi (líf í beinni). Opið er inn í líf fólks.

Kannski vegna þessa áreitis, vegna þessara stöðugu smáu breytinga er sálarlífið á tíðum í uppnámi. Fólk flest lifir og hrærist í þessum veruleika sem virðist fyrst og síðast snúast um að gefa sem besta mynd af sjálfri sér, vera kúl og fá læk á netinu. Sítengdu símtækin eru framlenging af fólkinu sem skilja það sjaldnast við sig, og vill fá boð á allt, vera elskað af öllum, ekki missa af neinu og finnst eins og það sé ekki til þegar engin eru viðbrögðin við póstum á alnetinu (bls. 112-114). Fólk þarf sí og æ að sannfæra sig um að það lifi áhugaverðu og innihaldsríku lífi.

Ég er fatahönnuður í Reykjavík,“ sagði hún. „Ég er falleg og klár og skemmtileg. Ég er fatahönnuður í Reykjavík. Ég er fatahönnuður í Reykjavík (bls. 114).

Hér er augljóslega tæpt á nokkrum umfjöllunarefna smásagnasafnsins.

Smásagnasafnið Kláði inniheldur 14 smásögur sem, svo að segja, allar veita innsýn í líf fólks á Íslandi. Eins og smásagna er siður er innsýnin afmörkuð, gripið er niður í afmarkaðan hluta lífs sögupersóna, einn atburð eða stutt tímabil. Umfjöllunarefnin eru mismunandi en sögurnar eiga það sammerkt að, líkt og titillinn bendir ef til vill til, vísa til einhvers konar ónota sem sögupersónur finna fyrir. Dregnar eru upp myndir af fólki sem eitthvað plagar, einhvers konar kláða sem vart er greinanlegur. Kláði þessi tekur á sig allslags form en mætti kannski best lýsa sem undirliggjandi óánægju, angurværð eða sorg.

Sögurnar 14 eru samtímasögur, endurspegla þann veruleika sem fólk glímir við núna, litlu vandamálin sem kunna að breytast í stór og kunna, til að mynda,  valda sambandsslitum. Tæpt er á samfélagsmiðlaveruleikanum sem hverfist um „læk“ á Facebook, um markaðssetningu sjálfsins, hvernig fólk opnar æ meir og meir inn í líf sitt, lætur fylgjast með sér í von um viðurkenningu í formi ummæla á netinu og hvernig stöðugt áreiti miðlanna er hluti tilverunnar. Sögurnar spegla samfélagsbreytingar, hvernig málefni sem lágu í þagnargildi þokast æ meir í almenna umræðu. Á það við um kynlíf og samlíf fólks og allslags óþægilegar æskuminningar.

Sögurnar eru einkum um ungt fólk, fólk á þrítugsaldri. Engu að síður ættu eldri kynslóðir að geta speglað sig í þeim og máski orðið einhvers vísari um kynslóðamuninn, hvernig veruleiki unga fólksins kann að vera og hvernig það sjálft er. Þetta eru sögur allra kynslóða á öld internetsins og samfélagsmiðlanna.

Sammerkt eiga sögurnar einnig að vera hversdagssögur, sögur um litlu (stóru) atriðin í lífinu á öðrum áratug 21. aldarinnar, þær eiga sér stað í hringiðu lífsins og taka á atriðum sem fólk veitir ekki endilega eftirtekt. Ekki er gengið yfir Norðurpólinn, Everest ekki klifið, ekki er fjöldamorð framið á Siglufirði. Auðvaldinu er ekki sýndur fingurinn, ekki er tekið á háni, transfólki, dulkynjun eða kynseiginleika. Enginn er hér stórsjórinn, hvorki á hafi úti né á tilfinningasviðinu. Og þó. Kannski undir niðri.

Eftir þessu er verkið fremur látlaust og átakalítið. Rímar og stílinn við það. Oftast nær skorinorður. Allajafna. Stuttar setningar. Einfaldar. Splæst í punkta. Mikið. Tala má um jarðbundin og auðskiljanlegan stíl nema þá ef til vill í sögunni „Sjö“ sem er illskiljanleg og virkar fremur samhengislaus og greinamerkjareglur eru gróflega virtar að vettugi: 

Sumt sem hún sagði. Sem festist bara í nútíð. Eins og blettir á dúk. Þegar hún segir Lokiði munninum Annars fljúga flugurnar upp í ykkur Þær verpa eggjum í tennur. Fiskur í eldhúskróknum. Ruslagatið opnast innst við vaskinn. Stundum fjúka eggin samt Stundum upp í okkur Þess vegna verðum við að bursta segir hún og sýpur mjólk. (bls. 157, „Sjö“)

 

Að þessu skrifuðu er auðvitað einnig augljóst að umfjöllunarefnin vísa út fyrir sig og taka á samfélaginu í heild. Máski mætti spyrða sögurnar við örsöguna þar sem líf meðaljónsins er notað til að varpa ljósi á tilveruna. Eitt þeirra tengist einnig glæpamáli sem skók íslenskt samfélag ekki alls fyrir löngu. Sú saga er í annarri persónu og gefur innsýn inn í þanka konu á leiðinni heim af djamminu. Hún óttast mjög að ráðist verði á sig.

 Þú svarar að brotunum hafi ekki fjölgað heldur tilkynningunum. Konur leiti sér frekar hjálpar í dag í kjölfar árásar, út af aukinni umræðu. (bls. 39 „Heim“)

 Þú gerir þér grein fyrir að þú ert heppin að ekkert hafi komið fyrir. („Heim “Bls. 41)

Spyrja má sig, sérstaklega vilji svo til að maður hafi fæðst með meira testósterón en estrógen hvor hér sé almennri reynslu kvenna lýst? Er þetta almenn reynsla vegna aukinnar umfjöllunar um ofbeldisverk eða hefir konum æ liðið svona? Undirritaður er augljóslega karlmaður.

Áfram mætti halda með að rekja innihald sagnanna en látum hér staðar numið. Látum tilvitnun í síðustu söguna nægja ásamt því að leggja ekki beint dóm á verkið. Lesandi ætti að geta gert slíkt upp við sig sjálfur. Undirrittuðum fannst þó verkið fremur leiðinlegt, kannski sakir þess hve flatt það er.

Tilvitnun þessi dregur nokk saman á hverju verkið tekur.

En svo er hitt, að hvað sem er getur orðið að kláða og í þínu tilfelli er það sorgin. Þú viðheldur henni með að fikta í henni. Það er skammtímalausn að klóra sér. Láttu kláðann í friði þangað til hann er hættur að angra þig. („Undanhlaup“, bls. 196)

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Björn Jón sem álits­gjafi

Ég hef mik­ið álit á álits­gjaf­an­um Birni Jóni Braga­syni. Hann er góð­ur penni, mál­efna­leg­ur og rök­fast­ur. Ekki síst er hann bend­ir á aga­leysi Ís­lend­inga, á virð­ing­ar­leysi fjölda  þeirra fyr­ir móð­ur­mál­inu og ágæti þess að kunna þýsku. Hon­um mæl­ist líka vel þeg­ar hann seg­ir að í Rus­hdie­mál­inu hafi alltof marg­ir álits­gjaf­ar þag­að af ótta við að telj­ast órétt­hugs­andi. Og þeg­ar...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Eystra­salts­rík­in: Mál­stað­ur þeirra er okk­ar

Fyr­ir skömmu komu for­set­ar þjóð­anna við Eystra­salt­ið; Lett­lands, Lit­há­ens og Eist­lands hing­að til lands til að fagna því að 30 (31) ár voru lið­in frá því að þau öðl­uð­ust frelsi og losn­uðu und­an járn­hæl Sov­ét­ríkj­anna (1922-1991). Ís­land tók upp stjórn­mála­sam­band við rík­in þrjú þann 26.ág­úst ár­ið 1991. Þá var yf­ir­stað­in mis­heppn­uð vald­aránstilraun gegn þá­ver­andi leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, Mikail Gor­bat­sjov, en hann lést 30.8 2022. Ís­land, með þá­ver­andi...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Raf­magn­að­ar kosn­ing­ar í Sví­þjóð 11.sept­em­ber?

Raf­magns­kosn­ing­arn­ar? Kannski verð­ur það nafn­ið sem þing­kosn­ing­arn­ar ár­ið 2022 í Sví­þjóð verða kall­að­ar í sögu­bók­um fram­tíð­ar­inn­ar, sem fara fram næsta sunnu­dag, 11. sept­em­ber. Það er að sjálf­sögðu vegna stríðs­ins í Úkraínu og þeirra hrika­legu hækk­ana á orku­verði sem nú tröll­ríða Evr­ópu. Marg­ir Sví­ar eru komn­ir að sárs­auka­mörk­um varð­andi raf­orku­verð og það mik­ið rætt í kosn­inga­bar­átt­unni. En það er fleira sem...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

ÞRjÚ MEG­IN­VERK HUNDRAÐ ÁRA: Tractatus, Ulysses og The Waste Land

Á þessu ári eru hundrað ár lið­in síð­an þrjár af áhrifa­mestu bók­um síð­ustu ára­tuga komu út. Fyrsta skal fræga telja skáld­sögu James Joyc­se Ulysses, þá ljóða­bálk T.S.Eliots The Waste Land og að lok­um heim­spekiskruddu Ludwigs Witt­genstein, Tractatus Logico-Phi­losophicus. Tractatus eða lógíska ljóð­ið Síð­ast­nefnda rit­ið kom strangt tek­ið út ári fyrr, þá á þýska frum­mál­inu Log­isch-phi­losophische Abhandl­ung. En fræg­ust varð hún...

Nýtt á Stundinni

Sjómaður í leit að föður sínum
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.
Afleiðingar kynferðisofbeldis og veikindi orsökuðu alvarlegt fæðingarþunglyndi
Reynsla

Af­leið­ing­ar kyn­ferð­isof­beld­is og veik­indi or­sök­uðu al­var­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi

Með­ganga Lís­bet­ar Dagg­ar Guðnýj­ar­dótt­ur ein­kennd­ist af gríð­ar­legri van­líð­an bæði and­lega og lík­am­lega. Af­leið­ing­ar þess­ar­ar miklu van­líð­an­ar urðu til þess, að mati Lís­bet­ar, að hún átti í mikl­um vand­ræð­um með að tengj­ast ný­fæddri dótt­ur sinni og glímdi í kjöl­far­ið við heift­ar­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Lísbet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta“
Eigin Konur#107

Lís­bet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eft­ir þetta“

Lís­bet varð ólétt 19 ára og eign­að­ist barn­ið fjór­um dög­um fyr­ir út­skrift en hún út­skrif­að­ist úr FSu. Hún varð fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi sumar­ið fyr­ir frama­halds­skóla og var með ger­and­an­um í skóla hálfa skóla­göng­una “Ég þurfti að setja fé­lags­líf­ið mitt á pásu af því að hann var þarna” seg­ir Lís­bet í þætt­in­um og seg­ir FSu ekki hafa tek­ið á mál­inu og hún hafi þurft að mæta ger­anda sín­um á göng­un­um. Lís­bet var greind með þung­lyndi, kvíða og áfall­a­streiturösk­un og í kjöl­far­ið varð hún ólétt 19 ára. „Ég grét alla daga útaf van­líð­an og ég náði ekki að tengj­ast stelp­unni minn […] Mér fannst hún eig­in­lega bara fyr­ir,“ Seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að henni hafi lið­ið eins og hún væri öm­ur­leg móð­ir. „Þeg­ar ég var bú­in að fæða að þá fékk ég ekki þessa til­finn­ingu að ég væri glöð að sjá barn­ið mitt, hún var lögð á bring­una á mér og ég hugs­aði bara: hvað nú?“
Eru Íslendingar Herúlar?
Flækjusagan#50

Eru Ís­lend­ing­ar Herúl­ar?

Ill­ugi Jök­uls­son var spurð­ur í Bón­us einu sinni, og síð­an á Face­book, hvenær hann ætl­aði að skrifa um Herúla­kenn­ing­una. Ekki seinna en núna!
Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum
Fréttir

Brim kaup­ir veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara af for­stjór­an­um

Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem er að uppi­stöðu í eigu Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra Brims, hef­ur selt Brimi veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara í 12,7 millj­arða króna við­skipt­um. Fé­lög­in, sem ekki eru tengd­ir að­il­ar sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­lög­um, hafa áð­ur átt í millj­arða við­skipt­um til að koma Brimi und­ir há­marks­þak veiði­heim­ilda.
Allt hefur merkingu, ekkert hefur þýðingu
MenningHús & Hillbilly

Allt hef­ur merk­ingu, ekk­ert hef­ur þýð­ingu

Á sýn­ingu sinni bein­ir mynd­list­ar­kon­an Jóna Hlíf at­hygl­inni að áferð orð­anna, þeim hluta tungu­máls­ins og mót­un­ar þess, sem fer fram á óræðu svæði milli skynj­un­ar og hugs­un­ar.
Björk útskýrir hvers vegna hún sakar Katrínu um óheiðarleika
Fréttir

Björk út­skýr­ir hvers vegna hún sak­ar Katrínu um óheið­ar­leika

Björk Guð­munds­dótt­ir lagði til við nátt­úru­vernd­arsinn­ann Grétu Thun­berg að ræða við Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra áð­ur en þær héldu blaða­manna­fund með áskor­un um að lýsa yf­ir neyð­ar­ástandi í um­hverf­is­mál­um. Orð Katrín­ar sann­færðu þær um að það væri óþarft, en Björk seg­ir hana hafa sýnt óheið­ar­leika.
Hvað eru hryðjuverk?
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Hvað eru hryðju­verk?

Aldrei áð­ur hef­ur lög­regla ráð­ist í að­gerð­ir vegna gruns um hryðju­verka­ógn á Ís­landi. Lífs­tíð­ar­fang­elsi get­ur leg­ið við hryðju­verk­um, sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um.
Grunur um tengsl við norræna hægri öfgahópa
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Grun­ur um tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa

Ís­lend­ing­arn­ir fjór­ir sem hand­tekn­ir voru í gær grun­að­ir um að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi eru tald­ir hafa tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa. Fjöldi hálf­sjálf­virkra skot­vopna voru gerð upp­tæk í að­gerð­um gær­dags­ins.