Þessi færsla er meira en ársgömul.

Guð skapaði ekki Manninn

Guð skapaði ekki Manninn

Goðsögur, arfsögur og sköpunarsögur geta haft áhrif um aldir á viðhorf kynslóða, jafnvel þótt vísindin hafi gert grein fyrir uppruna lífsins og mannkyns. Stundum eru margar sköpunarsögur á kreiki innan sömu menningar, sögur sem hafa hafa orðið undir eða viðteknar. Strax á fyrstu síðum Biblíunnar birtast tvær sköpunarsögur.

Genesis, eða fyrsta Mósebók, hefst á sköpunarsögu sem er sögð í örstuttum 35 versum og telur ekki nema 667 orð á ísensku. Ótal margar bækur, ritgerðir og greinar í mörgum fræðigreinum hafa verið skrifaðar af leiknum, lærðum og skáldum um þetta stutta upphaf sem tók sjö daga.

Ef til vill er þetta meðal þekktustu textabrota veraldarsögunnar, mikilvæg í trúarbragðafræði og spennandi fyrir heimspekinga, mannfræðinga, bókmenntafræðinga, ljóðskáld og rithöfunda, dæmi: Myrkur grúfði yfir djúpinu en andi Guðs sveif yfir vötnunum. Þá sagði Guð: Verði ljós.

Sköpunarsagan í þessum versum er nokkuð heilsteypt. Það er ósegjanlega áhugavert og gefandi að túlka hvert vers fyrir sig en það sem knýr lesturinn áfram er forvitni, aðdáun og undrun. Textinn bæði opinberar og felur, allt eftir því hversu opinn eða lokaður lesturinn (hugurinn) er.

Hannah Arendt heimspekingur og séní opnar augu og hug túlkenda sköpunarsögunnar með athugasemd í lok fyrirlestursins Heimspeki og stjórnmál (1954) sem lesa má í bókinni Af ást til heimsins (Háskólaútgáfan 2011). Hún skrifaði eða bendir á að guð í þessum texta hafi ekki skapað Manninn heldur „skóp þau karl og konu“. (119).

Þetta er hugvekjandi athugasemd sem gerir goðsögnina um meðhjálpina og rifbeinið í 2. kafla Genesis um Eden að allt annarri sögu í mótsögn við þá fyrri. Í sköpunarsögunni, sem hér er til umræðu, segir guð einfaldlega í fleirtölu: Vér viljum gera manninn eftir vorri mynd, líkan oss. (26). Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu. (27). Guð blessaði þau. (28). Þar með var sköpun þessarar lífveru lokið og þessi „hann“ var í raun „þau“ eða „við“.

Þessi fyrsti kafli sögunnar gefur til kynna að hugtakið Guð merki konu og karl alveg eins og hugtakið Maður átti að tákna konu og karl (þótt karlinn hafi síðar lagt hugtakið undir sig). Hér er það alls ekki karlguðinn sem skapar fyrst og fremst karlinn í sinni eigin mynd.

Ég held að allar þessar goðsagnir, táknsögur, dæmisögur o.s.frv. hafi mikil áhrif á menningu, viðhorf og jafnrétti. Það er því ómaksins vert að endurlesa og endurtúlka þær til að vekja umræðu í stað þess að vera alltaf með sömu tugguna. Þetta er bara eitt brot úr einni sögu og fellur undir stöðu kynjanna í gegnum aldirnar og vekur m.a. spurningar um kúgun kvenna og undirskipun.

Spyrja má hvers vegna var þessi sköpunarsaga ekki í hávegum höfð:

Guð skapaði manninn í sinni mynd: skapaði þau karl og konu? Þessi spurning vekur einnig aðrar spurningar um vald og valdakarla.

Ef lesendur eiga bráðlega leið til Berlínar þá er þar sýning um meistarann Hönnuh Arendt og tuttugustu öldina í Deutsches Historisches Museum til 18. október 2020. Hún var einn af helstu hugsuðum 20. aldarinnar.

P.S. Sigríður Þorgeirsdóttir hefur bent á að verk eftir Nínu Tryggvadóttur er að finna á sýningunni í Berlín, verk sem hékk í íbúð Hönnuh Arendt í New York. Nína og Al Copley maður hennar voru vinir Hönnuh og Heinrich Blücher. 

P.P.S. Ritstjóri bókarinnar Af ást til heimsins er Sigríður Þorgeirsdóttir. Þýðandi greinarinnar Heimspeki og stjórnmál er Egill Arnarson. Heimspekistofnun - Háskólaútgáfan gaf út 2011.

Tenglar

Hannah Arendt and the Twentieth Century is showing

Hér er hægt að hlusta og skoða sýninguna

Hér eru textar af sýningunni, myndir, myndbönd og upptökur - líka á ensku

Sköpunarsagan

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Lex­i­kon Put­in­or­um-Ór­ar Pútíns

Hér get­ur að líta Lexí­kon Put­in­or­um, al­fræði­orða­bók pútín­ism­ans en þar leika ór­ar (og ár­ar) Pútíns lyk­il­hlut­verk: Banda­rík­in: Vond ríki enda standa þau í vegi fyr­ir að Rússlandi nái sín­um ginn­helgu mark­mið­um, þar að segja ef Trump er ekki for­seti (sjá "Trump"). Einnig eru þau svo óforskömm­uð að vera Rússlandi langt­um fremri hvað tækni áhrær­ir. Það er svindl því Rúss­land á...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?