Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Fasismi í 100 ár

Fasismi í 100 ár

Í byrjun júní á þessu ári var landgöngu Bandamanna á ströndum Normandí í Frakklandi árið 1944 fagnað. Um var að ræða stærstu og mestu landgöngu stríðssögunnar. Ekki eru liðin nema 75 ár frá þessum atburði, sem er stutt í sögulegu samhengi. Þúsundir ungra manna óðu á land undir vélbyssuhríð Þjóðverja.

Hverju voru hinir ungu hermenn að ganga (og berjast) gegn? Jú, versta hugmyndafræðikerfi sem fundið hefur verið upp; Nasismanum, og foringja hans, Adolf Hitler. Ekki skal farið frekar út í nasisamann hér, en bent á að að hann er afsprengi annars álíka fyrirbæris, sem frekar skal fjallað um hér að neðan; Fasisma Ítalans Benitos Mussolinis.

En til að gera langa sögu stutta, þá tókst landganga Bandamanna giftusamlega, kostaði sitt, en á endanum unnu Bandamenn sigur á Þriðja ríki Hitlers, sem hrundi saman á vordögum í Berlín árið 1945. Rússar komu sem járnhnefi úr austri og á móti þeim komu Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn (meðal annars í gegnum Ítalíu).

Fasismi er megin umfjöllunarefni þessarar greinar, en fyrr á þessu ári var öld liðin frá því að þetta hugmyndafræðikerfi varð til á Ítalíu. Það má með nokkurri vissu segja að fasisminn hafi orðið til á vordögum 1919 á Ítalíu og þar var fyrsti fasistaflokkurinn stofnaður (Partito Nazionale Fascista).

Á að fagna afmæli fyrirbæra eins og fasisma? Er það eitthvað til að halda upp á að jafn hatursfull fyrirbæri eins og fasismi eigi afmæli? Og á að minnast manna eins og Benito Mussolini með einhverjum hætti? Eiga þeir skilið að vera hluti af sameiginlegu minni okkar?

Svarið er að mínu mati já, ég tel vera nauðsynlegt að halda til haga þeim grimmdaverkum sem voru framin í nafni fasismans (og síðar nasismans), vegna þess að þau eru þess eðlis að þau megi ekki gleymast. Um er að ræða milljónir, jafnvel, tugi milljóna mannslífa. Fer eftir því hvernig við reiknum.

SKIPULÖGÐ MINNISBÆLING

Hitt er hinsvegar reynt, þ.e.a s. að bæla óþægilegar minningar, líkt og Japanir hafa gert í sambandi við ýmis grimmdarverk sem fram voru af hinu fasíska keisaraveldi Japan á fyrri hluta síðustu aldar, t.d. fjöldamorðunum í Nanking , þáverandi höfuðborg Kína, frá miðjum desember 1937 og fram í janúar 1938. Þá myrtu japanskir hermenn um 300.000 íbúa borgarinnar; karla, konur, börn og gamalmenni á grimmasta mögulega hátt. Japönsk stjórnvöld á þessum tíma og út alla seinni heimsstyrjöld voru síst skárri en nasistar varðandi grimmilegt framferði og öfgahyggju ýmiskonar. Annað nýrra dæmi um skipulagða ,,minnisbælingu“ er meðferð kínverskra stjórnvalda á fjöldamorðunum árið 1989 á Torgi hins himneska friðar í Peking, þar sem óþekktur fjöldi var drepinn (tugir/hundruð/þúsundir?), en engin opinbert tala er til um þetta, og verður sennilega aldrei. Um var að ræða mótmæli stúdenta og almennra borgara, sem vildu aukið frelsi í landinu og berjast gegn spillingu í alræðisríkinu Kína.

HVAÐ ER FASISMI?

En hvað var fasismi og úr hvaða umhverfi spratt þetta fyrirbæri? Eftir fyrri heimsstyrjöld var Ítalía í sárum, rétt eins og margar aðrar þjóðir Evrópu. Ítalir komu inn í stríðið árið 1915 í lið Bandamanna (Bretar, Frakkar, og Rússar stærstir þar), og misstu allt að 600.000 hermenn. Saga Ítalíu, sem sameinaðist í eitt ríki aðeins um 40 árum fyrr (um 1870) í sambandi við fyrra stríð er mjög flókin og óreiðukennd og verður ekki farið nánar í hana hér.

En þegar uppgjörið vegna fyrri heimsstyrjaldar fór fram með Versalasamningum (28.júní 1919)  fannst þeim gengið fram hjá sér og olli það mikilli gremju meðal þeirra. Í þeim samningum var skuldinni vegna stríðsins skellt á Þjóðverja og þeir dæmdir til að greiða gríðarlegar stríðsskaðabætur.

Í umrótinu eftir fyrri heimsstyrjöld var ungur maður á Ítalíu að nafni Benito Mussolini, kennari/blaðamaður/útgefandi og sósíalisti (sem hann virðist hafa fengið í arf frá föður sínum). Deilur á milli sósíalista um afstöðuna til stríðsins leiddu á sínum tíma til þess að Mussolini var rekinn úr flokki þeirra. Hann var fyrst hlynntur hlutleysi Ítala, en gerðist síðar stuðningsmaður þátttöku þeirra í fyrri heimsstyrjöld, barðist þar sjálfur og særðist.

Hann hafði í kringum sig fylgismenn úr svokölluðum ,,Arditi-sérsveitum“ (kallaðir ,,Hinir hugrökku“). Í stríðinu höfðu þeir lent í hörðum átökum og þá reynslu sem þeir fengu þar, nýttu þeir sér til fullnustu að stríðinu loknu. Aðallega þó til þess að fremja ofbeldi. Mennirnir sem Mussolini treysti hvað mest á hafa verið kallaðir ,,aðalsmenn skotgrafanna“.

OFBELDISMAÐURINN MUSSOLINI

Frá unga aldri virðist sem Mussonlini hafi verið ofbeldismaður, hann hafði t.d. mikið dálæti á hnífum og var rekinn úr skóla vegna atviks þar sem hann beitti hníf. Hann er líka sagður hafa verið mikill kvennamaður og sængað hjá hundruðum kvenna. Og beitt sumar þeirra grófu ofbeldi, jafnvel nauðgað. Einnig lét hann loka fyrrum eiginkonu sína á geðveikrahæli, þar sem hún var síðan barin til bana. Nokkrum árum síðan lét hann svo myrða son þeirra, Benito Albino, sem þá var aðeins 26 ára gamall, með eitursprautu. Einnig lét hann drepa tengdason sinn á dögum seinni heimsstyrjaldar.

Ofbeldi fasista beindist mest gegn þeim hópum sem þeir töldu andstæðinga sína, en það voru aðallega sósíalistar og frjálslyndir. Eins og fyrr sagði var Mussolini rekinn úr flokki sósíalista og má þar ef til vill finna gremju hans í garð þeirra. Slavenskt fólk (Serbar/Króatar), samkynhneigðir, sem og gyðingar urðu einnig fyrir barðinu á fasistum, sem hreinlega dýrkuðu ofbeldi. Skefjalaust ofbeldi var verkfæri þeirra til að ná pólitískum markmiðum.

Í sem stystu máli má segja að fasismi sé kúgunarstefna. Fasismi miðar að því að allt samfélagið er sett undir einn sterkan leiðtoga, allar aðrar skoðanir en hans eru bannaðar, allt það sem við köllum almenn mannréttindi eru vanvirt og þau fótum troðin. Þessu er náð fram með ofbeldi og kúgun. Enda gengu fasistar um á Ítalíu og gerðu einmitt það; kúguðu og myrtu. Á árunum 1926-1943 voru þúsundir andstæðinga fasista fluttir í einangrun á ýmsum eyjum og í smábæjum á S-Ítalíu. Í allt er talið að fórnarlömb fasimans á tímum Mussolini sé um milljón manna (hermenn og almennir borgarar).

Fasismi (og síðar nasismi) er hugmyndafræði reiðinnar og illskunnar. Bæði Mussolini og Hitler voru reiðir og sárir menn sem fengur útrás fyrir reiði sína vegna slæmrar útreiðar Ítalíu og Þýskalands í fyrri heimsstyröld. Hitler var til dæmis æfur vegna Versalasamninganna og skilyrða þeirra. Fasistar voru meðal annars fúlir vegna þess að þeir fengu ekki þau svæði sem þeir vildu.

Fasistar afneita skynsemishyggju, þeir horfðu til fortíðar og til glæsitíma Rómaveldis, enda sást það t.d. á búningum og klæðnaði bæði fasista og nasista. Einkennistákn fasismans er eggvopn (fascio), en notkun þess má rekja allt aftur til daga hins gamla heimsveldis. Hernaðarhyggja er ríkjandi, þeir eru öfgaþjóðernissinnar og að þeirra mati eru herinn og þjóðaröryggi gríðarlega mikilvæg fyrirbæri í samfélaginu. Fasistar fundu sér sameiginlega óvini og stjórnuðu öllum fjölmiðlum, urðu brautryðjendur í stjórnmálum múgæsingar, heilaþvotti og áróðri, enda Mussolini talinn mjög góður ræðumaður og talinn hafa haft yfir að ráða miklum sannfæringarkrafti. Bæði hann og síðar Hitler, æfðu sig stíft í áróðurs og ræðutækni, m.a. hvernig líkamanum er beitt til að ná tilætluðum áhrifum.

Árið 1922 komust fasistar til valda á Ítalíu og gegnsýrðu allt ítalskt samfélag með boðskap sínum. Mussolini gerði svo bandlag við Hitler, Ítalir urðu hluti af Öxulveldunum ásamt Japan og tóku síðan fullan þátt í seinni heimsstyrjöldinni. En árið 1943 hrökklaðist Mussolini frá völdum, enda hrakfarir Ítala í stríðinu niðurlæging fyrir landið. Innrás hans í Grikkland árið 1940 var til dæmis algerlega misheppnuð og Hitler þurfti að bjarga félaga sínum fyrir horn. Mussolini ákvað hana einn síns liðs. Þrátt fyri hrakfarirnar sagðist hann vera gáfaðsti maðurinn sem heimurinn hefði augum litið.

Eftir að hafa misst völdin var Mussolini (Il Duce - ,,stjórinn“) handtekinn og settur í varðhald. Adolf Hitler fyrirskipaði hinsvegar persónulega að honum yrði bjargað og djörf sérsveitaraðgerð í september það ár náði því takmarki. Sett var upp lýðveldi fyrir kallinn á Norður-Ítalíu, sem stóð þar til Bandamenn náðu landinu a sitt vald. Í lok apríl 1945 lagði Mussolini á flótta, en var þá handtekinn af ,,partísönum“ (sósíalistum) í andspyrnunni. Svo fór að Mussolini og frilla hans, Clara Petacci, voru tekin af lífi. Líkum þeirra var síðan misþyrmt og hengd upp til sýnis. Menn sem skapa grimm örlög, hljóta oft grimm örlög sjálfir.

FASISMINN BREIÐIR ÚR SÉR

En fasisminn hafði breytt úr sér, fræjum illskunnar hafði verið sáð. Á Spáni komst fasistinn Franco til valda algerra valda eftir grimmilegt borgarastríð á árunum 1936-1939. Valdatíð hans stóð til 1974. Í Portúgal var á nánast sama tímabili það sem skilgreina mætti að minnsta kosti sem hálf-fasíska stjórn. Leiðtogi hennar var hagfræðingurinn Antonio Salazar, en hann náði völdum í valdráni hersins árið 1926. Hann var ákafur stuðningsmaður Francos og reiddi sig á herinn og öryggislögreglu til að halda völdum. Ritskoðun var grimmilega beitt. Þessi tvö Evrópulönd voru því undir alræðisstjórnum allt fram á miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, er þeim tókst að varpa okinu af sér.

HERFORINGJASTJÓRNIR Í S-AMERÍKU

Fjölmargar ríkisstjórnir í ýmsum löndum Mið og S-Ameríku mætti líka kalla hálf-fasískar og víst er að að þær eru í það minnsta harðstjórnir, mannréttindi hafa verið fótum troðin og hrikaleg grimmdarverk framin, þar sem þúsundir eða tugþúsundir misstu lífið. Frægustu dæmin eru ef til vill frá Chile (stjórn Augusto Pinochet) og Argentínu (allt frá Juan Peron um 1930), en einnig mætti nefna Brasilíu og Paragvæ. Í daglegu tali hafa þessar stjórnir verið kallaðar ,,herforingjastjórnir“ en þær eiga það flestar sameiginlegt að kúga almenna borgara og fremja mannréttindabrot. Í bæði Chile og Argentínu (,,Skítuga stríðið“ frá 1974-1983) er talið að þúsundir manna (mest vinstrisinnar) hafi horfið og hlotið dauða. Í síðara landinu léku t.d. dauðasveitir lausum hala og á það við um fleiri lönd í Mið og S-Ameríku. Fjölmargar af þessum stjórnum nutu stuðnings Bandaríkjamanna, meðal annars í Guatemala og El Salvador.

Hið svokallaða ,,fimmta lýðveldi“ Brasilíu (stærsta land S-Ameríku) var herforingjastjórn á árunum 1964-1985. Nú er þar aftur kominn til valda maður, Jair Messías(!)Bolsonaro, sem sjálfur er fyrrum herforingi og hefur ekki leynt sínum fasísku tilburðum. Gengur þar fasisminn í endurnýjun í lífdaga?

SALVINI OG VAGGA FASISMANS

En hvað með Ítalíu sjálfa? Vöggu fasimans? Stjórnmál Ítalíu eftir seinna stríð voru skrautleg og lengi vel var það þannig að nánast var skipt um ríkisstjórn með árs millibili. Það breyttist þegar Silvio Berlusconi komst til valda vorið 1994 og honum tókst að vera í embætti í næstum áratug. Hann var sjálfur sakaður um ,,alræðistilburði“ og þótti vera lýðskrumari (,,populist“) í sinni nálgun á stjórnmál.

Í núverandi stjórn Ítalíu er það hinsvegar innanríkisráðherra landsins, Matteo Salvini, sem hefur verið í kastljósinu. Í nýlegu viðtali við Time lét hann í ljós andúð sína á sósíalistum og þá hefur hann í ræðum vísað til hluta í ítalskri sögu frá byrjun síðustu aldar og á því að minnsta kosti tvennt sameiginlegt með Mussolini; fortíðarþrá og sterka andúð á sósíalistum. Salvini hefur það á stefnuskrá sinni að sundra ESB, en hann hefur setið á Evrópuþinginu frá 2004.

Innflytjendur eru eitur í hans beinum (sameiginlegur óvinur) og vill hann með öllum ráðum hindra að þeir komi til Ítalíu. Hann talar hinsvegar ekki um það að innflytjendur frá Ítalíu streymdu á sínum tíma til Bandaríkjanna, í leit að betra lífi, rétt eins og þeir flóttamenn sem (flestir) eru að flýja stríð og hörmungar og vilja ú öðlast betra líf í Evrópu. Salvini hefur verið flokkaður sem það sem kallað er ,,sterkur leiðtogi“ (,,strongman“ á ensku).

VILL SEKTA GÓÐGERÐARSAMTÖK

Fyrir skömmu var gefin út sérstök ,,öryggistilskipun“ frá Salvini, þar sem samtök sem vilja bjarga flóttamönnum á Miðjarðarhafinu, geta hlotið sekt allt að 50.000 evrur (7 milljónir) geri þau það án leyfis ítalskra stjórnvalda. Árið 2017 tóku Ítalir á móti um 170.000 flóttamönnum, en til samanburðar tók Þýskaland á móti um einni milljón flóttamanna árið 2016. Ítalir eru um 60 milljónir en íbúar Þýskalands eru um 82 milljónir. Af þessu sést að ítalskt samfélag er alls ekki að fara á hliðina vegna flóttamanna. Salvini segir hinsvegar að þeir fremji fjölda glæpa og hefur hann kallað innflytjendur ,,latan glæpalýð.“ Hinsvegar hefur glæpum fækkað verulega á Ítalíu frá 2007 og ekkert sem bendir til þess að innflytjendur séu ,,glæpalýður“ – eins og áhugaverð grein frá London School of Economics frá árinu 2018 bendir á. Þessar fullyrðingar virðast því vera út í loftið og fyrst og fremst settar fram í pólitískum tilgangi.

ÖFGAFLOKKAR VILJA MYNDA BANDALAG

Eftir kosningarnar til Evrópuþingsins fyrr á þessu ári (þar sem sumum hægri og þjóðernis-öfgaflokkum gekk vel, ekki þó öllum) hafa Salvini og Marine Le Pen frá Frakklandi reynt að stofna bandalag flokka sem eru andsnúnir ESB. Væntanlega er markmið þeirra að reyna að leysa sambandið upp. En gallinn við þetta er að öfgarnar hjá þessum hópum eru oft það miklar og áherslur svo ólíkar að þeim tekst í raun ekki að vinna saman. Til dæmis hefur Salvini verið að daðra við Rússa (Pútín) að ýmsu leyti, en það þola pólskir þjóðernissinnar alls ekki, þar sem hjá þeim er um landlægt hatur á Rússum að ræða. Meðal annars er talið að Rússar hafi boðið flokki Salvinis fjárstuðning fyrir Evrópukosningarnar. Þá er einnig áhugaverð frétt Washington Post um stuðning frá tékknesk/rússneskum banka til Le Pen árið 2014. Allir sem fylgjast með stjórnmálum vita að Vladimír Pútín er ekki mikill lýðræðissinni, og það sem við getum kallað ,,rússneskt lýðræði“ er það sem kalla mætti ,,gervilýðræði“, þar sem Pútín stjórnar nánast öllu í rússnesku stjórnkerfi og samfélagi, þar á meðal fjölmiðlum.

Fasisminn á rætur að rekja til þjóðfélagsólgu sem skapaðist eftir mesta stríð sem mannkynið hafði séð fram að því, með ógnvænlegu manntjóni. Fasismi er mannfjandsamleg stefna og hugmyndafræði. Hún er líka ,,kyn-fjandsamleg“ þar sem hún var borin uppi af ofbeldisfullum karlmönnum og einstaklingum sem dýrkuðu ofbeldi.

Efnahagskreppan 2008 og borgarastríð í Sýrlandi frá 2011 (vitum ekki hvenær því lýkur) eru hinsvegar það eldsneyti sem hefur kynt undir ýmsum öfgaöflum í Evrópu á síðstu árum (þó mörg þeirra eigi sér lengri sögu). Sú óreiða og sundrung sem fylgdi kreppunni og nýr sameiginlegur óvinur (flóttamenn) er besta mögulega eldsneytið fyrir öfga og menn með einfaldar lausnir. Gott dæmi eru aðgerðir Viktors Orbans í Ungverjalandi á undanförnum árum, en þar eru einnig tveir öflugir öfgaflokkar, Jobbik og Fidez, sem hegða sér nánast eins fasistar. Mikið af þeirri pólitísku gremju sem brotist hefur út í landinu á undanförnum árum (meðal annars með lokun landamæra) á sér einnig rætur í fyrri heimsstyrjöld, en tvíríkið Austurríki-Ungverjaland, var einn helsti gerandi þess hildarleiks og leystist upp í stríðslok.

Sú frjálsa Evrópa sem við höfum hinsvegar vanist eftir seinna stríð byggir á gildum sem eru frjálslynd, mannvæn og hún hefur sett mannréttindi og lýðræði á oddinn. ESB var stofnað á sínum tíma til þess að slíðra þau sverð sem höfðu hoggið álfuna í spað á árunum 1939-1945, mest þau sem Frakkar og Þjóðverjar höfðu notað hvor gegn öðrum í gegnum tíðina.

Viljum við hverfa aftur til óvissu um þetta? Viljum við tefla þessu í tvísýnu? Held ekki. Þessvegna verður að berjast af öllu afli gegn öllum tilhneigingum í átt til fasisma, öfga og alræðishyggju. Það er hlutverk einstaklinga og stjórnmálaafla sem aðhyllast frelsi, almenn mannréttindi, lýðræði og frjálslyndi. Auðveldlega er hægt að kippa lýðræðinu úr sambandi, rétt eins og Adolf Hitler gerði eftir valdatöku sína í Þýskalandi árið 1933. Sagan getur endurtekið sig og því er nauðsynlegt að vera á varðbergi.

Greinin birtist fyrst á vef Kjarnans, en hér er ágæt heimildarmynd um BM.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
1

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Vináttan í Samherjamálinu
2

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
3

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja
4

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Siðlaust stjórnarfar
5

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu
6

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Mest deilt

Siðlaust stjórnarfar
1

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja
2

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
3

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
4

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika
5

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Vináttan í Samherjamálinu
6

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Mest deilt

Siðlaust stjórnarfar
1

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja
2

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
3

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
4

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika
5

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Vináttan í Samherjamálinu
6

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Mest lesið í vikunni

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
1

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
2

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“
3

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur
4

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
5

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?
6

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Mest lesið í vikunni

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
1

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
2

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“
3

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur
4

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
5

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?
6

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Nýtt á Stundinni

Töldust ekki launþegar og fengu ekki fæðingarorlof

Töldust ekki launþegar og fengu ekki fæðingarorlof

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Teymi þjóðkirkjunnar ekki hafið störf

Teymi þjóðkirkjunnar ekki hafið störf

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Siðlaust stjórnarfar

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Stuðningsfólk Vinstri grænna ósammála þeim sem styðja Sjálfstæðisflokk og Framsókn

Stuðningsfólk Vinstri grænna ósammála þeim sem styðja Sjálfstæðisflokk og Framsókn

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Utan­ríkis­ráðu­neytið veit ekki hver kostnaður þess við öryggis­gæslu er

Utan­ríkis­ráðu­neytið veit ekki hver kostnaður þess við öryggis­gæslu er

Valdið til fólksins—Annars breytist ekkert

Andri Sigurðsson

Valdið til fólksins—Annars breytist ekkert