Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Nýir tímar á Norðurslóðum?

Nýir tímar á Norðurslóðum?

Það hefur í raun mjög lítið verið fjallað um þetta, umræðan um 3ja orkupakkann er held ég ,,sökudólgurinn“, en á næstu misserum fara fram í raun mjög umfangsmiklar framkvæmdir á vegum bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. Fyrir allt að 10 milljarða króna. Um er að ræða fyrstu alvöru framkvæmdirnar frá því að fór herinn fór héðan árið 2006. Þá ætlar NATO að framkvæma fyrir um 4,5 miljarða á næstunni. Ísland greiðir eitthvað lítið brot af þessu og fær hér því í raun ,,allt fyrir ekkert.“

Þetta gerist á vaktinni hjá VG, sem hefur haft það á stefnuskrá sinni að Ísland gangi úr NATO, en nú er formaður þess flokks forsætisráðherra. Í stefnuskrá VG segir orðrétt: „Ísland segi sig úr NATO og biðjist afsökunar á þátttöku sinni í hernaðaraðgerðum á þeirra vegum.“ Lítið heyrist hinsvegar innan úr VG um þetta mál, sem hlýtur að valda ólgu í grasrót flokksins. Hlýtur það að teljast nokkuð sérkennilegt. Einnig er ekkert að finna um NATO í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og reyndar allur kaflinn um utanríkismálin mjög almennt orðaður.

Farþegaþotu breytt í kafbátaleitarvél

Framkvæmdirnarar sem á að ráðast í eru í raun mjög umfangsmiklar og miða meðal annars  að því að gera aðstöðu fyrir nýjustu gerð kafbátaleitarflugvéla, sem heitir P8-Poseidon, sem tekin var í notkun árið 2009.

Um er að ræða breytta útgáfu af Boeing 737 farþegaþotu, en þessi vél leysti af hólmi skrúfuþotuna Lockheed Orion, sem lengi hafði þjónað hlutverki kafbátaleitarvélar.

Nýja P8-Poseidon er um tvöfalt stærri heldur en Orion-vélin og getur borið vopn gegn kafbátum (tundurskeyti). Hún er því ekki bara kafbátaleitarflugvél.

Það er varla hægt að líta á þessar fyrirhuguðu framkvæmdir sem annað en viðbrögð bandarískra stjórnvalda við aukinni umferð og ,,virkni“ Rússa á Norðurslóðum á undanförnum árum. Eru þær í takti við aukin viðbrögð (og áhyggjur) bæði Noregs og Svíþjóðar við auknum umsvifum Rússa á N-Atlantshafi og í Eystrasaltinu. Þá hafa Bretar einnig fundið fyrir miklum breytingum í þessum efnum.

Svíar opnuðu aftur á Gotlandi

Til að mynda hafa Svíar aftur opnað herflugvöll á Gotlandi í Eystrasaltinu og Norðmenn hafa einnig nýlega tekið bandarískar F35 orrustuþotur í notkun, sem eru þær fullkomnustu í heimi. Þess má geta að leið fjölmargra kafbáta frá Rússlandi liggur frá Múrmansk á Kolaskaga og fram hjá Noregi og þaðan í suður, út á Atlantshaf, að Íslandi. Svæðið norður af Íslandi og við strendur Noregs er því eitt aðal ,,kafbátasvæði“ heimsins, ef þannig mætti að orðið komast.

Pútín hefur byggt upp herinn

Þessi aukna virkni Rússa hefur verið í gangi í nokkur ár hefur það í raun verið markmið Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, að efla og nútímavæða rússneska herinn (allar deildir hans). Hvati að því voru meðal annars brestir sem komu ljós í stuttu stríði við Georgíu sumarið 2008.

Pútín hefur verið við völd og nánast einsráður í landinu í um 20 ár um þessar mundir og samkvæmt skipun hans var Krímskagi (sem tilheyrði Úkraínu) innlimaður í Rússland árið 2014. Álíka ,,taktík“ beitti Adolf Hitler seint á þriðja áratug síðustu aldar, þegar hann innlimaði Austurríki og svæði í Tékkóslóvakíu inn í sitt þýska ríki. Rússland á í stríði við Úkraínu á landamærum ríkjanna, meðal annars vegna innlimunar Krímskagans.

Árið 2016 eyddu Rússar um 4,5% af landsframleiðslu til hernaðarmála (þá um 60 milljarðar dollara) en það er það mesta síðan Pútín tók við árið 2000. Rússland er þó langt í frá það ríki sem eyðir mestu til hernaðarmála, þar tróna Bandaríkin á toppnum og eyða margfalt meira en næstu ríki. Árið 2015 eyddu Bandaríkin um 600 milljörðum dollara til hernaðarmála, árið 2018 var talan komin í um 650 milljarða dollara. Næstir á eftir þeim eru Kínverjar með um 250 milljarða dollara til hermála (heimild: SIPRI, Stokkhólmi)

Meiri viðvera á næstunni?

En hvað ætlast menn fyrir hér á landi? Um það er í raun lítil sem engin umræða. Verður meiri viðvera af erlendum her (og hertólum) hér á landi á næstu árum? Verður meiri loftrýmisgæsla? Verður hér t.d. stöðugt kafbátaeftirlit þegar framkvæmdum er lokið? Varla ætla menn að fara að byggja upp aðstöðu og svo nota hana ekkert. Eru að verða umskipti í varnarmálum Íslands – er að hefjast nýr kafli? Og ætlar VG að kyngja þessu öllu saman? Eða er þetta með andstöðuna við NATO bara meira til skrauts?

Í byrjun september kemur varaforseti Bandríkjanna í heimsókn til Íslands, en hann mun einnig heimsækja Írland og Bretland í sömu ferð. Í tilkynningu á vef Hvíta hússins segir að hér muni hann einmitt ræða þau mál sem þessi grein fjallar um, þ.e.a.s aukinn viðbúnað Bandaríkjanna og NATO hér á landi, sem og aukna ,,árásarhegðun“ Rússa (enska; agression). 

Pence ,,spottakippir“

Það er ekki á hverjum degi sem svo háttsettur valdamaður Bandaríkjanna kemur til Íslands og segja fréttaskýrendur og greinahöfundar að Mike Pence sé í raun mjög valdamikill varaforseti, sé virkilega duglegur við að ,,kippa í spottana“ á bakvið tjöldin. Minnir hann að því leytinu til á annars varaforseta, Dick Cheney, en hann þjónaði sem varaforseti á valdatíma George Bush yngri (2001-2009). Hann var einn af ,,arkitektum“ innrásarinnar Bandaríkjanna inn í Írak árið 2003, sem einmitt Ísland var aðili að.

Vart er annað hægt en að túlka heimsókn Pence öðruvísi en aukna áherslu á málefni Norðurslóða og N-Atlantshafsins af hálfu bandarískra yfirvalda. Og ekki er langt síðan utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, kom hingað.

Er að verða stefnubreyting og eru ráðamenn í Washington að vakna upp við vondan draum? Þýðir það aukna áherslu á uppbyggingu hér á landi? Verða það skilaboð Pence? Og hver verða áhrif alls þessa á innanlandsstjórnmálin? Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þessum málum á næstunni.

Mynd: Nýja P8 Poseidon og gamla Lockheed Orion.

(Fyrst birt í Kjarnanum, hér lítillega uppfærð.)

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
7

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest lesið í vikunni

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
1

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Kona féll fram af svölum
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
3

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
4

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Mest lesið í vikunni

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
1

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Kona féll fram af svölum
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
3

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
4

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Nýtt á Stundinni

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·