Guðmundur

Icesave deilan

Icesave deilan

Nú eru 5 ár liðin frá því að dómar féllu í Icesave deilunum. Þrátt fyrir þann tíma er enn oft vitnað til deilunnar og mönnum ber jafnvel ekki saman um hvað hafi verið deilt. Í þessum pistli er farið yfir helstu atriðin.

Icesave reikningar Landsbankans Íslenska bankakerfið þandist úr með gríðarlegum hraða fyrstu ár þessarar aldar, en á þessum tíma var mikið framboð á erlendu fjármagni á lágum vöxtum. Þegar kom fram á árið 2006 fóra fjármögnunarleiðir bankanna að þrengjast og til þess að fjármagns lausfjárvanda sinn opnuðu íslensku bankarnir erlenda hávaxtanetreikninga. Icesave var vörumerki netinnlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Alls nutu um hálfmilljón erlendra viðskiptavina Landsbankans þessarar þjónustu. Við fall Landsbankans í október 2008 urðu reikningarnir óaðgengilegir en stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi tóku þá ákvörðun að greiða innstæðueigendum upp að lögbundnum mörkum innistæðutryggingum. Í kjölfar þessa þróaðist milliríkjadeila á milli Ísland annars vegar og Bretlands og Hollands hins vegar um hvort og þá að hvaða marki Ísland bæri ábyrgð á innlánsreikningunum útibúa íslenskra banka og ábyrgð þeirra á endurgreiðslu til Bretlands og Hollands.

Þrjár tilraunir voru gerðar til þess að semja um málið. Í fyrsta skiptið samþykkti Alþingi endurgreiðslusamning með fyrirvörum sem Bretar og Hollendingar felldu sig ekki við. Í annað skiptið samþykkti þingið endurgreiðslusamning sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafnaði að staðfesta og vísaði málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu og samningurinn var felldur með miklum meirihluta. Þriðji samningurinn um Icesave fór áþekka leið og var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011. Deilan vegna Icesave klauf þjóðina í tvær fylkingar og á Alþingi voru slegin met í málflutningi um Icesave. Þingheimur ræddi Icesave-frumvörpin þrjú í samtals níu sólarhringa. Þegar ljóst var að samningaleiðin var fullreynd hóf ESA eftirlitsstofnun EFTA undirbúning málssóknar fyrir EFTA dómstólnum vegna meintra brota Íslands á skyldum sínum samkvæmt samningi um evrópska efnahagssvæðið. Dómur féll 28. janúar 2013 með því að Ísland var sýknað af öllum liðum málsins.

Útibú eða dótturfélag

Í umfjöllun um Icesave er greinarmunurinn á útibúi og dótturfélagi lykilatriði. Útibú heyrir undir innstæðutryggingarkerfi þess lands sem bankinn hefur höfuðstöðvar í en dótturfélag heyrir hins vegar undir innstæðutryggingarkerfi gistilandsins. Edge reikningar Kaupþings heyrðu undir dótturfélag Kaupþings í London og því féll ábyrgð vegna þeirra á breska innstæðutryggingasjóðinn. Langstærsti hluti innlána á Edge-reikningunum var í löndum þar sem reikningarnir voru í dótturfélögum, ekki útibúum eins og Icesave. Innstæður á Edge reikningum Kaupþings námu 5,3 milljörðum evra þann 30. september 2008 og þar af 4,2 milljörðum evra í dótturfélögum.

Rannsóknarnefnd Alþingis komst að því að upphaflega hefði Kaupþing boðið upp á Edge reikninga í Bretlandi í útibúi en horfið frá því skömmu síðar án þess að íslensk stjórnvöld kæmu þar að máli. Íslensk stjórnsýsla virtist hafa verið algjörlega andvaralaus um þá gríðarlegu hættu sem fylgdi stórtækri innlánasöfnun erlendis með baktryggingu í íslensku innstæðutryggingakerfi. Íslendingar geta þakkað gagnrýnni umræðu í Bretlandi að Kaupþing dótturfélagavæddi Edge þar í landi. Hvers vegna vildi Landsbankinn hins vegar fara þá leið að vera með Icesave í útibúi í Bretlandi þegar bankinn átti fyrir dótturfélag á Bretlandi, Heritable bankann, sem hefði auðveldlega geta vistað þessa reikninga? Ástæðan var sú að stífari reglur í Bretlandi um eiginfjárhlutfall og lán á milli höfuðstöðva og dótturfélaga sem hefðu þýtt að erfiðara hefði verið um vik fyrir stjórnendur Landsbankans að færa fjármuni úr Icesave útibúinu til Íslands.

Aðvörunarbjöllur hringja

Haustið 2007 glímdi breski Northern Rock bankinn við lausafjárvanda og í kjölfar þess hefði íslenskum stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum átt að vera vel ljóst hversu áhættusöm Icesave innlánasöfnunin væri. Þessi afstaða íslenskra stjórnvalda varð til þess að þarlendar eftirlitsstofnanir og fjölmiðlar tóku að horfa gagnrýnum augum til annarra banka og spyrja hvort sparifé fólks væri öruggt á þessum reikningum. Í kjölfar þessarar umræðu varð lítið áhlaup á Icesave á tímabilinu 10. febrúar til 22. apríl 2008 þar sem úttektir námu um 20% af heildarinnstæðum á Icesave reikningum. Landsbankanum tókst að standa þetta áhlaup af sér og innlán tóku að streyma inn á nýjan leik. Í byrjun febrúar 2008 er íslenskum stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum þegar orðið kunnugt um áhyggjur enska fjármálaeftirlitsins af Icesave og rætt var við Landsbankann um að færa Icesave innstæðurnar í dótturfélag bankans í Bretlandi.

Hinn 7. febrúar 2008 fundaði bankastjórn Seðlabanka Íslands með Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra í forsætisráðuneytinu. Í fundargerð kemur fram að Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi lýst för sinni til London og fundum sem hann hefði setið. Þar hefðu Bretar lýst áhyggjum sínum af Icesave reikningunum m.a. vegna þess að fjármunir gætu runnið þaðan hratt út ef vantraust skapaðist. Davíð komst þannig að orði í minnisblaði að íslensku bankarnir hafa stefnt sjálfum, og það sem verra væri, íslensku fjármálalífi í mikla hættu, jafnvel í hreinar ógöngur, með ábyrgðarlausri framgöngu á undanförnum árum.

Þrátt fyrir að íslenskum stjórnvöldum ætti að vera ljós sú stórhætta sem blasti við íslenska bankakerfinu í byrjum árs 2008 fékk Landsbankinn að hleypa nýju Icesave-útibúi sínu í Hollandi af stokkunum í maí 2008. Fjármálaeftirlitið vísaði á bug öllum athugasemdum Hollendinga og hélt því fram að bankinn stæðist álagspróf og engin ástæða væri til að standa í vegi fyrir enn frekari vexti Icesave þar í landi. Í stað þess að koma böndum á Icesave og koma innstæðutryggingunum yfir á breska innstæðutryggingasjóðinn lagði Fjármálaeftirlitið hins vegar áherslu á það að staða Landsbankans væri traust. Viðbrögð bankastjórnar Seðlabankans ásamt Fjármálaeftirlitsins einkenndust þannig af fortölum án framkvæmda. Í 6. bindi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er gott yfirlit yfir aðkomu stjórnvalda að málinu frá febrúar til apríl 2008.

Bretar þrýsta á lagfæringar

Allt fram að hruni héldu Bretar áfram að reyna að fá Íslendinga til þess að flytja Icesave yfir í dótturfélag og að fá íslensk stjórnvöld í lið með sér til að þrýsta á um að það gerðist. Þann 5. ágúst 2008 lá fyrir samkomulag við Landsbankann um að Icesave yrði flutt í dótturfélag, en til þess að það gæti orðið þurfti Landsbankinn að leggja fram 250 milljónir punda. Þann sama dag kynntu bankastjórar Landsbankans bankastjórum Seðlabanka Íslands samkomulagið, en Seðlabankinn hafnaði óskum Landsbankans um aðstoð til að hrinda samkomulaginu í framkvæmd, bankanum yrði ekki lánað til að greiða úr Icesave-vandanum og „menn yrðu að standa í lappirnar“. Seðlabankinn hélt sig við þessa afstöðu en það átti eftir hafa afdrifaríkar afleiðingar. Svo virðist sem allt stjórnkerfið hafi á þessum tíma verið steinrunnið af ótta við hvað kynni að gerast ef gripið yrði í taumana gagnvart einhverjum af stóru bönkunum, eins og sjá má í 6. bindi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Framangreind dæmi snúast einmitt um þennan ótta um að slíkt hefði í för með sér orðsporsáhættu fyrir íslenska bankakerfið.

Svo runnu upp hinir örlagaríku dagar í október 2008 og þann 6. október voru neyðarlögin sett. Fyrr þann dag höfðu stjórnvöld ákveðið að veita Kaupþingi 500 milljón evra neyðarlán eða um 390 milljónir punda og ákveðið að veðja á Kaupþing frekar en að lána Landsbankanum 200 milljónir punda. Þar með var komið í veg fyrir Icesave kæmist yfir í dótturfélag í Bretlandi og þar með stofnað til Icesave-deilunnar við Breta. Á þessum tímapunkti virtist hins vegar sú hætta raunveruleg „að íslenska þjóðarbúið myndi, ef allt færi á versta veg, sogast með bönkunum inn í brimrótið og afleiðingin yrði þjóðargjaldþrot“, eins og Geir H. Haarde sagði við setningu neyðarlaganna og íslenska ríkið gripið til þess í neyð að ábyrgjast innstæður á Íslandi til að koma í veg fyrir samfélagslega upplausn. Þeir sem áttu fjármuni á innlánsreikningum Landsbanka Íslands heyrðu undir íslenska innstæðutryggingasjóðinn og voru jafngildir í siðferðilegu og lagalegu tilliti hvort sem viðkomandi lagði inn í eitthvert útibú bankans á Íslandi, Hollandi eða Bretlandi. Ríkisstjórnin skar á þá línu undir þeim rökum að íslenska ríkið hafi gert eins vel og hægt var í stöðunni með því að gera innstæður að forgangskröfum í þrotabú föllnu bankanna.

Að framansögðu er það ljóst að það er einfaldlega rangt að halda því fram að íslensk stjórnvöld hefðu ekki getað komið í veg fyrir Icesave deiluna og komið þannig í veg fyrir þetta hörmulega mál án þess að stefna fjárhag ríkisins í hættu. Íslenska þjóðin sat þannig uppi með afleiðingar af óábyrgum ákvörðunum og ekki verður komist hjá því að ætla að íslensk stjórnvöld hafi brugðist því hlutverki sínu að gæta hagsmuna almennings og eigenda Icesave-reikninganna og hafi þar siðferðilegar skyldur. Guðmundur Hálfdánarson prófessor sagði um þetta að hugmyndin um Íslendinga sem fórnarlömb aðstæðna og yfirgangs erlendra ríkja hefði einkennt mjög afstöðu stórs hluta Íslendinga til Icesave-málsins, sem var ekki aðeins skaðleg sjálfsmynd okkar og samskiptum við aðrar þjóðir, heldur kom hún einnig í veg fyrir að við hefðum dregið drögum uppbyggilega lærdóma af málinu. Þróunin frá 2006 hafi verið mjög skýr vitnisburður um óstjórn íslenska fjármálakerfisins.

Íslendingar greiða upp Icesave skuldirnar

Síðar kom í ljós að þrotabú Landsbankans hafði allan tímann átt innistæður sem dugðu til þess að gera Icesave skuldin upp, eins og reyndar starfsmenn bankans héldu ávallt fram. Slitastjórn þrotabús gamla Landsbankans lauk uppgjöri við forgangskröfuhafa Icesave með greiðslu 11. janúar 2016. Tilraunir til að leysa málið með samningum eins og ákveðið var á Alþingi þegar haustið 2008 höfðu reynst ófærar vegna andstöðu sem var mögnuð upp með vafasömum fullyrðingum um efni og afleiðingar samninga. Tilraunir til að semja um málið, að frátalinni hinni fyrstu sem gerð var í október 2008, byggðust á því að þrotabú Landsbankans stæði að greiðslum á tryggðum Icesave innistæðunum eins og öðrum forgangskröfum í þrotabú Landsbankans.

Við uppgjörið greiddi þrotabú Landsbankans Icesave innistæðurnar sem er að fullu andstætt því sem margir hafa haldið fram um að Íslendingar hefðu með dómnum losnað við að gera þessar skuldir upp og margir slógu sjálfa sig til riddara með stóryrtum yfirlýsingum um að þeir hefðu forðað íslenskri þjóð frá gjaldþroti. Breski tryggingasjóðurinn yfirtók tryggðar innistæður að fjárhæð 2,3 milljarða punda, en fékk úr þrotabúinu 2,4 milljarða punda greiddar úr þrotabúinu, eða 24,7 milljarða króna umfram það sem hann hafði greitt innistæðueigendum. Hollenski seðlabankinn yfirtók tryggðar innistæður að fjárhæð 1,3 milljarða evra, en fékk 1.5 milljarða evra úr þrotabúinu, eða 28,8 milljarða króna umfram það sem hann hafði greitt innistæðueigendum. Icesave-málið teygði anga sína víða til dæmis var einn af ákæruliðunum í Landsdómi gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra um að hann hefði ekki staðið nægilega vel að því að flytja Icesave-reikningana úr landi. Geir var sýknaður af þeirri ákæru.

Mynd Skjámynd

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
2

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“
3

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Launin gera fólk háð maka sínum
4

Launin gera fólk háð maka sínum

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
5

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna
6

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Höft, skömmtun, og spilling

Stefán Snævarr

Höft, skömmtun, og spilling

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þorvaldur Gylfason

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“