Guðmundur

Hvers vegna njóta stjórnmálamenn ekki trausts?

 Þessa daganna er full ástæða fyrir launamenn að velta fyrir sér hvers vegna sjónarmið og þarfir þeirra eru ávallt sett á hliðarlínuna í umræðum stjórnmálamanna. Allir kjarasamningar í landinu eru til eða verðs til endurskoðunar næstu vikurnar. Sú stjórnarstefna sem hefur verið framfylgt hér á landi hefur leitt til þess röskunar í samfélaginu og vaxandi ójafnaðar umfram hin Norðurlöndin.

Málum hefur verið komið þannig fyrir að sjálfsagðar kröfur Búsáhaldabyltingarinnar eru ekki lengur í umræðunni og því jafnvel haldið fram að þessir 1.000 – 20.000 mótmælendur, sem hafa fyllt Austurvöllinn og stundum einnig Pósthús- og Austurstrætið, hafi verið einhver skríll. Þannig hefur verið haldið á málum að Rannsóknarskýrsla Alþingis hefur aldrei fengið almennilega umræðu. Niðurstaða 1.000 manna þjóðfundar og síðan 700 bls. skýrslu með niðurstöðum 2ja ára vinnu stjórnalaganefndar með öllum helstu sérfræðingum landsins, sem síðan var útfærð í tillögum stjórnlagaráðs, sem samþykkt var með 67% í þjóðaratkvæðagreiðslu var umræðulaust stungið undir stól.

Kröfur fólksins sem töpuðu íbúðum sínum í íslenska fjármálahruninu hafa ekkert breyst og það er jafnvel enn stærri hópur húsnæðislaus. Þjónusta við aldraða og framboð af þjónustuíbúðum er langt fyrir neðan allt velsæmi hjá þjóð sem vill telja meðal velferðarþjóða. Vaxandi fjöldi launamanna er á launum sem eru undir lágmarksviðmiðum sé litið til nauðþurftarframfærslu. Samskiptareglur á vinnumarkaði eru markvisst brotnar niður og sífellt fleiri búa í óboðlegu breyttu iðnaðarhúsnæði.

Hvað er að að? spyrja síðan ráðherrar undrandi í fréttatímunum og áramótaávörpunum. Hvers vegna er þjóðin svona ergileg? Hvers vegna er traust okkar í eins stafs tölu? Næstu vikurnar koma til með að skipta gríðarlega miklu fyrir íslenskan almenning. Við verðum að vera vakandi og ekki síst verkalýðshreyfingin.

Hún verður að berjast mjög skipulega næstu vikurnar. Sé litið til sögunnar þá hefur það ætíð verið verkalýðshreyfingin sem hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu og verndun velferðarríkisins, langt umfram stjórnmálaflokkana. Ávallt var það verkalýðshreyfingin sem lamdi í gegn umbótaratriðin sem stjórnmálamenn höfðu tafið árum, jafnvel áratugum saman.

Ef velferðarríkið og skipulagður vinnumarkaður eiga að lifa af verða samtök launamanna að standa í báða fæturna næstu vikurnar. Verkalýðshreyfingin hefur hins vegar ekki verið nægilega virk í samfélagsumræðunni og látið stjórnmálamenn og fjölmiðla þeirra koma þeim á hliðarlínuna. Baráttan fyrir jafnari samfélagi er horfin af síðum prentmiðlanna, sem báðir eru í eigu fjármálaaflanna.

Stjórnmálamenn slá um sig og tala um góðæri og bera jafna fyrir sig meðaltöl. Meðaltöl segja ekkert um stöðu launamanna. Meðatöl segja ekkert um eignastöðu heimilanna. Meðaltöl segja ekkert um stöðu aldraðra. En stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn bera þennan afbakaða veruleika á borð fréttatímanna athugasemdalaust.

Öll vitum við hins vegar að það er ekki góð staða í heilbrigðiskerfinu og þar er uppsafnaður skortur upp nokkur hundruð milljarða. Þar vantar húsnæði, tæki og það skortir fólk. Laun eru of lág. Þetta hefur skapað svigrúm fyrir einkarekna heilbrigðisþjónustu og sem tekst oft að einoka ákveðna hluti. Þá skapast svigrúm til þess að greiða hundruð milljóna út í arði, í stað þess að bjóða upp á betri tæki og betri þjónustu. Hér má t.d. benda á skelfilega sögu tæknifrjóvgunar hér á landi.

Öll vitum við að félagslega húsnæðiskerfið var á fyrsta ártug þessarar aldar lagt í rúst af tækifærissinnuðum stjórnmálamönnum og þar er nú uppsafnaður vandi upp á hundruð milljarða.

Öll vitum við að það er gríðarlegur mikill uppsafnaður vandi í skort á framboði á hjúkrunarrými og heimilisþjónustu. Þar er uppsafnaður vandi upp allmarga milljarða.

Öll vitum við að staðan er ekki góð í vegakerfinu og þar er uppsafnaður vandi upp á hundruð milljarða. Sama á við um raforkudreifikerfið. Jú ríkisreikningurinn er flottur, það er búið að færa nokkra milljarða tugi frá þeim lægst launuðu til hinna hæst launuðu og ósanngjörnum tilfærslum í skatta- og bótakerfinu. Það er síðan fjármagnað með því að draga úr nauðsynlegri starfsemi ríkisins.

Í því sambandi má t.d. benda á að í dag er m.a. teknir um 11 milljarðar á ári í aukaskatti á skyldusparnað launamanna í lífeyrissjóðunum, það var reyndar leiðrétt um 1 milljarð núna um áramótin, en skilyrt þannig að það sé bara fyrir þá sem hafa heilsu og vilja til þess að fara út á vinnumarkaðinn. Vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti.

Það ástand sem hér hefur verið skapað bitnar augljóslega verst á þeim sem minnst hafa. Ísland er alltaf að dragast meir aftur úr þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. En þessi staða kemur ekki fram í meðaltalsútreikningum.

Á sama tíma og lægstu laun hafa dregist langt aftur úr meðalgildi launa, sama á við um lífeyri og bætur í almenna tryggingarkerfinu, setja þingmenn á laggirnar nefnd sem úthlutar þeim fjórfalt hærri launahækkunum í prósentum talið en lægri hluta launafólks og bótaþegum er boðið.

Ef við berum saman þessar hækkanir í krónum talið þá erum við að tala um 7- 10 þús. kr. á mánuði til þeirra sem lægstu launin og bæturnar hafa - á móti 200 þús. kr. hækkun á mánuði til.þingmanna og æðstu embættismanna.

Hér sjá lesendur ástæðu þess hvers vegna ráðherrar nota alltaf meðaltöl í ræðum sínum.

Og svo er skipuð nefnd til þess að kanna hvers vegna launamenn treysta ekki stjórnmálamönnum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Alvöru menn
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
2

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·
Hve lágt má leggjast?
3

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
4

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Dauðans alvara
5

Heiða Björg Hilmisdóttir

Dauðans alvara

·
„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“
6

„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
7

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·

Mest deilt

Alvöru menn
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings
2

Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

·
„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“
3

„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“

·
Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri
4

Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri

·
Hve lágt má leggjast?
5

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
6

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·

Mest deilt

Alvöru menn
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings
2

Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

·
„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“
3

„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“

·
Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri
4

Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri

·
Hve lágt má leggjast?
5

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
6

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa
3

Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
4

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
5

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
6

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa
3

Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
4

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
5

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
6

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·

Nýtt á Stundinni

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

·
Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur

Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur

·
Samkomulag við Útlendingastofnun komi niður á sjálfstæði Háskóla Íslands

Samkomulag við Útlendingastofnun komi niður á sjálfstæði Háskóla Íslands

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·
Ágúst Ólafur tjáir sig ekki frekar um ósæmilega hegðun sína

Ágúst Ólafur tjáir sig ekki frekar um ósæmilega hegðun sína

·
71% umsókna um vernd synjað

71% umsókna um vernd synjað

·
Vilja hælisleitanda aftur til landsins til að bera vitni um líkamsárás gegn sér

Vilja hælisleitanda aftur til landsins til að bera vitni um líkamsárás gegn sér

·
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

·
Þegar Marvin skrapp á mótmæli

Þegar Marvin skrapp á mótmæli

·
Yfir helmingur telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

Yfir helmingur telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

·
Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

·