Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Það er ákall um nýtt auðlindaákvæði

Það er ákall um nýtt auðlindaákvæði

Þegar aukinn meirihluti þjóðarinnar samþykkt niðurstöðu Stjórnalagaráðs fannst hinni íslensku valdastétt illa að sér vegið. Aðilum úr Háskólaumhverfinu sem höfðu starfað með Stjórnlagaráði var skipað að taka U-beygju og berjast gegn tillögum Stjórnlagaráðs. Háskólinn varð þannig að háborði sýndarveruleikans þar sem hlutunum var snúið á haus og Stjórnlagaráðsmönnum stillt upp sem talsmönnum hins illa. Þess var vandlega gætt á þessum á „kynningarfundum“ Háskólanna um breytingar á stjórnarskránni að stuðningsmenn tillögum Stjórnlagaráðs fengu ekki tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Aldrei í sögu nokkurs lýðræðisríkis hefur það gerst að valdhafar fari gegn afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Talsmenn íslenskra valdhafa áttuðu sig á að þeir hefðu orðið sér til háðungar um gjörvallan hin lýðræðislega heim með hinu íslenska afbrigði sem opinberaðist í því ef almúginn kysi ekki í samræmi við vilja valdastéttarinnar, þá hefði lýðurinn fengið ranga tilsögn. Örvæningarfull gripu stjórnvöld til þeirrar einstæðu túlkunar að ógreidd atkvæði hefðu fallið valdhöfunum í vil.

Það er þjóðin sem setur stjórnvöldum leikreglur. Vald sem ekki er sprottið frá þjóðinni verður aldrei annað en ofbeldi. Í öllum lýðræðisríkjum lúta stjórnmálamenn niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna. Þar gildir hið eina að öllum sé tryggður aðgangur að kjörklefa til þess að nýta sér vald sitt, annað er grímulaust valdarán.

Mikilvægir þættir lýðveldishugmynda um lýðræði eru forsendur upplýstrar umræðu en þessir þættir hafa verið hunsaðar af stjórnmálamönnum. Beint lýðræði með þátttöku almennings þar sem tiltekinn hluti þjóðarinnar getur krafist þjóðaratkvæðagreiðslna var áberandi í kröfum þjóðfunda og og var í tillögum Stjórnlagaráðs.

Á hverjum degi er okkur sagt að ekki séu til nægir peningar til að mæta þeim grunnkröfum sem við gerum til sameiginlegra stoða eins og heilbrigðis- og menntakerfa. Lífeyrisþegar og öryrkjar eru svívirtir á sömu forsendu. Samhliða auðgast útvaldir aðilar stórkostlega á einkarétti til nýtinga á náttúruauðlindum sem ættu að tilheyra þjóðinni. Baráttan um Ísland snýst um að breyta þessu.

Hvenær þjóðin ætlar þjóðin að hætta að láta arðræna sig? Við þurfum nýju stjórnarskránna. Þar er eini lagatextinn þar sem kveðið er á um „fullt verð“ fyrir afnot af auðlindum Íslands og rétt náttúrunnar og þar með rétt komandi kynslóða.

„Það er ákall um nýtt auðlindaákvæði“ sagði núverandi forsætisráðherra í kosningabaráttu sinni eins og núverandi forseti benti á í erindi sem hann flutti á fundi stjórnarskrárnefndar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni