Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Blogg

Duldar skattahækkanir

Það sem af er þessari öld hafa stjórnvöld vísvitandi látið skerðingar- og frítekjumörk í vaxta- og barnabótakerfunum fylgja falli krónunnar, með öðrum orðum þau hafa ekki verið látin fylgja lágmarkshækkunum til að tryggja umsamin kaupmátt og orðið til þess að allar kjarabætur barnafjölskyldna horfið í gegnum þessa jaðarskatta.

Stjórnvöld hafa leikið samskonar leik með bætur og grunnlífeyri lífeyrisþega í formi þess að ríkið hefur hrifsað til sín allar hækkanir á greiðslum frá lífeyrissjóðum í formi niðurfellinga í bótakerfinu. Á sama tíma hafa ráðherrar staðið gleiðfættir í ræðustól Alþingis og í spjallþáttunum og fullyrt að þeir hafi ekki staðið fyrir neinum skattahækkunum. Framangreint jafngildir augljóslega skattahækkunum á barnafjölskyldum og eldri borgurum.

Þetta framferði stjórnmálamanna hefur orðið til þess að barnafjölskyldur hafa ekki ráð á því að koma yfir sig lágmarkshúsnæði. Skattahækkanirnar á eldri borgurum í formi jaðarskatta með niðurfellingu frítekjumarks og grunnlífeyris er augljóslega hækkum á jaðarsköttum og þær skattahækkanir hafa orðið til þess að vaxandi fjöldi eldri borgara á vart til hnífs og skeiðar.

Samhliða þessu hafa stjórnvöld hrifsað til sín Framkvæmdasjóð aldraðra, þrátt fyrir að landslög kveði skýrt á um að sjóðurinn eigi einungis að standa undir uppbyggingu hjúkrunarheimila. Þrátt fyrir þessi lagaákvæði hafa ráðherrar nýtt fjármuni sjóðsins til reksturs hjúkrunarheimila og tengdra verkefna.

Með þessu mætti ætla að stjórnmálamenn séu þeir einu hérlendis sem hafa ekki áttað sig á tilvist barnasprengjuárganganna sem sprengdu alla barnaskóla landsins á árunum 1955 – 1970 og var gert að sitja í tví- og þrísetnum skólum. Þessir árgangar streyma nú inn á ellilífeyrissárin og munu gera það í hratt vandi mæli árin 2015 – 2030.   

Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu árum og þörf á hjúkrunarheimilum mun þar af leiðandi vaxa mjög hratt á þeim tíma. Augljóslega með nákvæmlega sama hraða og þörf stækkunar barnaskólanna var á sínum tíma. Stjórnvöld virðast ætla að láta þessa árganga upplifa það sama og gerðist á grunnskólaárunum. Þá á ég m.a. við það þegar forsætisráðherra fullyrðir að hann sé að auka framlag til aldraðra. Ef hækkunin er minni en tvöföldun þá er það í raun lækkun í raunvirði    

Sé grannt skoðað þá er staða ríkissjóðs nefnilega afleit, þvert á það sem ráðherrar hafa fullyrt. Það vantar um 400 milljarða í samgöngu og orkudreifikerfið. Svipaða upphæð vantar í heilbrigðis – og menntakerfið. Það fyrir liggur að þar eru um 11.5 milljarðar sem ríkisvaldið hrifsar til sín úr skyldusparnaði launamanna í lífeyrissjóðunum í gegnum vaxandi jaðarskatta. Sama á við um lækkun barna- og vaxtabóta ungra fjölskyldna.

Það er lykilhlutverk hvers stjórnvalds við stjórn samfélagsins að bera ábyrgð á og veita grunnþjónustu velferðakerfisins, tryggja jöfnuð í landinu og bvernda umhverfið.  Í könnunnum hér landi hefur komið í ljós að almenningur er ekki ánægður með hvernig stjórnvöld hafa staðið sig í veigamiklum málaflokkum.

Það er helsta ástæða þess að við stöndum á ákveðnum tímamótum núna þegar ríkisstjórn hefur hrakist frá völdum í þriðja sinn á innan við 10 árum. Þessi tímamót fela í sér tækifæri til þess að skoða vandlega hvað það er sem stjórnmálaflokkarnir hafa upp á að bjóða og þá sérstaklega hverjum má treysta best til þess að standa vörð um veigamikla málaflokka.  

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

Fréttir

Sveinbjörg um þéttingu byggðar: „Höfum misst bæði hundinn okkar og köttinn okkar“

Fréttir

Tryggvi Þór og Friðjón könnuðu aðstæður til raforkuframleiðslu í Dölunum fyrir GAMMA

Fréttir

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Fréttir

Margt helsta áhrifafólk landsins fagnaði með Davíð

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Umboðsmaður fór fram á að ráðuneytið leiðrétti villandi svör

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina