Blogg

Uncle Ben

Í kjölfar þess að mér hlotnaðist sá heiður að fá að vera gestur í fertugasta og öðrum þætti Hefnendanna þá fékk ég Hefnendanafnið Uncle Ben sem er að sjálfsögðu í höfuðið á Benjamin Parker, frænda Peter Parker sem allir þekkja betur sem Köngulóarmanninn. Þó svo að Uncle Ben nafnið sé kannski ekki jafn grípandi, sterkt eða glimrandi eins og Ragneto, Hulkleikur eða Ævorman þá hef ég tekið þetta Hefnendanafn mitt í góða sátt.

Sögupersónan Uncle Ben birtist fyrst í hasarmyndablaðinu Amazing Fantasy 15 árið 1962 en í því blaði var einnig fyrsta birtingarmynd Köngulóarmannsins Peter Parker. Eintak af Amazing Fantasy 15 í óaðfinnanlegu ásigkomulagi seldist fyrir 1.1 milljón dollara árið 2011. Spurning hvort það hefði nokkuð farið á meira en milljón ef það nyti ekki viðveru Uncle Ben? 

Uncle Ben hefur unnið sér það helst til frægðar að vera drepinn en þó ekki áður en honum tókst að bera fram hin fleygu orð til frænda síns Peter Parkers: “Með miklum mætti fylgir mikil ábyrgð” (e. with great power comes great responsibility). Hér er auðvitað algjört aukaatriði að þessi orð hafi einhverntíma, einhvers staðar verið sögð áður af einhverjum sem var hugsanlega til í raunveruleikanum. Einnig er það aukaatriði að Uncle Ben sagði aldrei neitt þessu líkt í Amazing Fantasy 15 en þessi orð voru engu að síður hluti af frásögn blaðsins (sjá mynd). Í hinum ýmsu endurútgáfum og endurminningum af upprunasögu Köngulóarmannsins koma þessi orð jafnan beint úr ranni Uncle Bens.

Þær eru ófáar sögupersónur myndasögublaðanna sem hafa komið til baka af fullum lífskrafti eftir að hafa hlotið einn eða fleiri dramatískan dauðdaga. Slíkt á þó ekki við um Uncle Ben og er hann ein af afar fáum sögupersónum hasarblaðanna sem hafa haldist dáin í gegnum tímans rás (Thomas og Martha Wayne eru einnig í þeim flokki). 

Þó viðvera Uncle Ben í sögu Köngulóarmannsins sé stutt þá er hún vafalaust mjög áhrifamikil og næsta víst að án hans væri Peter Parker ekki sú ofurhetja sem hann er í dag. Einnig er ekki hægt að útiloka með öllu að án Uncle Ben hefði Köngulóarmaðurinn þróast út í illmenni frekar en hetju.

Orðin “Með miklum mætti fylgir mikil ábyrgð” sem Uncle Ben gaf frænda sínum í vegarnesti út í lífið hafa setið í huga mínum að undanförnu. Máttur Peter Parkers, eftir að hafa verið bitinn af geilsavirkri könguló, er óumdeilanlegur en ég fer ekki ofan af því að máttur hvers og eins okkar sem erum fullorðinn og heilbrigð og tilheyrum tegundinni Homo sapiens sé mikill. Þeim mikla mætti fylgir mikil ábyrgð.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Fréttir

Frásagnir kvenna í læknastétt: „Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur “

Pistill

Með bakið upp við vegginn

Fréttir

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns

Pistill

Hvernig er hægt að losna við Trump?

Mest lesið í vikunni

Rannsókn

„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands

Fréttir

Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar

Fréttir

Björn Ingi keypti hús með auglýsingasamningi og kúlulánum frá GAMMA

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Pistill

Okkar eigin Weinstein