AK-72

Feigðarför VG?

Ég er búinn að vera lengi með efasemdir um að draumaríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins með Framsókn og VG verði að veruleika. Ástæðan er fyrst og fremst að manni hefur þótt það svo hæpið að VG láti draga sig út í slíka feigðarför út af gylliboði um forsætisráðherrastól og augljósra andstæðna í stjórnmálaáherslum.

Það er þó ekki bara andstæðan í stjórnmálum sem gerir þetta ólíklegt heldur einnig að þessir flokkar tveir hafa lengi eldað grátt silfur á milli sín. Svo maður taki nú dæmi um hvernig Sjálfstæðismenn hafa talað þegar kemur að VG þá hafa þeir notað hvert tækifæri til að úthúða „helvítis kommúnistunum, afturhaldskommatittunum, umhverfissinahryðjuverkamönnunum, múslimasleikjunum og feministunum í VG“ þegar þeir geta, kallað Katrínu gluggaskraut til að lýsa fyrirlitningu sinni á Katrínu Jakobs og eru gersamlega blindir af hatri þegar einhver minnist á Steingrím J. með tilheyrandi Æseif-öskrum og spörkum í nálægasta fólk.

Þetta er þó ekki það eina sem hefur kynt undir þessar efasemdir heldur einnig hvernig kosningabaráttan fór fram. Þar framleiddi Sjálfstæðisflokkurinn nafnlausar auglýsingar framhjá kosningalögum þar sem ráðist var harkalega á VG auk annarra andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobs kölluð Skatta-Kata sem Sjálfstæðismenn hömruðu á í daglegu tali og reynt eins mikið að draga upp vonda mynd af VG og hægt var undir skjóli nafnleysis. Brynjar Níelsson áreitti svo eina þingkonu VG og kallaði það létt grín áður en hann þurfti að biðjast afsökunar, hamrað var á að VG ætlaði að hækka skatta og það myndi tortíma íslensku samfélagi(spillingar bætti maður alltaf ósjálfrátt við) ef VG færi í ríkisstjórn. Það myndi valda óstöðugleika við það eitt að „kommúnistarnir“ færu að stjórna landinu líkt og gömlu krumpukallar töluðu um í aðdraganda kosninga milli þess sem þeir sögðu að það væri bara smámál í anda umferðarsekta að reyna að þagga niður í fórnarlömbum kynferðisbrota vegna þess að það var óþægilegt fyrir fjölskyldu Bjarna Ben og Sjálfstæðisflokkinn.

Efasemdirnar hafa líka verið sterkar vegna þeirra afleiðinga slíks samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn sem hefur verið hjarta spillingar, sérhagsmunagæslu og sóðastjórnmála á Íslandi frá því að maður komst til vits og ára. Vinstri Græn myndu með stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn vera að gefa heilbrigðisvottorð fyrir t.d. eftirfarandi:

Það er í lagi að þingmenn og ráðherrar reyni að þagga niður í fórnarlömbum kynferðisbrota ef það hentar flokkshagsmunum og fjölskyldu valdamanna.

Það er í lagi að stjórnmálamenn stundi umfangsmikil skattaundanskot í gegnum Panama, Seychelles-eyjar, Luxemborg og fleiri skattsvikaskjól.

Það er í lagi að ráðherrar stingi skýrslum undir skjól ef það hentar illa fyrir kosningabaráttuna og frama þeirra að þær birtist.

Það er í lagi að starfa með stórum rasistaflokki sem hefur beitt sér mjög gegn flóttamönnum og hælisleitendum á borði en ekki í orði en ekki litlum flokki sem hefur daðrað við það sama í orði.

Það er í lagi að styðja við bakið á stjórnmálaflokki sem hefur valdið hér miklu efnahagslegu tjóni er kallast Hrunið og hefur aldrei iðrast né gert tilraunir til að bæta úr hegðun sinni.

Það er í lagi að þagga niður í fjölmiðlum ef þeir eru með óþægilegar fregnir um vafasama viðskiptavafninga forsætisráðherra, misbeitingu valds og fleira í þeim dúr

Það er í lagi allir þessir viðskiptavafningar Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans sem álítur lýðveldið hafa verið stofnað til að þjóna þeim.

Þetta að ofan er eingöngu örlítið brot af þeim hlutum sem Vinstri Græn myndu þurfa að sitja undir að hafa samþykkt að sé í lagi og þurfa nú að verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir. Það er þó ekki eina afleiðingin af slíku vanhelgu stjórnarsamstarfi við D-rýsildjöflanna í Valhöll heldur er ansi hætt við að þær yrðu talsvert fleiri:

Þetta samstarf mun vekja upp reiði kjósenda VG og margir fælast frá þeim með tilheyrandi fylgistapi til frambúðar.

Þetta mun stórskaða ímynd og stöðu formanns VG innan sem utan flokks sem heiðarlegs stjórnmálamanns.

Þetta mun valda úrsögnum úr flokknum og líklegum klofning innan VG sem veikir innviði hans.

Vinstri Græn verður áhrifalítið í slíku samstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mun hafa höglin og töglin með fjármálaráðuneytinu sem getur gelt hvaða innviði sem er.

VG mun þurfa að standa í því að verja gjörðir ríkisstjórnarinnar, illverk og spillingu Sjálfstæðisflokksins meðan hann stendur glottandi á hliðarlínunni.

Hægri flokkarnir tveir myndu fyrst og fremst styrkjast á þessu samstarfi ólíkt VG.

VG yrði mjög líklega refsað í sveitastjórnarkosningum fyrir stjórnarsamstarfið.

Þetta myndi bjarga pólitískum ferli Bjarna Ben og styrkja stöðu hans sem formanns Sjálfstæðisflokksins eftir öll hneykslismálin honum tengd og tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki að fara í meðferð við spillingarsýki sinni.

Maður hefur því verið miklar efasemdir vegna ofangreindra hluta um að það sé einver möguleiki á því að Vinstri Græn myndu renna í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og fundist ýmsir vera gera of mikið úr því að það verði. Til þess hefur Vinstri Græn hreinlega of miklu að tapa sem stjórnmálaflokkur og mun lítt geta náð fram málefnum sínum í slíku samstarfi vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins við þeirra áherslur. Það hefur samt verið ljóst að þessir flokkar myndu ræða eitthvað saman varðandi stjórnarsamstarf alveg eins og í fyrra fyrir kurteisissakir. Hugsanlega gæti þetta einnig verið refskák VG til að sýna Framsókn fram á að þetta gæti aldrei gengið upp þegar skilyrðin koma um að bæta hag þjóðarinnar sem eru andstæðir sérhagsmunum Sjálfstæðisflokksins.

Eða hvað?

Miðað við fregnir og orð sums áhrifafólks innan VG sem lætur nú sem að þetta gæti orðið bara hin ágætasta ríkisstjórn þá er maður farinn að efast um eigin efasemdir og farinn að sjá fram á að Vinstri Græn ætli að láta teyma sig í þessa feigðarför þar sem aðeins einn ræður og einn sigrar að lokum:

Sjálfstæðisflokkurinn.

Þessi feigðarför er því hreinlega ekki ásættanleg fyrir félagshyggjufólk hvar sem það í flokki stendur að Vinstri Græn reyni að fremja pólítískt sjálfsmorð með þessu stjórnarsamstarfi þar sem VG er orðinn að ágætlega sterkum flokki. Maður er nefnilega hræddur um að þetta stjórnarsamstarf myndi veikja félagshyggjuflokka aftur þar sem það tækist að sýna fram á að „þetta lið er allt eins“-rulluna sem Sjálfstæðismenn hafa oft tekið sem vörn þegar þeir eru óánægðir með enn einn spillingarskandal flokksins síns.

Maður vonar allavega að ef það sé í alvörunni einhver alvara með þessum stjórnarviðræðum að einhver fari að hugsa rökrétt og bjargi Vinstri Grænum frá þessari Björtu Framtíð sinni.

Ef það tekst ekki þá fer víst að losna pláss á líknardeild dauðvona stjórnmálaflokka.

Það á víst að fara að slökkva á öndunarvél Bjartrar Framtíðar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
2

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
3

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
4

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
5

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Skrifað fyrir skúffuna?
6

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·

Mest deilt

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
2

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
3

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
4

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Skrifað fyrir skúffuna?
5

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
6

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·

Mest deilt

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
2

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
3

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
4

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Skrifað fyrir skúffuna?
5

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
6

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·

Mest lesið í vikunni

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
2

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi
3

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
4

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
5

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
6

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·

Mest lesið í vikunni

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
2

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi
3

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
4

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
5

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
6

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·

Nýtt á Stundinni

Töpuð tækifæri - um Ísland og ESB

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Töpuð tækifæri - um Ísland og ESB

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

Sævar Finnbogason

Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

·
Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

Guðmundur

Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Telja þörf á að endurskoða ákvarðanir um hámarksverð lyfja

Telja þörf á að endurskoða ákvarðanir um hámarksverð lyfja

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna

Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna

·