Vinnuslys á Norðurstíg – Einn fluttur á sjúkrahús
Smágrafa valt á hliðina við gatnaframkvæmdir. Sá sem slasaðist er ekki alvarlega meiddur.
Fréttir
51104
Vara við sprengihættu hjá tíu brugghúsum
Vinnueftirlitið hefur bannað brugghúsum um land allt að nota kínversk bruggtæki á háum þrýstingi vegna hættu gagnvart starfsmönnum og gestum. Sjö af tíu fyrirtækjum hafa kært ákvörðunina til ráðuneytis.
Fréttir
Fékk áfall eftir atvik við rútuakstur og er nú heimilislaus
Anthony McCrindle lýsir erfiðum vinnuaðstæðum hjá rútufyrirtækjum á Íslandi. Starfsmenn séu beðnir um að vinna ólöglega lengi og keyri farþega sína eftir litla hvíld. Sjálfur endaði hann á geðdeild eftir að atvik í vinnunni leiddi til sjálfsmorðshugsana. Í kjölfarið var hann rekinn, rakst á veggi í velferðarkerfinu og býr nú í bílnum sínum.
ViðtalRéttindabrot á vinnumarkaði
Vantar fleiri tól til að berjast gegn launaþjófnaði
Tveir fulltrúar sem sinna vinnustaðaeftirliti ASÍ á höfuðborgarsvæðinu segja að erlent starfsfólk eigi sérstaklega undir högg að sækja á núverandi vinnumarkaði. Þeir ræða mikilvægi þess að stöðva kennitöluflakk, setja þak á frádráttarliði á launaseðlum og að finna leiðir til að fara beint í rekstraraðila sem stunda launaþjófnað.
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
Eigandi Hótels Adam var dæmdur til að greiða tékkneskri konu, Kristýnu Králová, tæpar þrjár milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir frá starfsaðstæðum sínum í viðtali við Stundina.
Hún segist hafa verið látin sofa í sama rúmi og eigandinn þar sem hann hafi ítrekað reynt að stunda með henni kynlíf. Hún segir að hann hafi líka sannfært sig um að lögreglan myndi handtaka hana því hún væri ólöglegur innflytjandi. Eigandinn neitar ásökunum hennar og segir að það sé „ekkert að frétta“.
Úttekt
Hvorki fórnarlömb né vinnudýr
Íslenskir stjórnmálamenn eru hneykslaðir á stöðu innflytjendakvenna eftir að þær birtu frásagnir sínar i tengslum við Metoo-hreyfinguna. En íslensk lög vernda þær ekki gegn ofbeldi og mismunun og innihalda ákvæði sem koma oft í veg fyrir að þær geti leitað réttar síns.
Fréttir
Aðeins tvær ábendingar um kynferðislega áreitni
Vinnueftirlitið hefur í 91 skipti krafið atvinnurekendur um úrbætur í tengslum við kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti á vinnustað. Mun færri ábendingar hafa borist. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, kallar eftir fjármagni í málaflokkinn.
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði
„Þannig að fyrirtækið skuldar mér helling af peningum?“
„Skipulagður þjófnaður af launum starfsfólksins“ er eitt af viðfangsefnum vinnustaðaeftirlits stéttarfélaganna. Blaðamaður fylgdi sérfræðingum VR og Eflingu inn á vinnustaði til að ræða við starfsfólk og uppljóstra um kjarabrot.
RannsóknRéttindabrot á vinnumarkaði
Á ferð með eftirlitinu: Lygar, ótti og reiði í Villta vestrinu
Blaðamaður kynntist ótta erlendra starfsmanna og ósannindum og reiði vinnuveitenda í eftirlitsferð ASÍ og SA um vinnustaði á Snæfellsnesinu. Dæmi fundust um starfsfólk á 100 þúsund króna mánaðarlaunum, fólk án ráðningasamninga, vanefndir á launatengdum greiðslum og sjálfboðaliða í stað launaðs starfsfólks. Sérfræðingar segja að vinnustaðabrot gegn starfsfólki séu að færast í aukanna.
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði
Var með réttindalausa útlendinga í vinnu vegna þrýstings frá þjóðfélaginu
Verktakafyrirtæki var gripið og sektað um síðustu helgi á Akureyri fyrir að hafa fjóra réttindalausa starfsmenn í vinnu án kennitölu við vafasamar aðstæður. Starfsmaður sem var handtekinn játar mistök. „Svona er lífið. Það geta komið upp hnökrar,“ útskýrir hann.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi
„Við erum alls ekki ánægð með það ástand sem er þarna,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlit ríkisins, um kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17 athugasemdir í þremur eftirlitsheimsóknum og forstjórinn segir von á fleirum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.