Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vantar fleiri tól til að berjast gegn launaþjófnaði

Tveir full­trú­ar sem sinna vinnu­staða­eft­ir­liti ASÍ á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segja að er­lent starfs­fólk eigi sér­stak­lega und­ir högg að sækja á nú­ver­andi vinnu­mark­aði. Þeir ræða mik­il­vægi þess að stöðva kenni­töluflakk, setja þak á frá­drátt­ar­liði á launa­seðl­um og að finna leið­ir til að fara beint í rekstr­ar­að­ila sem stunda launa­þjófn­að.

„Hann sagði við mig að ef ég kæmi aftur á vinnustaðinn þá yrði ég bara tekinn og laminn. Hvað á ég að gera? Ég þarf samt að vinna.“

Svona lýsir Ingólfur Björgvin Jónsson, starfsmaður á kjaramálasviði Eflingar, frásögn erlends verkafólks af valdaníðslu sem honum finnst allt of algeng. Adam Kári Helgason, eftirlitsfulltrúi Rafiðnaðarsambands Íslands, tekur í sama streng. „Það hafa verið mörg dæmi um að félagsmenn komi til okkar og segja að eigandinn eða yfirmaðurinn ætli að sparka sér út og senda aftur heim án þess að fá vangoldin laun borguð. Sumir atvinnurekendur, en alls ekki allir, mála skrattann á vegginn.“

Þeir Ingólfur og Adam hafa víðtæka reynslu af vinnustaðaeftirliti á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega í byggingargeiranum. Þrátt fyrir að langflest fyrirtæki standi sig og komi vel fram við starfsfólk sitt eru Ingólfur og Adam sammála um að það vanti fleiri leiðir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu