Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

Eigandi Hótels Adam var dæmdur til að greiða tékkneskri konu, Kristýnu Králová, tæpar þrjár milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir frá starfsaðstæðum sínum í viðtali við Stundina. Hún segist hafa verið látin sofa í sama rúmi og eigandinn þar sem hann hafi ítrekað reynt að stunda með henni kynlíf. Hún segir að hann hafi líka sannfært sig um að lögreglan myndi handtaka hana því hún væri ólöglegur innflytjandi. Eigandinn neitar ásökunum hennar og segir að það sé „ekkert að frétta“.

gabriel@stundin.is

Hótel Adam við Skólavörðustíg í Reykjavík varð skyndilega alræmdasta hótel landsins þegar í ljós kom að reynt væri að blekkja gesti hótelsins til að kaupa kranavatn á hótelinu og að mun fleiri svefnpláss væru leigð út en leyfi var fyrir. Því fór svo að stór hluti hótelsins var innsiglaður af lögreglu og fjallað var um grun á vinnumansali.

Lykilstarfsmaður hótelsins á þeim tíma vann síðar mál fyrir dómi gegn rekstrarfélagi þess. Rekstrarfélagið fór tímabundið í gjaldþrot, en hótelið starfar enn þrátt fyrir að rekstrarleyfi þess hafi runnið út í nóvember síðastliðinn. Ekki liggur fyrir hvort hótelið sé með bráðabirgðarleyfi til reksturs. Starfsmaðurinn segir nú sögu sína í fyrsta sinn.

Kynntust í Prag

Þegar Kristýna Králová kynntist hótelhaldaranum Ragnari Guðmundssyni í Prag í október 2015 var staða hennar lituð af örvæntingu. Tveimur mánuðum fyrr hafði henni verið sagt upp störfum á kaffihúsi í miðbænum og hún var að verða peningalaus. Hún skuldaði húsaleigu og sjúkratryggingar og atvinnuleit hennar hafði ekki skilað árangri.

Vinkona Kristýnar, sem starfar við vændi, sagðist þekkja íslenskan athafnamann sem ræki kaffihús í Prag og bauðst til að kynna þau.

Á fundinum bauð Ragnar Kristýnu að vinna fyrir sig á hóteli á Íslandi. „Enskan mín var ekki svo góð á þessum tíma,“ segir Kristýna blaðamanni Stundarinnar. „En eftir að hafa rætt saman í korter bauð hann mér 250.000 krónur í laun á mánuði, sem er tvisvar sinnum meira en ég myndi þéna fyrir sama starf í heimalandi mínu. Hann var ólmur í að fá mig til að vinna fyrir sig og bauðst til að borga fyrir mig flugmiðann.“

Tveimur vikum síðar var Kristýna komin til starfa á Íslandi. Hún segir að það hafi alltaf verið draumur sinn að fara til Íslands, en það sem tók við eftir komu hennar varð fljótt martraðarkennt. Hún hafði ekkert tengslanet á landinu og hafði enga leið til að vita hvort yfirmaður hennar væri að segja satt eða ekki um raunverulega stöðu hennar og réttindi. Hún var svikin um laun og segir að Ragnar hafi sannfært sig um að lögreglan myndi handtaka hana þar sem hún væri ólöglegur innflytjandi.

Nú, tveimur árum síðar, er Kristýna loksins reiðubúin til að opna sig um atburðarásina þegar hún starfaði á alræmdasta hóteli Íslands og gera upp erfiðasta ár lífs síns.

Var sagt að Ísland væri öruggt land

 

Var flogið til landsinsEigandi Hótel Adam borgaði fyrir flugmiða Kristýnu til Íslands, en hún hóf störf án þess að fá kennitölu eða ráðningarsamning.

Kristýna kom til landsins 5. nóvember 2015 með tvær ferðatöskur og von um nýtt tækifæri. Hún var ekki óvön því að byrja upp á nýtt, en hún hafði átt erfiða æsku, glímt við vímuefnafíkn og verið um tíma heimilislaus á götunni. Með hjálp skaðaminnkunarverkefnis í Prag tókst henni að komast á beina braut og í kjölfarið var hún sjálfboðaliði til margra ára þar sem hún hjálpaði með fræðslu og að dreifa hreinum sprautunálum og öðrum gögnum til fólks sem var í sömu stöðu og hún.

„Ég var 21 árs þegar ég gat loksins gert mér grein fyrir því að ég vildi meira út úr lífinu,“ segir hún. Þaðan tók við margra ára glíma þar sem Kristýnu tókst að verða reglusamari, skera á eitraða vináttu, halda starfi og mennta sig á ný, en hún hafði aðeins lokið grunnskólaprófi. Þegar hún var orðin þrítug og kynntist Ragnari segist hún hafa skilið við þessi óreiðuár og verið edrú í rúmt ár.

Kristýna var í bágri stöðu þegar hún kom til landsins og hafði samþykkt að vinna í þrjá mánuði fyrir Ragnar og fá laun sín útborguð eftir þetta vinnutímabil. Með því móti gæti hún borgað skuldir sínar, safnað upp varasjóði á meðan hún leitaði að nýju starfi heima fyrir, og í senn skoðað þetta ævintýralega land sem hafði alltaf verið henni ofarlega í huga.

„Ég hafði aldrei unnið í öðru landi og mörgum vinum mínum fannst það fjarstæðukennt að ég ætlaði bara að grípa gæsina,“ segir hún. „En aðrir sögðu að þetta væri algjörlega hættulaust þar sem Ísland væri svo öruggt land.“

Kristýna segir að fyrstu nóttina á Íslandi hafi Ragnar reynt að sofa hjá henni.

 

Neitar ásökunumRagnar Guðmundsson sagði að það „væri ekkert rétt“ hjá Kristýnu. Hann neitaði að tjá sig við Stundina og sagði að það væri „ekkert að frétta.“

Var sett í hræðilega stöðu

Kristýna segir að þegar það hafi farið að kvölda á þessum fimmtudegi hafi Ragnar leitt hana í einkaherbergi sitt á efstu hæð hótelsins. „Þarna var eldhús, salerni, tvö svefnherbergi, stórt píanó og skrifstofa. Það fyrsta sem hann gerði þegar ég gekk inn var að loka og læsa hurðinni að aukasvefnherberginu sem var þarna svo ég þyrfti að sofa í sama rúmi og hann. Ég spurði hann hvort ég gæti fengið mitt eigið herbergi og

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Við mælum með

Sigurplan Davíðs Oddssonar

Sigurplan Davíðs Oddssonar

·
Panama-skjölin: Milljarðaslóð Jóns Ásgeirs og Ingibjargar rakin í skattaskjól

Panama-skjölin: Milljarðaslóð Jóns Ásgeirs og Ingibjargar rakin í skattaskjól

·
Mér leið eins og ég væri útlendingur

Gabríel Benjamin

Mér leið eins og ég væri útlendingur

·
Tapaði öllu en er kominn aftur á toppinn

Tapaði öllu en er kominn aftur á toppinn

·

Nýtt á Stundinni

Listapúkinn lætur sólina skína

Listapúkinn lætur sólina skína

·
Sannleiksseggur lætur að sér kveða

Gunnar Hersveinn

Sannleiksseggur lætur að sér kveða

·
Vinstra megin við Garðabæ

Illugi Jökulsson

Vinstra megin við Garðabæ

·
Breytileiki tekna á Íslandi

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Breytileiki tekna á Íslandi

·
Systraást og samstaða

Systraást og samstaða

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

Illugi Jökulsson

Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

·
Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

·
Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·