Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Svanavatnið, uppgangur þjóðernispopúlisma og sækadelía

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 13.-21. nóv­em­ber.

Svanavatnið, uppgangur þjóðernispopúlisma og sækadelía

Þetta og margt annað er að gerast á næstunni.

Reykjavik Dance Festival

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 20.–23. nóvember
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburðinum

Vetrarútgáfa Reykjavík Dance Festival er fögnuður danslista í breiðum skilningi, en margvíslegir viðburðir munu spretta upp á höfuðborgarsvæðinu, allt frá gjörningum í partí, listrænt spjall og sýningar. Meðal viðburða er gönguferð með fötluðum og ófötluðum leiðsögumönnum um Reykjavík, vinnusmiðja þar sem eldri borgurum býðst að læra að semja og spila pönktónlist og 35 mínútna athöfn þar sem konur á öllum aldri skapa lifandi andrúmsloft með söng og dansi þar sem kvenorka ræður ríkjum. Einnig verða reifaðar hugmyndir um krakkaveldi, eða hvernig heimurinn væri ef börn réðu ríkjum og hefðu ákvörðunarvald yfir til dæmis aðgerðaráætlun og framkvæmd gegn hamfarahlýnun.

Kvintett Rebekku Blöndal

Hvar? Harpa
Hvenær? 13. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Söngkonan Rebekka Blöndal og hljómsveit flytur lög stórsöngkonunnar Billie Holiday. Hún skildi eftir sig ótal perlur, margar þeirra magnþrungnar ballöður og ástarlög og verður það helsta sem unnendur hennar þekkja flutt á tónleikunum. Rebekka er ein af efnilegustu djasssöngkonum landsins, og tók þátt í söngvakeppninni The Voice 2015, en hún ætlar að túlka lög Billie á sinn hátt.

Ecstatic Vision, Godchilla, Pink Street Boys

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 13. nóvember kl. 22.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Þrjár sveitir sem eru að vinna með sækadelíu stíga á svið á Gauknum. Ecstatic Vision koma frá Fíladelfíu, en meðlimir sveitarinnar stofnuðu hana til að búa til þá tónlist sem þeim sjálfum fannst skemmtilegast að hlusta á. Með þeim spila leðjukenndu stóner-rokkararnir Godchilla og sótrokkararnir í Pink Street Boys.

ROCKY! - Óskabörn ógæfunnar

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 13. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.400 kr.

ROCKY er glænýtt danskt verk eftir einn mest spennandi leikhúsmann Danaveldis, Tue Biering, en það tæklar rammpólitískt mál sem hrjáir lýðveldi heimsins: hvíta þjóðernishyggju. Verkið er sett upp sem ímynduð saga andstæðings hnefaleikarans Rocky Balboa, en í þessari útfærslu er hann líka myndlíking fyrir upprisu þjóðernispopúlisma á Vesturlöndum. 

Drag-Súgur

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 15. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.400 kr.

Dragdrottningarnar (og -konungarnir) í kabaretthópnum Drag-Súgur halda upp á fjögurra ára afmæli sitt með þessari stórstjörnusýningu. Búast má við gríni og glensi, metnaðarfullum tilþrifum sem RuPaul's Drag Race mætti taka sér til fyrirmyndar, og gordjöss dans- og söngatriðum. Gestum stendur til boða kaka og þemadrykkir, blöðrur og ýmislegt fleira.

Skjáskot

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 19. nóvember til 21. janúar
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Uppistandarinn og rithöfundurinn Bergur Ebbi velti upphátt fyrir sér málefnum eins og hver áhrif stafræns veruleika eru á hugsanir og athafnir einstaklinga, tilkall mismunandi kynslóða til réttlætis, BREXIT, Trump og fleiri spurningum fyrir áhorfendum Borgarleikhússins. Efnisþræðir þessa verks koma úr samnefndri bók hans, Skjáskot, sem kom út fyrir skömmu.

Minningardagur transfólks 

Hvar? Ráðhús Reykjavíkur
Hvenær? 20. nóvember kl. 17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þann 20. nóvember ár hvert er minningardagur transfólks haldinn hátíðlegur til að minnast transfólks sem hefur verið myrt vegna kynvitundar sinnar eða tekið eigið líf. Trans Ísland býður öllu transfólki, fjölskyldu og samherjum að koma saman og votta þeim sem hafa dáið á þessu ári virðingu, og á sama tíma koma saman og vonast eftir bjartari framtíð. 

Exxistenz

Hvar? Skynlistasafnið
Hvenær? Til 1. desember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Exxistenz er umbreytandi fylgjusnákur sem borðaði og braut niður Ekkisens, sýningarrými sem starfrækt var í 101 Reykjavík árin 2014–2019 og lagði drög að nýrri starfsemi sem skipulögð yrði í rými þess, sem tilraunavinnustofu og skynlistasafns. Skynlistasafnið var því vígt með opnunarathöfn þann 9. nóvember kl. 17.00, með breyttum innviðum, kynningu á nýjum áherslum og samsýningu á listaverkum sem fjalla um framtíðarverundina. 

Svanavatnið

Hvar? Harpa
Hvenær? 21.–23. nóvember
Aðgangseyrir: Frá 5.500 kr.

Svanavatnið er einhver vinsælasti ballett allra tíma og telst til helstu verka klassíska ballettheimsins. Stórkostleg tónlist Tsjajkvoskíjs á mikinn þátt í því að ballettinn hefur haldið vinsældum sínum frá upphafi, en Sinfóníuhljómsveit Íslands mun leika hana á sama tíma og rússneski dansflokkurinn St. Petersburg Festival Ballet flytur verkið.

Eitur

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? Til 12. desember
Aðgangseyrir: 6.750 kr.

Hilmir Snær og Nína Dögg takast á við kynngimögnuð hlutverk í margverðlaunuðu leikriti um sorgina í ástinni, en Eitur fjallar um fráskilin hjón sem hittast aftur tíu árum eftir skilnað við óvæntar aðstæður. Þau dansa á hárfínni línu afbrýðisemi, söknuðar, væntumþykju, biturðar og kraumandi ástríðna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
7
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu