Mest lesið

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
2

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
3

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
4

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Er líf á K2-18b?
5

Er líf á K2-18b?

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
6

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum
7

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

·
Stundin #102
Október 2019
#102 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 18. október.

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Lyfjaskortur skerðir lífsgæði

Hvað gerirðu ef lyfin, sem eru forsenda fyrir því að þú sért virk manneskja í samfélaginu, eru ekki lengur til í landinu?

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Hvað gerirðu ef lyfin, sem eru forsenda fyrir því að þú sért virk manneskja í samfélaginu, eru ekki lengur til í landinu?

Lyfjaskortur skerðir lífsgæði

Fyrir rúmlega þremur árum lenti ég í slysi með þeim afleiðingum að ég hlaut mænuskaða. Lífið tók u-beygju. Fór í 360 gráður og ekkert varð eins og áður. Ég tala stundum um lífið fyrir og eftir slys, svona eins og Eyjamenn tala um að eitthvað gerist fyrir eða eftir þjóðhátíð. Fyrir slysið gat ég gert alla þessa hluti sem öllum finnast svo sjálfsagðir, eins og að klæða mig og keyra bíl. Eftir slysið þarf ég að treysta á ferðaþjónustu Strætó til að komast á milli staða. 

Einn af fylgikvillum mænuskaða og annarra taugasjúkdóma er fyrirbæri sem kallast spasmi eða ósjálfráð taugaviðbrögð. Þeim er stjórnað af mænunni og haldið í skefjum af heilanum en ef mænan skaddast hættir heilinn að halda þessum viðbrögðum í skefjum. Með tímanum geta þessi ósjálfráðu taugaboð orðið það ýkt að þau valda spasma. Einstaklingum með mikinn spasma eru gefin lyf, ýmist í töfluformi eða lyfjadælu. 

Gesturinn sem fer ekki

Nokkrum dögum eftir slysið fann ég fyrir spasma í fyrsta sinn. Þessi elska hefur fylgt mér alveg síðan þá, mér til mismikillar gleði. Ég finn fyrir spasmanum á morgnana og ég finn fyrir honum á kvöldin. Ég finn fyrir honum þegar ég klæði mig og þegar ég hátta mig. Ég finn fyrir honum á kassanum í Bónus og við kvöldmatarborðið. Svo stjórnast spasminn af veðrum og vindum. Ef það er lægð yfir landinu, eykst spasminn. Ef það er frost og kalt, eykst spasminn.

„Þannig að ég sit uppi með gest sem verður í heimsókn næstu árin og áratugina“

Með öðrum orðum, ég finn fyrir spasma í öllum mögulegum og ómögulegum aðstæðum. Ég hef stundum lýst spasmanum á þann hátt að hann bauð sér sjálfur í heimsókn og neitar að fara. Alveg sama þótt ég biðji hann fallega eða öskra og skammast, spasminn fer ekki fet. Þannig að ég sit uppi með gest sem verður í heimsókn næstu árin og áratugina, vill kaffi og með því en neitar samt að taka þátt í kostnaðinum, þótt hann sé löngu búinn að éta mig út á gaddinn. Ofan á allt heimtar hann að verða besti vinur minn.

Lyfin gera lífið sem eðlilegast

Þökk sé spasmalyfjum þá get ég lifað sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir að sitja uppi með spasmann sem getur verið nánast óbærilegur þegar hann er sem mestur. Ef lyfjanna nyti ekki við þá væri ómögulegt fyrir mig að gera hversdagslega hluti eins og að vaska upp eða brjóta saman þvottinn. Já eða búa um rúmið. Án lyfjanna myndi ég líklegast eyða deginum uppi í rúmi eins og hver annar spýtukall og gæti ekki hreyft mig. Þannig ég má ekki til þess hugsa að missa spasmalyfin mín!

„Á dögunum fékk ég þær fréttir að birgðirnar af spasmalyfinu eru búnar í landinu“

Á dögunum fékk ég þær fréttir að birgðirnar af spasmalyfinu eru búnar í landinu og yrðu að öllum líkindum ekki væntanlegar aftur fyrr en um miðjan nóvember. Já, ég sagði um miðjan nóvember! Hvað á ég að gera þangað til? Leggjast undir feld og skríða undan honum á svipuðum tíma og LéttBylgjan byrjar að spila jólalög? 

Veruleiki margra

Lyfjaskorturinn er óþolandi og algjörlega ólíðandi. Svo ég tali nú ekki um þá skerðingu á lífsgæðum sem hann felur í sér. Um er að ræða lyf sem fólk þarf lífsnauðsynlega á að halda til þess að komast í gegnum daginn. Lyf sem hjálpar því að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Og það sem skiptir mestu máli, linar verki og aðrar þjáningar. Auk þess sem lyfjaskortinum fylgir aukið álag á fólk sem bíður upp á von og óvon um hvenær lyfin koma aftur svo það geti farið að lifa eðlilegu lífi á ný.

Ég mæli því ekkert með því að þú, lesandi góður, farir í bakinu á meðan mesti lyfjaskorturinn gengur yfir. Því það er ekkert víst að þú getir leyst út verkjalyfin sem skrifað verður upp á fyrir þig. Vegna þess að þau eru ekki til í landinu og enginn hefur hugmynd um hvenær þau verða fáanleg aftur. Slíkt er veruleiki allt of margra.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
2

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
3

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
4

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Er líf á K2-18b?
5

Er líf á K2-18b?

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
6

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum
7

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

·

Mest deilt

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
3

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
4

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
5

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Er líf á K2-18b?
6

Er líf á K2-18b?

·

Mest deilt

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
3

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
4

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
5

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Er líf á K2-18b?
6

Er líf á K2-18b?

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
3

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól
6

Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
3

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól
6

Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól

·

Nýtt á Stundinni

Landhreinsun ef Símon Dalaskáld er dauður

Illugi Jökulsson

Landhreinsun ef Símon Dalaskáld er dauður

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Bjarni, við erum best!

Bjarni, við erum best!

·
Er líf á K2-18b?

Er líf á K2-18b?

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Skáldskapur

Listflakkarinn

Skáldskapur

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Pírati í Prag ögrar Peking

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·