Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fáránleiki og eyðilegging, plastlaus ljósahátíð og poppkór

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 6.-19. sept­em­ber.

Fáránleiki og eyðilegging, plastlaus ljósahátíð og poppkór

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

VIÐ SKEMMDUM ALLT

Hvar? Listastofan
Hvenær? 6.–19. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Listastofan var stofnuð árið 2015 af Martynu Daniel og Emmu Sanderson, tveimur innflytjendum, með það í huga að bjóða stöku sinnum upp á módelteikningar og námskeið. Fjórum árum síðar hafa 62 einstakar listasýningar verið haldnar þar, auk aragrúa af námskeiðum, fyrirlestrum og fleiri viðburðum. 63. sýningin verður sú síðasta, en til stendur að loka Listastofunni að henni lokinni. Á þessari lokasýningu verða sýnd verk átta listafólks búsetts á Íslandi sem að hafa fáránleika og húmor að leiðarljósi undir þemanu eyðilegging. Haldið verður sérstakt opnunarkvöld 6. september kl. 17.00, en formlegri lokun verður fagnað í Iðnó 19. september með geysi og glensi, listasýningu og tónleikum.

Draumadís

Hvar? Flæði
Hvenær? 6.–8. september
Aðgangseyrir: Frjáls framlög!

Ása Bríet sýndi verkið Draumadís sem verk í vinnslu á útskriftarsýningu sinni úr textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík árið 2018, en þar bjó hún til sinn eigin vefstól og óf kjól beint í sniðið sitt. Verkið tók um yfir 100 klukkustundir að vinna. Nú, ári síðar, mun hún sýna verkið fullklárað. Sérstakur gjörningur verður fluttur með verkinu 6. september kl. 18.00.

Hjaltalín

Hvar? Harpa
Hvenær? 6. & 7. september kl. 20.00
Aðgangseyrir: frá 4.990 kr.

Ljúfsveitin Hjaltalín hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu misseri, en á þessu ári hefur hún unnið hörðum höndum að fjórðu hljóðversplötu sinni. Er þetta fyrsta platan í fullri lengd sem hljómsveitin gefur út í sjö ár, og má því segja að hún sé að vakna úr dvala. Stórtónleikar verða haldnir í Eldborgarsal til að fagna þessum áfanga.

Flaaryr – útgáfutónleikar

Hvar? Flæði
Hvenær? 7. september kl. 15.00
Aðgangseyrir: Frjáls framlög!

Argentínska tónskáldið og gítaristinn Flaaryr fagnar útgáfu stuttskífunnar Vegvísir, en listamaðurinn hefur verið búsettur í Reykjavík frá mars síðastliðnum. Sköpunarferli plötunnar hófst í Argentínu en var lokið hér á Íslandi, og kemst því platan ekki hjá því að ávarpa flutninginn frá Buenos Aires til Reykjavíkur. Með honum spila Guðmundur Arnalds, MSEA, Flaaryr og Sideproject.

Biometric Exit

Hvar? Midpunkt
Hvenær? til 29. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning Jake Laffoley og Lionell Guzman, sem eru búsettir í Montréal og New York, er ádeila á eftirlitssamfélagið og gagnasöfnun stjórnvalda og einkafyrirtækja á almenningi. Í sýningunni Biometric Exit fylgjast eftirlitsmyndavélar með gestum og reyna að greina andlit og hegðun þeirra, en gestum býðst not af felubúningum og öðrum græjum til að blekkja vélarnar.

Haustlaukar

Hvar? Listasafn Reykjavíkur
Hvenær? 7.–29. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Í september efnir Listasafn Reykjavíkur til samsýningar utan veggja safnhúsanna. Fimm myndlistarmenn setja fram ný verk sem birtast á fjölbreyttan og nýstárlegan hátt víða um Reykjavík og í því sameiginlega rými sem tækni samtímans býður upp á. Um er að ræða gjörninga, inngrip og uppákomur af ýmsu tagi.

Ljósanótt 2019

Hvar? Reykjanesbær
Hvenær? Til 8. september
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði

Ljósanótt er árleg menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, en hún er haldin í 20. sinn í ár. Hátíðin er alltaf fyrstu helgina í september á ári hverju, en á hátíðinni er áhersla lögð á viðamiklar uppákomur. Aðalatriðið er ávallt stórtónleikarnir á laugardagskvöldinu, en í ár koma meðal annars fram Emmsjé Gauti & Aron Can, Salka Sól og fleiri. Hátíðin er plastlaus í ár.

Minningartónleikar Lofts Gunnarssonar

Hvar? Hard Rock Café
Hvenær? 11. september kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.990 kr.

Loftur Gunnarsson féll frá 32 ára gamall vegna magasárs sem hefði verið hægt að lækna, en hann fékk ekki þá aðstoð sem hann þurfti þar sem hann var utangarðsmaður. Hann hefði orðið 40 ára 11. september og því halda aðstandendur hans minningartónleika honum til heiðurs þar sem Pétur Ben, Ragnheiður Gröndal, Krummi og fleiri koma fram. Allur ágóði rennur til minningarsjóðs Lofts sem hjálpar utangarðsfólki.

Independent Party People

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 13. september kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.400 kr.

Í þessu verki kannar leikhópurinn Sálufélagar sjálfsímynd Íslendinga og hvernig hún er að hluta til samansafn af þægilegum og söluvænum kreddum. Tekist er á við mýtur um að þjóðin sé einsleitur hópur af álfatrúandi náttúruunnendum. Hópurinn notast við aðferðir samsköpunarleikhúss við sviðsetningu sjálfs og ímyndar. 

Extreme Chill 2019

Hvar? Mengi, Gaukurinn, og víðar
Hvenær? 12.–15. september
Aðgangseyrir: 9.900 kr.

Extreme Chill er fjögurra daga tónlistarhátíð sem nýtir svið á sex mismunandi stöðum. Hátíðin er haldin í tíunda skiptið, en á henni mætast ólík listform: bæði þá sveitir kenndar við tilraunakennda raftóna, og líka lifandi myndlist. Fram hafa komið ýmsar kanónur úr þessum senum, en í ár stígur meðal annars goðsagnakennda hljómsveitin Tangerine Dream á sviðið.

Emilíana Torrini

Hvar? Salurinn
Hvenær? 12. & 13. september kl. 20.30
Aðgangseyrir: frá 4.950 kr.

Emilíana Torrini og Jón Ólafsson héldu vinsæla tónleikaröð síðasta vetur og hafa ákveðið að endurtaka leikinn með tvennum tónleikum. Þau munu fara í gegnum litríkan feril söngkonunnar. Lög frá upphafsárum ferils Emilíönu á Íslandi verða á dagskránni rétt eins og hennar stærstu smellir á alheimsvísu.

Mugison

Hvar? Háskólabíó
Hvenær? 13. & 14. september kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.990 kr.

Brennisteins-predikara-söngskáldið Mugison sem er (ekki) frá Ísafirði hefur verið á hringferð um landið í sumar. Hann hefur spilað samtals 30 tónleika þar sem hann kemur einn fram með gítar og söngrödd sína, en hann lýkur þessu ferðalagi í Háskólabíói. Búast má við góðu jafnvægi af gömlum sem og nýrri lögum.

Vocal Line & Vocal Project

Hvar? Harpa
Hvenær? 14. september kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.900 kr.

Danski kórinn Vocal Line og íslenski kórinn Vocal Project eru um margt ólíkir en eiga þó sameiginlegt að hafa vakið athygli fyrir fágaðan söng í flóknum og fjölbreyttum útsetningum. Kórarnir einblína báðir á samtímatónlist, svo sem popp, rokk, djass og dægurlagatónlist. Þessir tveir samtímakórar leiða saman hesta sína á þessum tónleikum.

Gilitrutt

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 15.–28. september
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Brúðuleikritið Gilitrutt segir frá bóndakonunni Freyju sem er löt til verka og lendir í klónum á Gilitrutt fyrir vikið, en lærir af þeim samskiptum að rækja skyldur sínar og taka ábyrgð á eigin gjörðum. Brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik segir að þessi sýning sé ástaróður sinn til Íslands. Gilitrutt hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins 2011.

Brúðkaup Fígaros

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? til 12. október
Aðgangseyrir: frá 3.000 kr.

Óperan Brúðkaup Fígarós er byggð á gamanleikriti Beaumarchais og er full af fyndnum uppákomum, misskilningi og óvæntum uppljóstrunum. Verkið hefur engu að síður alvarlegan undirtón og felur í sér leiftrandi ádeilu á samskipti yfirstéttar og alþýðu, stéttaskiptingu og forréttindi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
5
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
10
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu