Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Frumkvöðlar sem fylgdu eigin sannfæringu

Goð­sagna­kennda til­rauna­kennda rafsveit­in Tan­ger­ine Dream mun koma fram á há­tíð­inni Extreme Chill nú í sept­em­ber. Þessi þýska sveit er án efa einn helsti áhrifa­vald­ur ra­f­rænn­ar og til­rauna­kennd­ar tón­list­ar í dag. Hljóm­sveit­in hef­ur nú fang­að nýja hlust­end­ur, með­al ann­ars með áhrif­um sín­um á tón­list­ina í Net­flix-þátt­un­um Stran­ger Things. Anna Mar­grét Björns­son spjall­aði við Biöncu Froese, sem er ekkja forsprakk­ans Ed­gars Froese.

Frumkvöðlar sem fylgdu eigin sannfæringu

Tangerine Dream hefur undanfarin fimmtíu ár verið óþreytandi við að skapa sinn einstaka og stóra hljóðheim. Hljómsveitin var stofnuð árið 1967 af Edgar Froese í Þýskalandi og hefur síðan gefið út yfir 100 frumsamdar plötur, samið tónlist við fjölda kvikmynda og tölvuleikja og sjö sinnum verið tilnefnd til Grammy-verðlauna. Á miðjum áttunda áratugnum á hátindi ferils síns var hún skipuð Edgar Froese, Christopher Franke og Peter Baumann.  Eftir andlát Froeses árið 2015 hafa eftirlifandi meðlimir sveitarinnar, Thorsten Quaesching, Ulrich Schnauss og Hoshiko Yamane, haldið merki sveitarinnar og stofnanda á lofti í náinni samvinnu við listakonuna og ekkju Edgar Froeses, Biöncu. Platan Quantum Gates kom út 2017 og í kjölfarið hafa fylgt tónleikar á stöðum eins og Dekmantel, Flow Festival og Barbican Hall í London. 

Ekkja Froeses heldur bandinu lifandi 

Bianca FroeseEkkja Edgars Froese sem hefur unnið mjög náið með sveitinni og haldið merkjum stofnanda hennar á lofti.

„Sveitin í dag samanstendur af Thorsten Quaeschning, Hoshiko Yamane og Ulrich Schnauss,“ útskýrir Bianca Froese í samtali við Stundina en sveitin er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um Evrópu. „Thorsten, sem er á synthum og fleiri hljóðfærum býr í Berlín og vann með eiginmanni mínum, Edgar Froese, í um það bil tólf ár þar til Edgar lést árið 2015 sem fékk mikið á mig. Edgar kenndi honum grunnatriði þess að sequenca – röðun hljóma og hljómsvæða –  og hleypti honum inn í hljóðheim Tangerine Dream. Hoshiko, sem er menntaður sem klassískur fiðluleikari í Japan, býr einnig í Berlín og gekk til liðs við Tangerine Dream árið 2011. Hann bætir alls konar mystískum fiðlutónum við tónlistina. Ulrich, sem spilar líka á syntha býr í London og átti farsælan sólóferil þar til hann gekk til liðs við sveitina árið 2014.  Sveitin í þessu formi spilaði síðustu tónleika sína með Edgar í Melbourne í Ástralíu í nóvember 2014. Þetta átti að vera byrjun nýs tímabils í sögu Tangerine Dream, eða það sem Edgar kallaði Quantum Years, þar sem hann ætlaði að taka út öll akústísk hljóðfæri og bæta við nýjum hljóðum og töfrum.“   

Dauði Froeses ekki endalok sveitarinnar

Hvernig heldur maður áfram með hljómsveit þegar forsprakkinn og eini samfelldi meðlimur hennar er látinn? „Í fullri hreinskilni þá hugsaði ég, þetta gengur ekki, Edgar er ómissandi. En svo hugsaði ég, eiga þetta að vera endalok Tangerine Dream? Stuttu fyrir andlát sitt var Edgar búinn að móta hugmyndina sína um „Quantum Years“ þar sem hann var mjög upptekinn af skammtafræði og vildi miðla vísindalegri þekkingu á henni yfir í tónlistina. Mig langaði að þróa hugmyndina hans áfram og reyna að láta hana verða að veruleika. Ég var uppfull af þessum hugsunum á þesssum sársaukafulla tíma en það voru þrjú atriði sem sannfærðu mig. Færni þessara þriggja tónlistarmanna, kröftug sýn Edgars og minn eigin styrkur um að fylgja þessu verkefni eftir. Þetta var ekki auðvelt ferli og margir aðdáendur sveitarinnar voru efins um að hún gæti haldið áfram eftir að Edgar dó. En sem betur fer þá voru flestir þeirra mjög ánægðir og undrandi með nýja sándið og tóku nýju hljómsveitarskipanina í sátt.“  

Platan Quantum Gate, sem kom út á fimmtíu ára afmæli sveitarinnar, var tilnefnd til tvennra verðlauna á Prog Rock awards árið 2018. „Edgar byrjaði sjálfur að semja fyrir þessa plötu árið 2014 og skildi eftir sig mikið af tónlistarlegum skissum sem núverandi meðlimir notuðu sem grunn til að semja yfir,“  útskýrir Bianca. Hún segir að í dag séu það Thorsten og Ulrich sem sjái að mestu leyti um tónsmíðarnar en að á tónleikum sé oft spuni í lokin sem sé gerður af öllum þremur tónlistarmönnunum.  

Undir sterkum áhrifum frá Salvador Dali

Á gullaldarárum Tangerine Dream má oft sjá gamlar myndir frá tónleikum þar sem  græjurnar voru eins og í höfuðstöðvum NASA, risastórir veggir af analóg-tækjum.  En hvernig flytja þau tónlistina í dag? „Við notum auðvitað fartölvur en samt ekki bara fartölvur eins og Kraftwerk eru að gera þetta. Digital tæki eru ekki jafn spennandi sjónrænt eins og þessi gömlu Moog altari frá áttunda áratugnum en það er ennþá nóg eftir af áhugaverðum græjum og synthum á sviði hjá Tangerine Dream. Edgar sagði alltaf að gæði tónlistar væri ekki bundin við hversu flottar græjur væru notaðar til þess að framleiða hana.“  Spurð um mikilvægi Tangerine Dream fyrir heim tilraunakenndar tónlistar svarar hún að þeir hafi verið frumkvöðlarnir á þessu sviði. „Þeir voru frumkvöðlar og lentu oft í því í byrjun ferils síns að fólk kastaði tómötum og eggjum í þá. En þeir fylgdu sinni sannfæringu um nýtt tímabil í tónlistarsögunni, að brjótast úr hinum vanabundna hljóðheimi. Þeir höfðu kraft eftirstríðskynslóðarinnar sem komust í gegnum alla erfiðleika. Þessi þrautseigja, þetta töfrandi tímabil í tónlistarsögunni, þróun tónlistarinnar og tónlistartækninnar, þetta gerði hljómsveitina algjörlega einstaka. 

Edgar Froese var sjálfur undir miklum áhrifum frá súrrealistanum Salvador Dali. Árið 1967 var Edgar og fyrstu sveit hans, The Ones, boðið að spila á tónleikum Dalis í Cadaqués á Spáni. „Edgar var svo lánsamur að fá að ganga um með Dali í gegnum ólífugarðinn hans og ræða við hann um heimspeki, súrrealisma, listir og drauma. Dali hafði risastór áhrif á Edgar,“ segir Bianca. „Hann dáði hann, dáði verk hans og heimspeki og færði þessa aðdáun yfir í tónlist sína.“

Ný kynslóð hlustenda

Árið 2012 hafði tölvuleikjaframleiðandinn Rockstar Games New York samband við Edgar og spurði hvort hann vildi semja tónlist fyrir stærsta tölvuleik veraldar, Grand Theft Auto V. „Hann var fyrst ansi skeptískur á þetta,“  segir Bianca. „Hann þoldi ekki ofbeldi í neinu formi, en hann sannfærðist vegna þess að honum fannst  þetta tækifæri til að miðla tónlist Tangerine Dream til mun yngri hlustenda. Og svo árið 2013 vann hann verðlaun fyrir bestu frumsömdu tölvuleikjatónlistina í American VGX Video Award.“  

Það má heyra áhrif Tangerine Dream glöggt í þáttaröðinni vinsælu á Netflix, Stranger Things, en titillagið er eins og beint út úr smiðju þeirra.  „Hljómsveitin Survive sem samdi titillagið við Stranger Things hefur alltaf sagt að Tangerine Dream sé þeirra stærsti áhrifavaldur. Þegar þetta kom út datt Thorsten og Ulrich svo í hug að sprella aðeins með þetta, að gera ábreiðu af lagi Survive. Fyndið, ekki satt, að gera svala ábreiðu af lagi sem er  í raun ábreiða af lagi eftir hljómsveitina þína!“

Spurð um hvernig hún sjái tónlist í framtíðinni svarar hún að þau Edgar hafi oft rætt um hvort það yrði hægt að finna upp tækni til að koma tónlistarsköpun beint úr heilanum með nýrri tækni og sleppa því að þurfa að pródúsera hana alla með tölvum. „Hugsaðu þér ef það væri hægt að umbreyta tónsköpun í heilanum yfir í einhvers konar bylgur og beina þeim  beint í eyru aðdáenda bara með einhvers konar heilabylgjum! Það væri alveg frábært! En það er í raun undravert hvað við mannkyn erum ennþá hrifin af gömlum hljóðfærum og hljómum þeirra, gítar, trommum, flautu, fiðlu og píanó og svo framvegis. Ég held að þetta hljóti að hafa eitthvað að gera með hversu hæg þróun okkar er og líka að þrá okkar fyrir þessum hljómum muni aldrei taka enda.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
7
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
8
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
10
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu