Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stjórnarfrumvarp myndi fyrirbyggja að fólk í sömu stöðu og Zainab og Sarwari-feðgar fengi vernd

Rík­is­stjórn­in af­greiddi frum­varp í vor sem myndi veikja rétt­ar­stöðu þeirra hæl­is­leit­enda sem þeg­ar hafa feng­ið al­þjóð­lega vernd í lönd­um eins og Grikklandi.

Stjórnarfrumvarp myndi fyrirbyggja að fólk í sömu stöðu og Zainab og Sarwari-feðgar fengi vernd

Fyrirhugaðar lagabreytingar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra kynnti í vor myndu girða nær alfarið fyrir að fólk í sömu stöðu og Safari-fjölskyldan og Sarwari-feðgarnir fengi hælisumsókn sína tekna til efnismeðferðar á Íslandi.

Réttarstaða fólks sem þegar hefur fengið alþjóðlega vernd í landi á borð við Grikkland yrði veikt verulega. Ríkisstjórnin afgreiddi frumvarp þess efnis á ráðherrafundi þann 2. apríl síðastliðinn, nokkrum dögum eftir að nemendur Hagaskóla höfðu gengið fylktu liði að dómsmálaráðuneytinu og mótmælt brottvísun skólasystur sinnar. Málið var lagt fram sem stjórnarfrumvarp nokkrum dögum síðar en kom ekki til umræðu á vorþinginu.

Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum stóð til að vísa hinum afganska Asadullah Sarwari og barnungum sonum hans til Grikklands í síðustu viku, en brottvísunin var stöðvuð að læknisráði eftir að eldri drengurinn fékk taugaáfall og fór að kasta upp vegna kvíða. Stundin greindi svo frá því í gær að Shahnaz Safari og börnum hennar tveimur, Zainab og Amir, verður að öllu óbreyttu vísað úr landi í næstu viku. Málin hafa vakið gríðarlega athygli. 

Safari-fjölskyldan og Sarwari-feðgarnir eiga það öll sameiginlegt að hafa þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Í skýrslu sem unnin var fyrir Evrópuráðið í fyrra kemur fram að grísk stjórnvöld hafi ekki sett af stað neinar aðgerðir til að vinna að aðlögun flóttamanna í landinu. Samkvæmt gögnum sem kærunefnd útlendingamála hefur stuðst við í mati á aðstæðum í Grikklandi eru þar fá gistiskýli í boði fyrir heimilislausa og heilbrigðisþjónusta óviðunandi.

Verði frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á útlendingalögum lagt aftur fram og samþykkt á næsta þingi felur það í sér að stjórnvöld verða svipt heimildinni til að taka umsóknir einstaklinga, sem þegar hafi hlotið alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki á borð við Grikkland, til efnislegrar meðferðar á grundvelli undantekningaákvæðis 2. mgr. 36. gr. útlendingalaga sem fjallar um sérstök tengsl og sérstakar ástæður, svo sem er varða heilsufar. Hingað til hefur þetta undantekningarákvæði verið eina hálmstrá fólks sem eru í sams konar stöðu og Safari-fjölskyldan og Sarwari-feðgarnir.

Ef fyrirhugaðar breytingar Þórdísar Kolbrúnar hefðu þegar náð fram að ganga væri t.d. ólíklegt að heilsufar afganska drengsins sem varð veikur af kvíða í síðustu viku hefði vægi við afgreiðslu hælisumsóknar fegðanna. Eins og fram kom í viðtali við Magnús Davíð Norðdahl, lögmann feðganna, í viðtali við Mbl.is í dag er þetta einmitt það ákvæði sem hann vill láta reyna á með endurupptökubeiðni sem send hefur verið kærunefnd útlendingamála. Væri frumvarp ríkisstjórnarinnar orðið að lögum væri kærunefndinni óheimilt að beina því til Útlendingastofnunar að taka umsóknina til efnismeðferðar vegna sérstakra ástæðna á borð við slæma heilsu barns, nema því aðeins að veikindin teldust „alvarleg“ og „nauðsynleg yfirstandandi meðferð“ krefðist þess að fallið yrði frá endursendingu til viðtökuríkis.

Eins myndu lagabreytingarnar girða fyrir að Safari-fjölskyldan fengi umsókn sína tekna til efnismeðferðar á grundvelli sérstakra tengsla við landið. „Zainab hefur myndað sértök tengsl í Hagaskóla,“ sagði Magnús í viðtali við RÚV í mars og benti á að samkvæmt útlendingalögum er stjórnvöldum heimilt að taka mál til efnismeðferðar á slíkum grundvelli. Slíkt ætti ekki við ef frumvarp dómsmálaráðherra hefði orðið að lögum.

Fram kemur í greinargerð frumvarpsins að markmiðið sé að „hverfa frá þeirri framkvæmd að umsóknir einstaklinga sem þegar hafi hlotið alþjóðlega vernd séu teknar til efnislegrar meðferðar á grundvelli undantekninga 2. mgr. 36. gr. um sérstök tengsl og sérstakar ástæður“. Þá sé lagt til að „kæra fresti ekki réttaráhrifum ef umsækjanda um alþjóðlega vernd hefur verið synjað um efnislega meðferð á þeim grundvelli að hann hafi þegar hlotið alþjóðlega vernd í öðru ríki“.

Þó er lagt til að bætt verði við ákvæði um að mál skuli tekið til efnismeðferðar ef „brýnar einstaklingsbundnar aðstæður umsækjanda krefjast þess“. Í greinargerð er tekið dæmi: „svo sem þegar einstaklingsbundnir hagsmunir barns koma í veg fyrir endursendingu til viðtökuríkis eða þegar umsækjandi glímir við alvarleg líkamleg eða andleg veikindi og nauðsynleg yfirstandandi meðferð krefst þess að fallið verði frá endursendingu til viðtökuríkis“. 

Fyrirhugaðar breytingar byggja á þeirri afstöðu að aðstæður einstaklinga sem þegar hafi hlotið alþjóðlega vernd í öðru ríki séu „almennt ekki þess eðlis að skilyrði alþjóðlegrar verndar hér á landi séu uppfyllt“ og því eigi að mörgu leyti sambærileg sjónarmið við og þegar um er að ræða umsækjendur sem eru ríkisborgarar öruggra upprunaríkja, en réttur slíkra umsækjenda hefur verið þrengdur verulega á undanförnum árum. „Byggist þetta jafnframt á því að almennt má líta svo á að réttindi flóttafólks séu virt í öðrum Evrópuríkjum og að aðstæður séu ekki með þeim hætti að ástæða sé til að ætla að brotið verði alvarlega gegn grundvallarmannréttindum þess.“ 

Þórdís Kolbrún dómsmálaráðherra birti stöðuuppfærslu á Facebook í kvöld og sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál. „Ég veit þó að mál þeirra eru til skoðunar innan þess kerfis sem löggjafinn hefur búið til,“ skrifar hún. „Til að tryggja jafnræði hef ég ekki heimild til að stíga inn í einstök mál – en mig langar samt að segja þetta: Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er fjallað um endurskoðun á framkvæmd laganna nú þegar reynsla er komin á hana. Ég hef lengi talið að fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd laganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna.“ 

Fréttin hefur verið uppfærð og lengd síðan hún birtist fyrst.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár