Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Carl Baudenbacher: Aðild Íslands að EES í hættu ef orkupakkanum er hafnað

Fyrr­ver­andi for­seti EFTA-dóm­stóls­ins, tel­ur að það geti haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir Ís­lend­inga að hafna því að aflétta stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara vegna þriðja orkupakk­ans.

Carl Baudenbacher: Aðild Íslands að EES í hættu ef orkupakkanum er hafnað

Carl Baudenbacher, lagaprófessor og fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, telur að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Íslendinga að hafna því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðja orkupakkans og vísa málinu til sameiginlegu EES-nefndarinnar. 

„Ef innleiðingunni er hafnað er Ísland í raun að senda skilaboð sem gæti teflt þátttöku landsins í EES-samstarfinu í tvísýnu. Með öðrum orðum, Íslendingar verða að spyrja sig hvort þeir vilji stefna í hættu aðild sinni að samningi sem hefur tryggt þeim óhindraðan aðgang að innri markaðnum undanfarin 25 ár.“

Þetta kemur fram í greinargerð sem Baudenbacher hefur unnið fyrir utanríkisráðuneytið vegna orkupakkamálsins. Telur hann sáralitlar líkur á því að Íslendingar geti náð fram varanlegri undanþágu frá reglugerð 713/2009, enda myndi slíkt ganga gegn grundvallarmarkmiðum um samræmingu reglna á innri markaðnum. 

Ísexit?

Höfnun á afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara vegna þriðja orkupakkans verður að öllum líkindum til þess, segir Baudenbacher, að 5. mgr. 102. gr. EES-samningsins verði virkjuð og framkvæmd á orkuviðauka samningsins eða hluta hans frestist til bráðabirgða. 

Hann bendir á að Íslendingar hafi hvorki andmælt því að þriðji orkupakkinn væri EES-tækur né mótmælt þegar EES-ráðið kallaði eftir því í nóvember 2014 að upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn yrði flýtt. Þá hafi Ísland haft tækifæri til að leggja verulega til málanna í ákvörðunarferlinu og ekki staðið í vegi fyrir því að orkupakkinn yrði tekinn upp í EES-samninginn.

Evrópusambandið hafi áður gengið langt til að koma til móts við þarfir Íslendinga og hætt sé við því að sambandið myndi bregðast við skyndilegri afstöðubreytingu og höfnun Íslands á þriðja orkupakkanum með því að setja afgerandi fordæmi með einhverjum hætti.

Til langs tíma geti þannig aðild Íslands að EES-samningnum verið í hættu. Veltir Baudenbacher upp möguleikanum á „Ísexit“ í því samhengi og bendir á að slíkri vegferð myndi fylgja mikil óvissa.

Ekki eins og í Icesave

Carl Baudenbacher var dómari við EFTA-dómstólinn um árabil og forseti dómstólsins þegar Icesave-dómurinn féll Íslandi í vil.

Baudenbacher segir að í Icesave-málinu hafi úrlausn ágreiningsins á endanum oltið á lögfræðilegum álitaefnum. Ef Íslendingar leggist gegn upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn kæmi hins vegar til pólitískrar úrlausnar þar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði verulegt svigrúm til ákvarðana og aðgerða og þyrfti ekki að réttlæta þær með lögfræðilegum hætti. Telur hann að höfnun á þriðja orkupakkanum geti kallað á afgerandi viðbrögð (e. serious reponse) af hálfu Evrópusambandsins.

Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík varar einnig við því að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum. Umsögn stofnunarinnar um þingmálið birtist á vef Alþingis í morgun en þar er meðal annars vitnað í bók Sigurðar Líndal og Skúla Magnússon, Réttarkerfi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, þar sem kemur fram að í raun geti EES-samningurinn ónýst á skömmum tíma ef EFTA-ríkin nýti sér þjóðréttarlegan rétt sinn til að hafna nýjum gerðum. „Rétturinn til að synja laganýmælum ESB á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til er vissulega fýrir hendi frá formlegu sjónarhorni. Frá pólitísku sjónarhorni er hann þó vart fyrir hendi, a.m.k. svo framarlega sem stjómvöld EFTA-ríkjanna vilja halda í EES-samninginn.“ Sjónarmið Baudenbachers endurspegla vel þennan veruleika.

Myndi skapa verulega réttaróvissu

Eins og áður kom fram myndi framkvæmd á IV. viðauka EES-samningsins eða hluta hans líklega frestast ef Ísland hafnaði innleiðingu þriðja orkupakkans. „Í IV. viðauka eru tugir gerða sem Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa skuldbundið sig til að fylgja og veita fyrirtækjum og neytendum ýmis réttindi á EES-svæðinu sem óvissa yrði um til framtíðar ef viðaukinn eða hlutar hans frestast,“ segir í áliti Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR. Nefnd eru dæmi um gerðir sem lúta að upprunaábyrgðum og fjárhagslegum hvötum til að framleiða orku með endurnýjanlegum orkugjöfum. „Þetta hafa íslensk orkufyrirtæki nýtt sér undanfarin ár, en óvissa skapast um heimildir orkufyrirtækjanna að þessu leyti ef frestunin næði til þessarar gerðar,“ segir stofnunin og bendir jafnframt á að Noregur er virkur þátttakandi á innri markaði fyrir bæði raforku og gas á EES-svæðinu og því sé „ljóst að veruleg réttaróvissa myndi skapast í Noregi.“ 

Allt í allt yrðu afleiðingarnar af frestun orkuviðaukans þær að tvenns konar reglur myndu gilda á Evrópska efnahagssvæðinu: „Ein tegund reglna innan ESB og annars konar reglur á milli ESB og EES/EFTA-ríkjanna og á milli EES/EFTA-ríkjanna sjálfra. Þessi staða myndi hafa áhrif á viðskipti milli samningsaðila, samkeppnisskilyrði, jafnræði borgaranna o.fl.“ Þetta sé staða sem EES-ríkin og Evrópusambandið hafi talið mikilvægt að forðast. „Kemur ekki á óvart í ljósi þess sem að framan greinir að frá upphafi EES- samningsins hafa EES/EFTA-ríkin aldrei beitt neitunarvaldi varðandi upptöku gerða í EES-samninginn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
8
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
8
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
8
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár