Mest lesið

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
3

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka
4

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

·
Meðan þú sefur ...
5

Meðan þú sefur ...

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda
6

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður
7

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·
Stundin #90
Mars 2019
#90 - Mars 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 5. apríl.

Gagnrýna Mannréttindadómstólinn og lýsa áhyggjum af „framsali valds“ til útlanda

„Við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Jón Steinar Gunnlaugsson talar um „árás á fullveldi Íslands“.

Gagnrýna Mannréttindadómstólinn og lýsa áhyggjum af „framsali valds“ til útlanda
johannpall@stundin.is

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu hafi komið sér í opna skjöldu og kallar eftir umræðu um hvort Íslendingar hafi „framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu“. Þetta kom fram í viðtali við hann í þinghúsinu í dag. „Við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna,“ sagði hann.

Nálgunin er í takt við málflutning Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem lýsti dómi Mannréttindadómstólsins sem „árás á fullveldi Íslands“ í Kastljósi í gær. Hefur hann skorað á Íslendinga að „hrinda þessari aðför sem Ísland hefur nú sætt frá erlendri stofnun sem blygðunarlaust sækir sér vald sem hún fer alls ekki með“. 

Ísland fullgilti mannréttindasáttmála Evrópu árið 1953 og lögfesti hann árið 1994. Samkvæmt 2. gr. laganna um mannréttindasáttmála Evrópu eru úrlausnir Mannréttindadómstóls Evrópu ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Í 46. gr. sáttmálans kemur þó fram að samningsaðilar séu skuldbundnir til að „hlíta endanlegum dómi dómstólsins í hverju því máli sem þeir eru aðilar að“.

Mannréttindasáttmálinn og þær kröfur sem af honum leiða hafa knúið fram verulegar réttarbætur á Íslandi. Í því samhengi má t.d. nefna aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði árið 1992 og veigamiklar breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995. Nýlegri dæmi eru niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem íslenska ríkið hefur verið dæmt fyrir brot gegn tjáningar- og fjölmiðlafrelsi. Þessir dómar hafa haft talsverð áhrif á dómaframkvæmd á Íslandi og leitt til aukinnar verndar tjáningarfrelsis. 

Gagnrýndi áhrif erlendra dómstólaLætur það ekki óátalið að íslenskir dómstólar framselji túlkunarvald til erlendra dómstóla.

Sigríður Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, gagnrýndi Mannréttindadómstól Evrópu harðlega á blaðamannafundi sínum í dag. „Ég mun ekki láta það átölulaust að dómstólar séu notaðir í pólitískum tilgangi,“ sagði hún. „Ég mun heldur ekki láta það átölulaust að íslenskir dómstólar framselji vald til túlkunar á íslenskum lögum til erlendra dómstóla.“ 

Málflutningur Bjarna Benediktssonar á fréttamannafundi sem fram fór í þinghúsinu skömmu síðar er í sama anda. „Mér finnst líka mjög mikilvægt að við veltum upp annarri spurningu sem er þessi: Höfum við framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu? Ég hélt ekki, ég hélt ekki,“ sagði hann.

„Eitt af stóru álitamálunum varðandi niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu snýr einmitt að því hvar hann dregur mörkin í afskiptum af niðurstöðum um lög og rétt í aðildarríkjum. Við höfum ákveðið að skipa okkur í flokk með þjóðum sem vilja verja þau gildi sem skrifuð eru inn í Mannréttindasáttmálann og eigum þess vegna aðild að dómstólnum.“ 

Þá bætti hann við: „Niðurstöður hans hafa í gegnum tíðina oft verið mjög umdeildar. Þannig er í mörg ár lifandi umræða í Bretlandi um hvort þeir vilji segja sig frá dómstólnum, í Danmörku hefur einnig verið færð fram gríðarlega mikil gagnrýni.“ Þessi vísan til umræðunnar í Bretlandi kom einnig fram í viðtalinu við Jón Steinar í Kastljósi í gær.

Vildi fella bresku mannréttindalögin úr gildiDavid Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, talaði fyrir því að Bretar segðu sig frá lögsögu Mannréttindadómstóls Evrópu.

Breski íhaldsflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að Bretland segi sig frá lögsögu Mannréttindadómstóls Evrópu. „Dómar um að við eigum að hætta að vísa grunuðum hryðjuverkamönnum úr landi, sú hugmynd að mannréttindasáttmálinn gildi jafnvel á vígvöllunum í Helmand... og nú vilja þeir gefa föngum kosningarétt. Afsakið, en ég bara er ekki sammála þessu,“ sagði David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, árið 2014. Málið var stórt kosningamál hjá Íhaldsflokknum fyrir kosningarnar 2010 og aftur 2015 en hefur fallið í skugga Brexit-umræðunnar síðan. Í Danmörku hefur gagnrýnin umræða um Mannréttindadómstólinn að miklu leyti hverfst um innflytjendamál, svo sem um brottvísanir manna sem dæmdir hafa verið fyrir brot.

„Nú finnst mér vera komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi heldur eru þeir innanlands,“ sagði Bjarni Benediktsson í viðtalinu í dag. „Og meðal annars af þessari ástæðu er ég þeirrar skoðunar að það verði að láta reyna á þau sjónarmið sem reifuð er í minnihlutaálitinu um að hér hafi verið gengið allt alltof langt.“ 

Aðspurður hvort það kæmi til greina að Ísland segði sig frá aðild að Mannréttindadómstól Evrópu sagði Bjarni: „Nei, ég var ekki að boða neitt slíkt, ég var bara að segja að starfsemi dómstólsins er ekki hafin yfir gagnrýni og það felst ekki nein yfirlýsing um að grafa undan dómstól með því að áfrýja niðurstöðu hans, ekki frekar en að þegar það fellur dómur í héraði og honum er áfrýjað, þá eru menn ekki að segja að héraðsdómur sé ómögulegur. Ég er bara að segja að hérna er mjög langt gengið í því að hafa uppi lagatúlkun í máli sem er til lykta leidd af dómstólum innanlands. Það er óvananlegt og hlýtur að vekja upp spurningar um hversu langt dómstóllinn, í rétti, fer inn á það svið. Þetta eru spurningar sem við hljótum að spyrja, því þetta er grundvallarspurning, hvar túlkun á íslenskum lögum er. Það er eitt, svo er annað að túlka mannréttindasáttmálann.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
3

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka
4

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

·
Meðan þú sefur ...
5

Meðan þú sefur ...

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda
6

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður
7

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·

Mest deilt

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“
2

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
3

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
4

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi
5

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli
6

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

·

Mest deilt

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“
2

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
3

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
4

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi
5

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli
6

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

·

Mest lesið í vikunni

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
1

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
2

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
3

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
4

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
Ósýnilegi framkvæmdastjórinn
5

Kristlín Dís

Ósýnilegi framkvæmdastjórinn

·
Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
6

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·

Mest lesið í vikunni

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
1

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
2

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
3

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
4

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
Ósýnilegi framkvæmdastjórinn
5

Kristlín Dís

Ósýnilegi framkvæmdastjórinn

·
Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
6

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·

Nýtt á Stundinni

Hótel Rangá hagnaðist um 650 milljónir: „Óeðlilega miklar launahækkanir“

Hótel Rangá hagnaðist um 650 milljónir: „Óeðlilega miklar launahækkanir“

·
Píkutorfan

Píkutorfan

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

·
Strærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu

Strærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Frétt um „himinn og haf“ á skjön við tilboð Eflingar

Frétt um „himinn og haf“ á skjön við tilboð Eflingar

·
Þegar verðið verður sverð

Stefán Snævarr

Þegar verðið verður sverð

·