Mest lesið

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
3

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka
4

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

·
Meðan þú sefur ...
5

Meðan þú sefur ...

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda
6

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður
7

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·
Stundin #90
Mars 2019
#90 - Mars 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 5. apríl.

Dómsmálaráðherra segir samvinnu við brottvísun hælisleitenda dýrmæta fyrir Ísland

Dómsmálaráðherra er ánægð með áhrif Dyflinnarsamstarfsins á Íslandi, en Dyflinnarreglugerðin hefur gert stjórnvöldum kleift að vísa miklum fjölda hælisleitenda úr landi án efnismeðferðar.

Dómsmálaráðherra segir samvinnu við brottvísun hælisleitenda dýrmæta fyrir Ísland
johannpall@stundin.is

Dyflinnarsamstarfið og samvinnan er snýr að brottvísun hælisleitenda hefur verið dýrmæt fyrir Ísland. Þetta kemur fram í skýrslu dómsmálaráðherra um Schengen-samstarfið sem kynnt var í dag.

Dyflinnarsamstarfið lýtur að málsmeðferð ríkja í málefnum hælisleitenda og byggir á Dyflinnarreglugerðinni svokölluðu sem kveður á um að ábyrgð á meðferð hælisumsókna hvíli á því ríki sem hælisleitandi óskar fyrst eftir hæli í. Vegna landfræðilegrar stöðu Íslands hefur Dyflinnarsamstarfið gert stjórnvöldum kleift að vísa burt drjúgum hluta hælisleitenda undanfarna áratugi án þess að taka umsóknir þeirra til efnismeðferðar. 

„Hvað málefni flóttamanna varðar er Schengen-samstarfið einnig dýrmætt fyrir Ísland, þá einkum og sér í lagi Dyflinnarsamstarfið og samstarfið og samvinnan þegar kemur að brottvísunum þeirra sem dvelja ólöglega innan svæðisins,“ segir í skýrslu dómsmálaráðherra.

Bent er á að Dyflinnarkerfið hafi ekki verið hannað til að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust í Evrópu árið 2015 vegna aukinnar komu flóttamanna. „Í kjölfarið kom fram ýmis gagnrýni á kerfið, gagnrýni sem raunar á sér lengri aðdraganda en náði hámarki árið 2015. Núverandi Dublinkerfi þykir þannig hvorki sjálfbært né þykir það dreifa ábyrgð með sanngjörnum hætti meðal þátttökuríkja. Það hefur leitt til mikils þrýstings á fá þátttökuríki sem bera ábyrgð á flestum umsækjendum um alþjóðlega vernd vegna landfræðilegrar legu sinnar. Auk álagsins á einstaka ríki dregur svo mikill þrýstingur úr skilvirkni kerfisins,“ segir í skýrslunni.

Þá kemur fram að á fundi leiðtoga Evrópusambandsins um útlendingamál þann 28. júní í fyrra hafi mátt greina „ákveðna grundvallarbreytingu í viðhorfi varðandi heildarstefnu sambandsins í útlendingamálum“. Sú breyting feli fyrst og fremst í sér aukna áherslu á styrkingu ytri landamæra og öryggi innan Schengen-svæðisins. „Þessi viðhorfsbreyting hefur bein áhrif á Ísland sem þátttakanda í Schengen-samstarfinu og öllum aðgerðum sem miða að styrkingu ytri landamæra.“

Dómsmálaráðherra segir helsta ávinning Íslendinga af Schengen-samstarfinu vera hina auðveldu og þægilegu för milli landa án landamæraeftirlits með tilheyrandi töfum á landamærastöðvum og töfum. Þá skipti sköpum fyrir Ísland að hafa aðgang að lögreglusamvinnu í gegnum Schengen. „Fyrir Ísland er einnig mikill ávinningur fólginn í samræmdri stefnu um útgáfu vegabréfsáritana sem gerir íslenskri stjórnsýslu kleift að njóta fyrirsvars annarra Schengen-ríkja við útgáfu áritana inn á svæðið sem greiðir verulega fyrir straumi ferðamanna til Íslands.“ Loks er því fagnað hvað samstarfið á sviði flóttamannamála hafi reynst dýrmætt. 

Athygli vakti í janúar 2017 þegar tilkynnt var á vef dómsmálaráðuneytisins að Sigríður Andersen hefði lýst efasemdum fyrir Íslands hönd gagnvart fyrirhuguðum breytingum á Dyflinnarreglugerðinni og áformum um aukna samábyrgð Evrópuríkja vegna flóttamannavandans á fundi dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra í Valetta á Möltu. Í skýrslunni sem kynnt var í dag virðist tekið undir að annmarkar hafi verið á Dyflinnarkerfinu. Áhrifum Dyflinnarreglugerðarinnar á flóttamannamál á Íslandi er hins vegar fagnað.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
3

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka
4

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

·
Meðan þú sefur ...
5

Meðan þú sefur ...

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda
6

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður
7

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·

Mest deilt

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“
2

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
3

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
4

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi
5

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli
6

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

·

Mest deilt

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“
2

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
3

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
4

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi
5

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli
6

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

·

Mest lesið í vikunni

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
1

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
2

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
3

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
4

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
Ósýnilegi framkvæmdastjórinn
5

Kristlín Dís

Ósýnilegi framkvæmdastjórinn

·
Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
6

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·

Mest lesið í vikunni

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
1

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
2

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
3

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
4

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
Ósýnilegi framkvæmdastjórinn
5

Kristlín Dís

Ósýnilegi framkvæmdastjórinn

·
Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
6

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·

Nýtt á Stundinni

Píkutorfan

Píkutorfan

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Sögðu Braga hafa „tekið upp tólið og skipað fyrir um aðgerðir“

Sögðu Braga hafa „tekið upp tólið og skipað fyrir um aðgerðir“

·
Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

·
Strærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu

Strærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Frétt um „himinn og haf“ á skjön við tilboð Eflingar

Frétt um „himinn og haf“ á skjön við tilboð Eflingar

·
Þegar verðið verður sverð

Stefán Snævarr

Þegar verðið verður sverð

·