Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ekki víst að hert út­lendinga­stefna ríkis­stjórnarinnar standist lög

Í ný­legri reglu­gerð Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra er kveð­ið á um for­gangs­röð­un sjón­ar­miða sem hvergi koma fram í lög­um né lög­skýr­ing­ar­gögn­um.

Ekki víst að hert út­lendinga­stefna ríkis­stjórnarinnar standist lög
Togstreita milli löggjafar- og framkvæmdavalds Arndís A. K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og doktorsnemi í Strassborg, veltir því upp hvort ákvæði í reglugerð dómsmálaráðherra þrengi svigrúm stjórnvalda til mats umfram lagastoð. Mynd: Stjórnarráðið

Hert útlendingastefna núverandi ríkisstjórnar kann að vera komin út fyrir þann ramma sem stjórnvöldum er markaður með lögum. Áhöld eru um hvort ákvæði í reglugerð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra frá 6. mars síðastliðnum standist lög eða feli í sér þrengingu umfram lagastoð á svigrúmi stjórnvalda til mats á því hvort hælisumsóknir skuli teknar til efnismeðferðar. 

Fjallað er ítarlega um Dyflinnarreglugerðina og framkvæmd íslenskra stjórnvalda í grein Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, doktorsnema við Strassborgarháskóla og fyrrum lögfræðings hjá Rauða krossinum, sem birtist í nýjasta hefti Úlfljóts, tímarits laganema við Háskóla Íslands. 

Meginniðurstaða greinarinnar er sú að myndast hafi togstreita milli fyrirætlana löggjafans og framkvæmdar stjórnvalda við beitingu Dyflinnarreglugerðarinnar. Meðan Alþingi geri breytingar sem miði að því að rýmka heimildir stjórnvalda til þess að taka hælisumsóknir til efnismeðferðar haldi stjórnvöld áfram að túlka útlendingalöggjöfina mjög þröngt. Reglugerð Sigríðar Andersen, sem samþykkt var sama dag og meirihluti þingmanna varði ráðherrann vantrausti, feli í sér þrengingu á túlkun 36. gr. útlendingalaga, jafnvel þrengingu umfram lagastoð. 

Stundin fjallaði ítarlega um reglugerðina í mars síðastliðnum, en í henni er því meðal annars slegið föstu að heilsufar hælisleitenda skuli hafi „takmarkað vægi“ nema ákveðin skilyrði séu uppfyllt, til dæmis að þeir glími við „mikil og alvarleg veikindi, svo sem skyndilegan og lífshættulegan sjúk­dóm og meðferð við honum [sé] aðgengileg hér á landi en ekki í viðtökuríki“.

Rauði krossinn gagnrýndi reglugerðina harðlega og benti á að hertu skilyrðin næðu bæði til fullorðinna og barna. „Þannig virðist vera gert ráð fyrir að börn sem eru haldin sjúkdómi sem ekki nær þeim alvarleikaþröskuldi að teljast skyndilegur og lífshættulegur skuli endursend til viðtökuríkis, jafnvel þó að foreldrar barnsins muni þurfa að greiða fyrir meðferð við sjúkdómnum í viðtökuríki, án þess að frekara mat fari fram á einstaklingsbundnum aðstæðum barnsins,“ segir í umsögn Rauða krossins.

Þegar fjallað var um reglugerð Sigríðar í fjölmiðlum birti dómsmálaráðuneytið fréttatilkynningu þar sem fullyrt var að í reglugerðinni væri að finna „almenn viðmið sem líta [bæri] til við meðferð mála og því ekki tæmandi talin þau tilvik sem stjórnvöldum ber eða er heimilt að líta til við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd í þeim tilvikum er Dyflinnarreglugerðin á við“. Þá kom fram að „hvert og eitt mál [væri] ávallt metið sérstaklega og stjórnvöldum látið eftir mat á vægi þeirra sjónarmiða sem fram koma í reglugerðinni“. 

Í grein sinni sem birtist í Úlfljóti bendir Arndís Anna hins vegar á að í reglugerðinni standi skýrum stöfum að stjórnvöldum beri að „leggja megináherslu á mikilvægi samvinnu aðildarríkja Dyflinnarsamstarfsins og skilvirkni umsóknarferlisins“ auk þess sem vísað sé til til þess að sjónarmið um skilvirkni umsóknarferlisins endurspeglist í 47. reglugerðarinnar. 

Sigríður Á. Andersendómsmálaráðherra

„Eru stjórnvöldum hér beinlínis gefin fyrirmæli um forgangsröðun sjónarmiða, þar sem sjónarmiði sem hvergi kemur fram í lögum eða lögskýringargögnum – þ.e. um mikilvægi samvinnu aðildarríkja Dyflinnarsamstarfsins – er skipað öðrum framar,“ skrifar Arndís. „Þvert á móti er í lögskýringargögnum lögð áhersla á einstaklingsbundið mat stjórnvalda á persónubundnum aðstæðum umsækjanda um alþjóðlega vernd og á vernd einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu.“

Í þessu samhengi vísar hún sérstaklega til úrskurðar kærunefndar útlendingamála frá 10. október 2017 en þar kom skýrt fram sú túlkun nefndarinnar að lögskýringargögn gæfu til kynna að „viðkvæm staða umsækjenda skuli hafa aukið vægi andspænis sjónarmiðum sem tengjast m.a. skilvirkni við meðferð umsókna og mikilvægis samvinnu aðildarríkja Dyflinnarsamstarfsins“.

Sé fallist á þessa túlkun kærunefndarinnar á vilja löggjafans má leiða líkum að því að dómsmálaráðherra hafi ekki fylgt lögmætisreglu stjórnarskrárinnar við setningu reglugerðarinnar, þ.e. að stjórnvaldsfyrirmælin samræmist ekki þeim markmiðum og viðhorfum löggjafans sem lágu að baki lögunum sem reglugerðin byggir á.

Arndís fjallar sérstaklega um tvo meginþætti breytingarreglugerðarinnar frá 6. mars, annars vegar um túlkun á sérstökum ástæðum og hins vegar á þýðingu hagsmuna barns

Samkvæmt 2. mgr. 36. útlendingalaga ber stjórnvöldum að taka hælisumsókn til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. Arndís bendir á að samkvæmt athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna er byggt á því að um einstaklingsbundna ákvörðun sé að ræða þannig að metið sé hvort varhugavert væri að senda tiltekinn hælisleitanda til annars ríkis samkvæmt ákvæðum Dyflinnarreglugerðarinnar. Í öllum málum er varða endursendingar til þriðja lands skuli fara fram „ítarlegt mat á aðstæðum viðkomandi útlendings og aðstæðum og ástandi í móttökuríki“. Arndís vitnar líka í athugasemdir við frumvarp um breytingar á útlendingalögum sem samþykkt var í fyrra en þar er áréttaður sá vilji löggjafans að „ávallt skuli taka til efnislegrar meðferðar umsóknir um alþjóðlega vernd ef umsækjandi er í sérstaklega viðkvæmri stöðu“. Hún telur ekki hægt að álykta annað af lögskýringargögnum en að markmið 2. mgr. 36. gr. laganna hafi verið að skylda stjórnvöld til að meta aðstæður umsækjenda í hverju einstöku tilviki, meta viðkvæma stöðu umsækjanda persónubundið í hverju máli fyrir sig, og að ef einstaklingur teljist í sérstaklega viðkvæmri stöðu skuli almennt taka umsóknina til efnismeðferðar. 

Bent er á að samkvæmt almennum lögskýringarreglum ber að túlka undantekningarheimildir í lögum þröngt og samkvæmt 1. mgr. 36. gr. útlendingalaga er meginreglan sú að hælisumsókn skuli tekin til efnismeðferðar nema tilteknir stafliðir laganna eigi við og rétt þyki að beita þeim. Þótt lögin veiti stjórnvöldum heimild til að synja um efnismeðferð undir vissum kringumstæðum leggja þau jafnframt skyldu á stjórnvöld að taka umsóknir til efnismeðferðar við tilteknar aðstæður. Í reglugerð Sigríðar Andersen eru hins vegar hendur stjórnvalda bundnar og þeim gefin nokkuð nákvæm fyrirmæli um hvenær má og má ekki taka umsókn til efnislegrar meðferðar á grundvelli sérstakra aðstæðna. „Í ljósi þess sem fram er komið um þrönga túlkun undantekningarákvæða í lögum og um túlkun matskenndra reglugerðarheimilda leikur vafi á um hvort ákvæði 3. og 4. mgr. 32. gr. a reglugerðar um útlendinga þrengi svigrúm stjórnvalda til mats umfram lagastoð,“ skrifar Arndís. 

Arndís A. K. Gunnarsdóttirdoktorsnemi við Strassborgarháskóla en starfaði áður sem lögfræðingur hjá Rauða krossinum

Í reglugerð Sigríðar er sérstaklega tekið fram að almenn viðmið reglugerðarinnar gildi einnig í málum barna. Þá er vikið að fylgdarlausum börnum og mælt fyrir um að „Útlendingastofnun [sé] heimilt að taka umsókn fylgdarlauss barns til efnislegrar meðferðar á grundvelli sérstakra ástæðna, samrýmist það hagsmunum þess og afstöðu. Hagsmuni fylgdarlauss barns ber m.a. að meta með hliðsjón af möguleikum barns til fjölskyldusameiningar, sbr. 8. gr. Dyflinnarreglugerðarinnar […]. Við mat á sérstökum ástæðum er heimilt að horfa til ungs aldurs viðkomandi sem náð hefur 18 ára aldri en sannanlega verið fylgdarlaust barn við komu til landsins“. 

Arndís bendir á að þarna eru settar reglur um heimildir stjórnvalda til að taka umsóknir fylgdarlausra barna til efnismeðferðar sem ganga skemur en ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar í þessum efnum, en í 8. gr. hennar er ábyrgðin á meðferð umsóknar barns í þeirri stöðu lögð á það ríki þar sem barnið er statt. „Er íslenskum stjórnvöldum því skylt að taka slíka umsókn til efnismeðferðar samkvæmt ákvæðum Dyflinnarreglugerðarinnar. Verður því að telja þetta ákvæði reglugerðar um útlendinga hafa takmarkaða, ef nokkra, þýðingu við beitingu 36. gr. laga um útlendinga,“ skrifar Arndís. 

Þetta er athyglisvert í samhengi við ákvæði 32. gr. sömu reglugerðar sem áður var fjallað um, þar sem stjórnvöld eru skylduð til að „leggja megináherslu á mikilvægi samvinnu aðildarríkja Dyflinnarsamstarfsins og skilvirkni umsóknarferlisins“. Þrátt fyrir þetta felur sama reglugerðin semsagt í sér ákvæði sem samræmast ekki Dyflinnarreglum um fylgdarlaus börn. 

Í reglugerð Sigríðar er þrengt að svigrúmi stjórnvalda til mats á því hvort heimilt sé að taka mál til efnismeðferðar á grundvelli tengsla umsækjanda við landsins. Þannig kemur fram að Útlendingastofnun sé heimilt að líta til tengsla á grundvelli fyrri dvalar ef umsækjandi hefur „áður verið með útgefið dvalarleyfi hér á landi í eitt ár eða lengur“, en þó ekki ef umsækjandi hefur „dvalist erlendis lengur en 18 mánuði samfellt frá útgáfu síðasta dvalarleyfis“ nema tengslin séu „mjög sterk“. 

Arndís bendir á að í athugasemdum við frumvarp til útlendingalaga er ekki gert ráð fyrir svo ströngu mati. „Þar segir um sérstök tengsl að þau geti átt við í tilfellum þar sem tengsl eru ríkari en við viðtökuland, svo sem vegna fyrri dvalar. Ekki er þar gerð nein krafa um dvalarleyfi eða lágmarksgildistíma. Vaknar því enn upp sú spurning hvort ákvæði breytingarreglugerðarinnar hafi næga lagastoð,“ skrifar hún.

Í niðurstöðukafla greinarinnar kemur fram að svo virðist sem löggjafinn hafi gert nokkrar tilraunir til að víkka út gildissvið 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og samsvarandi ákvæði í eldri lögum. Hins vegar séu stjórnvöld almennt hikandi við beitingu þessara heimilda og hafi tilhneigingu til að beita þeim þröngt. Þó hafi á allra síðustu misserum orðið þróun í aðra átt. Þeirri þróun hafi að nokkru leyti verið snúið við með setningu nýrrar reglugerðar Sigríðar Andersen um túlkun og beitingu 2. mgr. og 36. gr. útlendingalaga. Enn eigi þó eftir að reyna á bæði túlkun og lagastoð reglugerðarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
6
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
7
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
8
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu