Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Brugðið vegna framgöngu þingmannsins: „Ég veit hvernig mér líður, ekki hann“

„Ég leit­aði mér að­stoð­ar vegna þess að mér leið illa yf­ir vænd­inu,“ seg­ir fyrr­ver­andi vænd­is­kona sem steig fram í kvöld­frétt­um Stöðv­ar 2 síð­ustu helgi. Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tel­ur Stíga­mót hafa sann­fært hana um að hún sé fórn­ar­lamb. „Það hvernig hann lýs­ir at­vik­um er kolrangt, enda veit hann ekk­ert um mína hagi,“ seg­ir kon­an.

Brugðið vegna framgöngu þingmannsins: „Ég veit hvernig mér líður, ekki hann“
Konan steig fram í viðtali við Stöð 2 síðustu helgi og lýsti reynslu sinni. Mynd: Skjáskot af Stöð 2

Fyrrverandi vændiskona sem kom fram í viðtali á Stöð 2 síðustu helgi segir óskiljanlegt að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skuli leyfa sér að draga ályktanir um tilfinningalíf hennar án þess að þekkja hana eða vita nokkurn skapaðan hlut um aðstæður hennar. 

Brynjar var gestur í þættinum Harmageddon í vikunni og tjáði sig meðal annars um vændi, lagaumhverfið á Íslandi og sjónvarpsviðtalið við konuna. Konan tjáði sig nafnlaust við Stöð 2 til að vernda fjölskyldu sína, en hún er öryrki og einstæð móðir, varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku og leiddist út í vændi árið 2010 vegna sárrar fátæktar. 

Fram kom á Stöð 2 að konan hefði leitað sér aðstoðar hjá Stígamótum og Bjarkarhlíð og hætt í vændi árið 2016.

Brynjar tjáði sig um þetta í Harmageddon og sagði meðal annars: „Núna hefur hún áttað sig á því, þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“ 

Stundin hafði samband við konuna og bar ummælin undir hana. „Mér finnst orðin vera niðrandi. Lítillækkandi, bæði gagnvart mér og Stígamótum. Mér finnst að hann mætti kynna sér mál betur áður en hann fabúlerar um þau á opinberum vettvangi,“ segir hún.

„Það hvernig hann lýsir atvikum er kolrangt, enda veit hann ekkert um mína hagi. Ég leitaði mér aðstoðar vegna þess að mér leið illa yfir vændinu, fór bæði til Bjarkarhlíðar og Stígamóta. Þar losnaði ég við skömmina og gat farið að tala um þetta og átta mig á því að vændið væri ekki mér að kenna. Ég upplifði mig sem þolanda löngu áður en ég leitaði mér aðstoðar.“

„Ég leitaði mér aðstoðar vegna
þess að mér leið illa yfir vændinu“

Þá bætir hún við: „ Ég er orðin alveg nógu gömul til að átta mig á tilfinningum mínum. Mér finnst smættandi að jafn valdamikill maður og Brynjar telji að ég og konur eins og ég getum ekki ákveðið sjálfar hvernig okkur líður. Ég veit hvernig mér líður, ekki hann.“

Erfitt að skila skömminni

Í umfjöllun Stöðvar 2 var rætt við Rögnu Björgu Guðbrandsdóttur, verkefnastjóra hjá Bjarkarhlíð, sem sagði að það tæki konur oft langan tíma að opna sig um vændi. „Oft eru konur sem kannski leita sér aðstoðar vegna vanlíðunar og annarra einkenna kynferðisofbeldis en nefna ekki vændi fyrr en það er búið að byggja upp traust og þær eru búnar að vera í viðtölum eða meðferðum í einhvern tíman,“ sagði hún. 

Konan segir að svo virðist sem misskilnings hafi gætt í Harmageddon-viðtalinu. „Í viðtalinu var talað eins og það þyrfti að draga upp úr konum að þær hefðu stundað vændi. En ástæðan fyrir því að stundum tekur langan tíma fyrir konurnar að ræða þetta er að þær skammast sín. Þær bera rosalega skömm og eru hræddar um að meðferðaraðilinn dæmi þær, því auðvitað er ekki hægt að treysta því að allt fagfólk líti vændi sömu augum og til dæmis Stígamót. Hjá Stígamótum líður manni ekki eins og maður þurfi að skammast sín en oft tekur langan tíma að vinna traustið. Það er þetta sem Ragna í Bjarkarhlíð sagði í viðtalinu, en því var snúið á haus í Harmageddon.“ 

„Ég vil spyrja á móti: Bera mennirnir
sem nýttu sér neyð mína enga ábyrgð?“

Í viðtalinu minntist Brynjar tvívegis á ábyrgð. „Hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“ sagði hann. Og svo: „Þú getur alveg rökstutt að enginn kaupi vændi nema það sé í einhverri neyð. Hún er bara öðruvísi neyð. Ég er bara að segja: Taktu bara ábyrgð á sjálfri þér.“

Konan sem steig fram á Stöð 2 segist einmitt gera sitt allra besta til að axla ábyrgð. „Ég hef tekið ábyrgð með því að leita mér aðstoðar, vinna í mínum málum. Í dag er ég að fræða aðra um hætturnar í þessum heimi og þar er ég rétt að byrja. En ég vil spyrja á móti: Bera mennirnir sem nýttu sér neyð mína enga ábyrgð? Þeir vissu allir að þeir voru að brjóta lög, hver einn og einasti.“

Vont ef ungir karlar í Sjálfstæðisflokknum líta upp til Brynjars

Hún bætir því við að það sé ábyrgðarhluti fyrir mann eins og Brynjar Níelsson, lögfræðing sem nú er alþingismaður og virðingarmaður í Sjálfstæðisflokknum, tali með þeim hætti sem hann gerir.

„Þú getur rétt ímyndað þér hvaða áhrif það hefur þegar forystumaður eins og hann talar svona og ungir menn í flokknum líta upp til hans. Það virðast ýmsir í flokknum hans vera sammála honum, til dæmis ungur áberandi maður í Sjálfstæðisflokknum sem nýtti sér neyð mína fyrir nokkrum árum.“ 

Þarna vísar hún til sama aðila og hún vék að í viðtalinu á Stöð 2 með þeim orðum að það væri „óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að sjá einn af gerendum sínum“. Konan segist ekki hafa ætlað að gefa neitt upp um hver sá aðili væri, en eftir ummæli Brynjars Níelssonar og þögn flokksforystu Sjálfstæðisflokksins um þau geti hún ekki orða bundist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
9
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár