Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forsætisráðherra „áhrifavaldur“ með dulda auglýsingu

Formað­ur Við­reisn­ar spurði á Al­þingi hvort for­sæt­is­ráð­herra muni aug­lýsa full­veld­is­bjór og full­veldisklein­ur eins og MS mjólk í þing­hús­inu. Katrín Jak­obs­dótt­ir sagð­ist hafa tek­ið þátt í ótal við­burð­um og að hún feli sig ekki bak við af­mæl­is­nefnd­ina.

Forsætisráðherra „áhrifavaldur“ með dulda auglýsingu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir Formenn Viðreisnar og Vinstri grænna ræddu myndatöku í anddyri þinghússins á þingfundi í gær. Mynd: Pressphotos

Forsætisráðherra segist ekkert hafa séð því til fyrirstöðu að taka við nýjum mjólkurfernum MS við athöfn í anddyri Alþingishússins á föstudag. Hún hafi verið beðin um það af afmælisnefnd fullveldis Íslands enda sé fullveldisafmælið ekki einkaeign ríkisins, heldur þjóðarinnar allrar og einnig einkaaðila.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vakti athygli á málinu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. Sat Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir svörum.

„Við sem hér störfum vitum að reglan er sú að húsið er ekki notað til kynningar á vörum og hafa mörkin þar verið nokkuð skýr,“ sagði Þorgerður Katrín. „Úr varð þessi fína ljósmynd af forsætisráðherra með mjólkurfernurnar góðu fyrir framan málverk af Jóni forseta. Aðspurður segir síðan skrifstofustjóri Alþingis að ekki sé um neina vörusýningu eða vöruauglýsingu að ræða heldur fyrst og fremst atburð sem tengist hátíðardagskránni. Gott og vel. Þá hlýt ég að spyrja: Getur hvaða fyrirtæki sem er útbúið nýjar umbúðir í tilefni af fullveldisafmælinu og fengið forsætisráðherra til að sitja fyrir og auglýsa þannig vörurnar?“

Þorgerður Katrín benti á að MS sé í „svokallaðri“ samkeppni við aðra framleiðendur mjólkurafurða og hafi verið dæmt vegna samkeppnisbrota á árinu. „Þótt þessi uppákoma endurspegli í raun ákveðna einokunarstarfsemi á mjólkurmarkaði, sem kemur ekki á óvart miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar, er það umhugsunarefni. Hvernig er það metið hvort þetta sé gert í markaðslegum tilgangi eða ekki? Það er alþekkt að nýta svona leiðir til markaðssetningar, t.d. með áhrifavöldum. Þeir sem mættu í anddyri til að afhenda vöruna voru einmitt forstjóri Mjólkursamsölunnar, sá góði maður, markaðsstjóri og markaðsfulltrúar. En var þetta ekki í markaðslegum tilgangi?“

Hefði þurft að merkja myndina #samstarf

Þorgerður Katrín sagði það vera ljóst að um dulda auglýsingu væri að ræða. „Hvað kostar klukkustund með forsætisráðherra, líklega mesta áhrifavaldi landsins? Er virkilega ekki um dulda auglýsingu að ræða? Hefði mögulega átt að setja undir myndina #samstarf, eins og Neytendastofa hefur ítrekað bent á að sé nauðsynleg forsenda þess að neytendur átti sig á hvort um dulda auglýsingu sé að ræða eða ekki?“

Katrín JakobsdóttirForsætisráðherra veitti fernunum viðtöku frá fulltrúum MS og afmælisnefndarinnar.

Hún spurði í framhaldinu hvar draga eigi mörkin þegar kemur að því að nota þinghúsið sem auglýsingavettvang. „Mun þá forsætisráðherra ekki fetta fingur út í það ef þessi fullveldisnefnd kemur aftur með tillögur?“ spurði Þorgerður Katrín. „Við erum til dæmis með frábæra bjórframleiðendur víða um land. Verður þinghúsið vettvangur fyrir auglýsingu á fullveldisbjór? Eða eigum við að tala um fullveldiskleinur? Við erum með marga frábæra framleiðendur að kleinum, góða bakara, sem geta alveg örugglega bakað fullveldiskleinur.“

Viðreisn eigi fulltrúa í afmælisnefndinni

Katrín svaraði því til að hún hafi fengið óskina frá afmælisnefndinni og kannað í kjölfarið hvort leyfi hafi verið veitt af hálfu Alþingis. „Ég hef skilið markmið afmælisnefndarinnar sem svo að fullveldisafmælið sé ekki einkaeign ríkisins heldur þjóðarinnar allrar og þau hafa því hvatt meðal annars einkafyrirtæki til að koma að hátíðahöldum,“ sagði Katrín. „Þar sem ég hef tekið þátt í óteljandi viðburðum á þessu afmælisári tengdum fullveldinu, bæði með einkafyrirtækjum, frjálsum félagasamtökum og stofnunum, sá ég í í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að veita þessum mjólkurfernum viðtöku.“

Katrín benti á að í afmælisnefndinni sitji fulltrúar allra flokka á þingi, þar á meðal Viðreisnar. „Ég vil ítreka að ég er alls ekki að fela sig á bak við nefndina. Mér fannst bara rétt að nefna það af því að mér fannst ég greina á fyrri orðum háttvirts þingmanns að hún þekkti hugsanlega ekki til þess að þessi beiðni hefði komið frá nefndinni þar sem hennar fulltrúi situr,“ sagði Katrín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samkeppnismál

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár