Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útgefandi Fréttablaðsins gagnrýnir meðferð saksóknara og fjölmiðla á Jóni Ásgeiri

Krist­ín Þor­steins­dótt­ir kvart­ar yf­ir kostn­að­in­um af rann­sókn­um sér­staks sak­sókn­ara og tel­ur ákæru­vald­ið og fjöl­miðla hafa far­ið of geyst.

Útgefandi Fréttablaðsins gagnrýnir meðferð saksóknara og fjölmiðla á Jóni Ásgeiri
Eigandi Fréttablaðsins og eiginmaður hennar Ingibjörg Pálmadóttir er aðaleigandi Fréttablaðsins, en Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, er fyrrverandi eigandi. Mynd: Pressphotos

Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi og leiðarahöfundur Fréttablaðsins, gagnrýnir Morgunblaðið og RÚV fyrir að fjalla of mikið um Aurum-málið og veltir því upp hvort kappið hafi borið skynsemina ofurliði í rannsóknum og ákærum gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleirum. Þá finnur hún að því hve miklum fjármunum hefur verið varið til sérstaks saksóknara og reksturs dómsmála sem tengjast hruninu og veltir því fyrir sér hvort dómarar á Íslandi hafi „fallið í þá gryfju að dæma eftir almenningsálitinu“. 

Þetta kemur fram í leiðara Kristínar í helgarblaði Fréttablaðsins, blaðs sem er nær alfarið í eigu félaga Ingibjargar S. Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Jón Ásgeir og fleiri sakborningar í Aurum-málinu voru sýknaðir í Landsrétti í síðustu viku, en fyrst var ákært í málinu árið 2012. 

„Fjölmiðlar hafa eytt ófáum dálksentimetrum í málið. Vefsíða Morgunblaðsins tileinkar því sérstaka síðu. Þar eru 185 fréttir,“ skrifar Kristín. „Morgunblaðið taldi líka tilefni til þegar fjallað var um málið í síðasta sinn fyrir dómstólum að birta umfangsmikla umfjöllun um málið á heilli opnu í blaðinu. Forsíða blaðsins þann dag var tilvísun í yfirheyrslur sem áttu sér stað árið 2011. RÚV hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja.“

„Sætt rannsóknum sleitulaust“

Þá víkur Kristín sérstaklega að þeirri meðferð sem Jón Ásgeir hefur sætt. „Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur sætt rannsóknum sleitulaust frá 2002. Eftirtekja ákæruvaldsins úr þeirri vegferð er rýr. Því hlýtur að mega velta því upp hvort niðurstaðan sé ekki sú að farið hafi verið af stað af meira kappi en forsjá? Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs virðist renna stoðum undir slíkar grunsemdir.“

Hún bendir á að starfsemi sérstaks saksóknara „kostaði skattborgara tæpa 7 milljarða króna á árunum 2009 til 2015“ en segir þá ótalinn þann kostnað sem felist í því að „ungt, hæfileikaríkt fólk hafi í mörgum tilvikum þurft að gera hlé á störfum sínum í áratug meðan það beið úrlausnar sinna mála“.

Dómstólar gagnrýndir og lögreglumenn nafngreindir

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kristín viðrar sjónarmið í þessum anda. Áður en Kristín tók við starfi útgefanda og aðalritstjóra 365 og síðar Fréttablaðsins höfðu harðorð pistlaskrif hennar til varnar svokölluðum útrásarvíkingum og sakborningum í hrunmálum vakið athygli. Þá hafði hún gagnrýnt Evu Joly harðlega og varað við „fúski“ saksóknara og yfirvofandi réttarmorðum dómstóla.

„Drögum úr lögreglurannsóknar- og dómstólaþrasi, sem er allt að drepa úr heift og leiðindum. Verjum kröftunum þess í stað í að átta okkur á hvað fór úrskeiðis í raun og veru,“ skrifaði Kristín í febrúar 2012. Þann 4. apríl 2016 birtist svo leiðari eftir Kristínu í Fréttablaðinu þar sem hún gagnrýndi Hæstarétt harðlega vegna niðurstöðu í máli er varðaði Jón Ásgeir Jóhannesson. Niðurlag leiðarans var svohljóðandi: „Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“ Í sama mánuðinum var föstum vikulegum dálki Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar kippt út úr Fréttablaðinu svo koma mætti fyrir pistli eftir Jón Ásgeir. Í pistlinum sakaði Jón Ásgeir sérstakan saksóknara um ósannindi og Hæstarétt um að spila með. Ári áður hafði Jón Ásgeir fengið birta grein í blaðinu þar sem hann bar þungar sakir á lögreglumenn og nafngreindi þá sérstaklega. 

Leiðaranum sem Kristín Þorsteinsdóttir birtir í dag lýkur með þessum orðum: „Þegar dómur lá fyrir í Aurum-málinu sagði Morgunblaðið, sem skrifað hafði 185 fréttir um málið, frá því í lítilli frétt á blaðsíðu sex. Kannski passaði sýknudómurinn ekki inn í þá mynd sem blaðið hafði dregið upp? Hver nennir að lesa um saklausa bankamenn?“

Sagði forstjóra Glitnis fyrir verkum

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur verið ákærður í tengslum við efnahagsbrotamál á þeim forsendum að hann hafi verið „skuggastjórnandi“ Glitnis, þar sem margvísleg brot hafi verið framin. Þannig kvartaði Lárus Welding, forstjóri Glitnis, undan því að Jón Ásgeir kæmi fram við hann fremur eins og „útibússtjóra“ en forstjóra. „Þetta eru málin nenni ekki að bögga ykkur á hverjum degi með þessu enda ætlast ég til að CEO þessara félaga vinni sín mál ef við komum þessum málum frá er borðið mitt hreint. Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður GLB (Glitnis),“ sagði Jón Ásgeir í einum tölvupóstanna til Lárusar.

„Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður GLB“

Í einum tölvupóstinum segir Einar Örn Ólafsson, þá yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis, við Lárus Welding að Jón Ásgeir setji hann í slæma stöðu. „Mér finnst hinn góði eigandi okkar aðeins setja þig í erfiða stöðu með þessum mail. Goldsmith er t.d. virði 1,5 en ekki 4,0 o.s.frv. En ég geri allt sem þú segir mér að gera. kv. Einar“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
7
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
6
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu