Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tár í rigningunni, aktívista kabarett, og miðnætursól

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 22. júní - 12. júlí

Tár í rigningunni, aktívista kabarett, og miðnætursól

Blade Runner föstudagspartísýning

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 22. júní kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Ein þekktasta cyberpunk og neo-noir kvikmynd sögunnar, Blade Runner, ratar aftur á stóra tjaldið og býður kvikmyndagestum að upplifa hana á ný. Kvikmyndin byggist á vísindaskáldsögu Philip K. Dick og var leikstýrt af Ridley Scott, en þegar hún kom út árið 1982 skartaði hún nýjustu tæknibrellunum og framsæknu sögusviði.

Secret Solstice

Hvar? Laugardal
Hvenær? 21.–24. júní 
Aðgangseyrir: 24.9000 kr.

Sumarsólstöðuhátíðin Secret Solstice hefur skapað sér sess í tónlistarflóru Íslands og er haldin í fimmta skiptið í ár. Hátíðin er fyrst og fremst tileinkuð rappi og dansvænni raftónlist, með stórstjörnurnar Stormzy og Guzzi Mane þar fremsta í fylkingu, en eins og fyrri ár er líka stjanað við pabbarokkara landsins, og mæta Slayer á hátíðina í ár.

Mannabein

Hvar? Hönnunarsafn Íslands
Hvenær? 24. júní–24. júlí
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Mannabein er afrakstur af sjálfskoðunarferli Torfa Fannars Gunnarssonar og leit hans að sátt við stöðu sína í heiminum ásamt því að finna samhljóm á milli ytri og innri raunveruleika. Fatalínan er prjónuð úr mjúkri bómull á handprjónavél. Hattarnir koma frá bæjunum Pisac og Chinchero í Perú. Spjótin eru rennd úr mahóní.

Sóley

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 27. júní kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Það styttist í að fjölhæfa tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir gefi út fjórðu plötu sína, en ef hún líkist fyrri plötum verður hún melankólísk og sjálfshugul píanó-popp-plata. Þetta efnilega söngvaskáld er annar listamaðurinn til að spila á vikulegri tónleikaröð Norræna hússins sem byrjaði 20. júní, en allt í allt verða níu slíkir tónleikar í sumar.

MESH

Hvar? Mengi
Hvenær? 28. júní kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Mesh er tilraun í umhverfissálfræði, samstarfi og hljóði undir stjórn Clay Chaplin. Í júní hefur hópur hljóðlistafólks frá Los Angeles, Chicago og Reykjavík dvalið í húsi í sveit á Suðurlandi og skapað nýtt hljóðverk í gegnum tilraunir, spuna og samvinnu, sem er síðan flutt á þessu kvöldi.

Jacqueline Boxx & Reykjavík Kabarett

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 29. júní kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.900

Jacqueline Boxx notar burlesque-dans til að sýna að fatlað fólk getur verið unaðslegt og kynverur, en Jacqueline er fötluð og hefur dansað í hjólastól í fjögur ár. Hún kemur fram ásamt Reykjavík Kabarett 29. júní, og heldur síðan tvö námskeið 30. júní  sem eru ætluð fólki með skerta hreyfigetu. Það kostar 2.900 kr. á annað námskeiðið, og 5.000 á bæði.

Einskismannsland – Leiðsögn listamanna

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 5. júlí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Leiðsögn með Pétri Thomsen og Steinunni Gunnlaugsdóttur sem eiga verk á sýningunni Einskismannsland: Ríkir þar fegurðin ein? Á sýningunni er sjónum beint að verkum listamanna sem endurspegla tengsl Íslendinga við víðerni landsins og breytilegt verðmætamat gagnvart náttúrunni. Sýningin rekur sögu hugmynda Íslendinga um víðerni landsins með augum myndlistarmanna. 

Eistnaflug

Hvar? Neskaupstað
Hvenær? 11.–14. júlí
Aðgangseyrir: 19.900 kr.

Eins og venjulega mun íbúafjöldi Neskaupstaðar tvöfaldast þegar árshátíð þungarokkara landsins hefst en Eistnaflug hefur verið haldið árlega frá 2005. Auk allra helstu rokksveita landsins mæta einnig þýska thrashsveitin Kreator, sænska svartmálmsveitin Watain, breska rokksveitin Anathema, pólska málmsveitin Batushka, franski raftónlistarmaðurinn Perturbator og fleiri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
8
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
10
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
7
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
5
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár