Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Launþegahreyfingin ekki með fulltrúa í nefndum um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfis

Að­stoð­ar­menn ráð­herra, vara­formað­ur fjár­mála­ráðs og emb­ætt­is­menn stýra vinn­unni. Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, furð­ar sig á ákvörð­un­inni í ljósi þess að rík­is­stjórn­in hef­ur ít­rek­að lýst því yf­ir að haft verði sam­ráð við að­ila vinnu­mark­að­ar­ins og unn­ið í sam­starfi við sam­tök laun­þega að end­ur­skoð­un skatt­kerf­is­ins.

Launþegahreyfingin ekki með fulltrúa í nefndum um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfis

Hvorki fulltrúar launþega né bótaþega eiga fulltrúa í nefndum sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað vegna heildarendurskoðunar tekjuskatts- og bótakerfa einstaklinga og fjölskyldna.

Ríkisstjórnin hefur ítrekað sagt, meðal annars í yfirlýsingu vegna kjarasamninga og í greinargerð fjármálaáætlunar, að vinnan við endurskoðun tekjuskattskerfisins muni fara fram í samráði við aðila vinnumarkaðarins og í samstarfi við launaþegahreyfinguna.

Á fimmtudaginn birtist tilkynning á vef fjármálaráðuneytisins þar sem fram kom að tveir hópar hefðu verið skipaðir vegna þessarar endurskoðunar. Annars vegar er um að ræða stýrinefnd þriggja pólitískra aðstoðarmanna ráðherra undir forystu Páls Ásgeirs Guðmundssonar, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar. Hins vegar var skipaður sérfræðingahópur þar sem Axel Hall, hagfræðingur og varaformaður fjármálaráðs, gegnir formennsku. Í hópnum sitja jafnframt skrifstofustjórar úr ráðuneytum og sviðsstjóri hjá ríkisskattstjóra. Fram kemur í tilkynningunni að stýrinefnd aðstoðarmannanna muni hafa „reglulegt samráð við samtök launþega og aðra þá aðila sem hagsmuna eiga að gæta við tillögugerðina“. 

Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segist hafa reiknað með því, í ljósi yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar, að samtökum launafólks yrði boðið sæti við borðið. Sá háttur hafi til dæmis verið hafður á í lok áttunda og níunda áratugarins þegar boðað var til samráðs um skattkerfisbreytingar samhliða kjarasamningsgerð. 

„Það að eiga aðild að nefndum eins og þessum felur auðvitað í sér meiri ábyrgð, en þá er líka möguleiki til meiri áhrifa. Og eftir því sem þau áhrif verða meiri og fingraför hagsmuna launafólks, sérstaklega þeirra tekjulægstu, sýnilegri, þá getur slíkt vel liðkað til við gerð kjarasamninga. Ef stjórnmálamenn vilja slíkt, þá verða þeir að finna leið til þess og þetta er ekki slík leið,“ segir Gylfi og játar að það hafi komið sér á óvart þegar forsætisráðherra gerði honum grein fyrir skipun nefndanna.

„Ef stjórnmálamenn vilja koma að lausn kjaramála þá verður launafólk að sjá fram á breytingar er snerta þau verðmæti og kjör sem Alþingi ákveður. Til að slíkt geti virkað, til að launafólk sé tilbúið að bakka með hluta sinnar kröfugerðar og semja á öðrum nótum en upphaflega var lagt upp með, þá þurfa stjórnmálamenn að vera tilbúnir að gera eitthvað af því sem verkalýðshreyfingin telur skipta máli.“

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Gylfi telur að kjararáðsfyrirkomulagið og sá háttur sem nú er hafður á við boðun endurskoðunar skattkerfisins endurspegli þá aðferðafræði sem hafi ráðið för hjá Bjarna Benediktssyni og Sjálfstæðisflokknum undanfarin ár, þar sem tæknileg útfærsla kerfisins sé í forgrunni fremur en hugmyndir um samfélagsleg áhrif skattheimtunnar og skiptingu verðmæta. „Mér hafa þótt vissir stjórnmálamenn, einkum Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn, leggja mjög ríka áherslu á tæknilega útfærslu skattkerfisins en ekki endilega hafa sterka pólitíska stefnu, eða orðaða stefnu, um áhrif þess á kjör landsmanna,“ segir hann. 

Gylfi bendir á að launþegahreyfingin, ekki síst Starfsgreinasambandið, hafi lagt áherslu á að ná fram hækkun lægstu launa í krónutölu. „En af því að í tækinlegri útfærslu skattkerfisins er ákveðið að láta persónuafslátt fylgja verðlagi en ekki kaupgjaldi, þá hefur þetta leitt til kerfisbundinnar hækkunar á skattbyrði lágtekjufólks. Krónutölurnar fylgja ekki kaupgjaldi, og þetta er auðvitað stórpólitísk ákvörðun, að láta skattbyðri lágtekjufólks hækka við það eitt að verkalýðshreyfingin semji um hærra kaup. Þetta gerist vegna tæknilegrar útfærslu kerfisins. Það var aldrei lagt fram neitt frumvarp á Alþingi um að hækka skattbyrði lágtekjufólks. Þetta gerðist bara sjálfkrafa með athafnaleysi.“

„Þetta háttaleg er ekki
samstarf, þetta er ekki samráð“

Gylfi segir ýmis dæmi um það undanfarna áratugi að stjórnmálamenn hafi átt raunverulegt samráð við launþegahreyfinguna og hrint af stað aðgerðum í anda þess sem vinnandi fólk kallaði eftir. „En núna, Kjararáð og þessar nefndir sem nú eru skipaðar, þarna er ekkert verið að bjóða til neins samtals. Hér er bara verið að segja: við ætlum að breyta skattkerfinu og þið megið svo sem alveg lýsa ykkar skoðunum. Þetta er mjög teknókratískt, skilaboðin eru: Þetta er mitt áhrifasvæði, ykkur kemur þetta ekki við, þessu ætlum við að ráða. Bjarni er upptekinn af því. Gott og vel, hann gerir það og við semjum svo við atvinnurekendur, en það vantar skilning á því að ef hann vill að launamenn sveigi sínar kröfur til þá verður hann að vera tilbúinn að sveigja sínar líka. Aðeins þannig ná menn sátt. Hér er ekki tekið neitt tillit til þess. Þetta háttaleg er ekki samstarf, þetta er ekki samráð, þetta er bara tilkynning.“

Gylfi segir að nefndirnar séu skipaðar góðu fólki. „Þetta er mjög mætt fólk, en þarna virðist hins vegar ríkisstjórnin ekki vera að leggja út í samstarf heldur vera að framfylgja sinni eigin stefnu. Við komum auðvitað okkar skoðunum á framfæri við þessar nefndir, hvernig við teljum skattkerfið eiga að vera. En mér er fyrirmunað að skilja hvernig þau ætla að tengja þetta kjarasamningum eða láta þetta liðka fyrir þeim.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár