Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Yfirlýsing frá Trans Ísland vegna niðurlægjandi umfjöllunar í ósamræmi við veruleikann

„Ekki ein ein­asta trans mann­eskja hef­ur enn ver­ið hand­tek­in fyr­ir morð á karl­manni vegna kyn­vit­und­ar hans,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Trans Ís­land vegna um­fjöll­un­ar og um­ræðu um að formað­ur og stjórn­ar­með­lim­ur fé­lags­ins vildu karl­menn feiga, en um­fjöll­un­in byggði á því að kald­hæð­in sa­tíra væri raun­veru­legt við­horf þeirra.

Yfirlýsing frá Trans Ísland vegna niðurlægjandi umfjöllunar í ósamræmi við veruleikann
Alda Villiljós Formaður félagsins Trans Ísland er sögð vilja karlmenn feiga í frétt það sem vitnað er í orð hánar án þess að geta samhengis. Mynd: Pressphotos

Félagið Trans Ísland hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um orð formanns og stjórnarmeðlims félagsins á DV.is í dag, þar sem fjallað var um að þau teldu karlmenn „eiga skilið að deyja“, en ekki greint frá því að orðin féllu í kaldhæðni í hlaðvarpi þar sem tilgreint var sérstaklega að um ádeilu væri að ræða og sérstaklega tilgreint í upphafi að „fáránleg hugmynd“ væri að femínistar vildu útrýma karlmönnum.

Yfirlýsingin er send í nafni stjórnar Trans Ísland, en umræddir stjórnarmenn, Alda Villiljós og Sæborg Ninja, komu ekki að gerð hennar.

„Okkur finnst það fyrir neðan allar hellur að ritstjórn DV stilli þessu upp sem hatursorðræðu á forréttindahóp,“ segir í yfirlýsingunni. „Í þessari grein voru tilvitnanir í hlaðvarpið sem teknar voru úr öllu samhengi. Þessar tilvísanir voru settar fram af Öldu og Sæborgu, eins og hlaðvarpið allt, sem satíra. Eru karlmenn á Íslandi í dag virkilega svona hræddir um að trans fólk eigi eftir að rísa upp og fjöldamyrða karlmenn, þegar sagan segir okkur að það séu einmitt hatursfullir og reiðir karlmenn sem eru að drepa hundruðir trans fólks á ári,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá segir Trans Ísland að DV niðurlægi trans fólk til þess að fá smelli á frétt sína.

Kaldhæðni stillt fram sem viðhorfi

Á upptökunni, sem ekki var birt með grein DV, heyrast Alda Villiljós og Sæborg Ninja hlæja á þeim tíma sem þau láta ummælin falla, auk þess sem þau kynna í upphafi þáttarins að í hlaðvarpinu ætti að taka umræðu út frá þeim fordómum gegn femínistum að þeir hati karlmenn. „Þessi hugmynd, að femínismi snúist um það að við viljum útrýma öllum karlmönnum, sem er svo fáránleg hugmynd, þannig að við erum bara svona að taka þá hugmynd og bara hlaupa með hana,“ sagði Alda Villiljós í upphafi hlaðvarpsins.

Í frétt DV er hins vegar gengið út frá því að ummælin endurspegli raunverulegar skoðanir þeirra tveggja og er fyrirsögnin: „Alda og Sæborg segja karlmenn eiga skilið að deyja: „Lítum frekar á þá eins og kakkalakka““.

Í yfirlýsingunni er greint frá því að tilhneigingin sé að trans fólk verði fyrir ofbeldi karlmanna, en ekki öfugt. „Árið 2017 voru 325 trans manneskjur drepnar fyrir að vera trans. Ekki ein einasta trans manneskja hefur enn verið handtekin fyrir morð á karlmanni vegna kynvitundar hans.“ 

Yfirlýsing Trans Íslands

Í dag birti DV.is nafnlausa grein um feminískt hlaðhvarp sem tveir meðlimir í stjórn Trans Íslands reka saman. Í þessari grein voru tilvitnanir í hlaðvarpið sem teknar voru úr öllu samhengi. Þessar tilvísanir voru settar fram af Öldu og Sæborgu, eins og hlaðvarpið allt, sem satíra.

Okkur finnst það fyrir neðan allar hellur að ritstjórn DV stilli þessu upp sem hatursorðræðu á forréttindahóp. Þetta hlaðvarp er gott dæmi af hugtakinu „punching up“, þar sem fólk í jaðarsettum hópum (konur, trans fólk) gerir grín að valdhafandi hóp (karlmenn). Það er allt og sumt. Það er ekki samsæri og þetta er ekki útkall fyrir því að Trans Ísland vilji drepa alla karlmenn. Þessi grein og viðbrögð hennar gera lítið meira en að sanna það sem Alda og Sæborg hafa einmitt sem aðal þema í þessu hlaðvarpi: hvað samfélagið okkar er meðvirkt með eitraðri karlmensku.

Eru karlmenn á Íslandi í dag virkilega svona hræddir um að trans fólk eigi eftir að rísa upp og fjöldamyrða karlmenn, þegar sagan segir okkur að það séu einmitt hatursfullir og reiðir karlmenn sem eru að drepa hundruðir trans fólks (í stórum meirihluta trans konur) á ári. Það var meira að segja búið til úrræði sem heitir Trans Murder Monitoring Project til þess að fylgjast með þessum hatursglæpum, og fyrir árið 2017 voru 325 trans manneskjur drepnar fyrir að vera trans. Ekki ein einasta trans manneskja hefur enn verið handtekin fyrir morð á karlmanni vegna kynvitundar hans. 

„Ekki ein einasta trans manneskja hefur enn verið handtekin fyrir morð á karlmanni vegna kynvitundar hans.“ 

Við viljum eining koma til skilar að efni hlaðvarpsins endurspeglar ekki stefnu Trans Íslands, þar sem barátta trans fólks er ekki grín, ólíkt efni hlaðvarpsins. Við fordæmum einnig stanslausa miskynjun á Öldu í gegnum greinina, jafnvel þó fornafn háns sé tekið fram og teljum það greinilega miskynjun af ásettu ráði í stað einfaldra mistaka. En við í stjórn Trans Íslands skiljum að það hlýtur að vera erfitt að þurfa stanslaust að leitast eftir fréttum til að halda áhuga á síðuni þegar það er svo mikið af netfjölmiðlum sem að keppast um smelli en við stöndum eindregið með Öldu og Sæborgu í þessari herferð hjá DV að kúga og opinberlega niðurlægja trans fólk til að viðhalda smellum á síðuna og peningum frá auglýsendum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
8
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
8
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
6
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár