Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
4

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
5

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
6

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
7

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
8

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·

Ánægjan er mikilvægari en stanslaus yfirþyrmandi sæla

Atli Sigþórsson, eða Kött Grá Pje, fann hamingjuna með því að fylgja ráðum forngríska heimspekingsins Epíkúrusar.

gabriel@stundin.is

Atli Sigþórsson er betur þekktur sem skáldið og rapparinn Köt Grá Pje, en í því gervi skrifar hann texta sem bera vott um bullandi tómhyggju, bölsýni og kaldhæðni, og það er aldrei langt í exístensíalíska krísu. Atli hefur glímt við þunglyndi frá unglingsárum og segir að það hafi sett strik í hamingjureikninginn, en hann hafi gjarnan litið til kenninga forngríska heimspekingsins Epíkúrusar til að öðlast jafnvægi og á seinni árum hafi hann lært að hætta að byrgja tilfinningarnar inni.

Miklar breytingar á stuttum tíma

„Það er rúmlega ár frá því að ég var upp á mitt óhamingjusamasta, sem gerist í kjölfar sambandsslita á mjög löngu sambandi, 13 ára sambandi, sem ég hafði verið í síðan ég var í menntaskóla. Það er eins og er alltaf með svona stóra, erfiða viðburði, það er hálfgerður heimsendir. Því fylgir ofsafengin óhamingja, algjör vansæld, og kannski ekki eitthvað sem ég hef þurft að eiga við nema á tilteknum tímabilum.

Ég hef strítt við þunglyndi síðan ég var unglingur, og þá er maður ekki hamingjusamur, eðli málsins samkvæmt. Ég hef ekki alltaf verið lengst niðri, þótt ég sé þunglyndur þá hef ég oft haft það fínt, en ég var líka að gera ýmislegt upp í fyrra. Það urðu talsvert miklar breytingar á lífi mínu á skömmum tíma.

„Ég hef ekki alltaf verið lengst niðri, þótt ég sé þunglyndur þá hef ég oft haft það fínt“

Ekkert fyrir löngu ákvað ég að gerast starfandi listamaður og hætta að vera að bögglast í einhverjum skrifstofuvinnum og það fylgir því bara ýmislegt uppbrot og álag og skringilegheit að gera svona skurk í lífinu. En það var greinilega tilraun af minni hálfu til að nálgast hamingjuna, því þetta er eitthvað sem hefur alltaf blundað í mér, að fást við list og skrifa og flytja tónlist og þvíumlíkt. Ég hafði alltaf gert það með hálfum hug í besta falli, eða hálfu hjarta og meðfram einhverju, en þegar að ég ákvað að ég yrði að láta á það reyna, þá var það í raun tilraun til þess að nálgast hamingjuna, að verða hamingjusamur, að gera það sem mig langar að fást við.“

Allt er gott í hófi

„Ég spekúlera í hamingjunni, og hef heldur jarðbundna sýn á hana, sem er það að lifa í sátt við sínar aðstæður frekar en stanslaus yfirþyrmandi sæla. Sælan er hluti af hamingjunni, og maður vill finna fyrir sterkri sælu af og til, en ég held að hún sé ekki allt. Það skiptast á skin og skúrir þrátt fyrir að maður sé á góðum stað í lífinu, og það er hluti af prógramminu að vera ekki alltaf dansandi ofan á blómum.

Allt frá menntaskólaárum hef ég verið hrifinn af Epíkúrusi og hans hugmyndum um ánægju útreikninga, en mér finnst það jarðbundin og skemmtileg nálgun. Epíkúristar eru ekki fullkomnir hedónistar, og gáfu það ekki upp á bátinn að reyna að áorka einhverju eins og hundingjarnir. Epíkúrus sagði að það væri gott að drekka vín með vinum, hafa gaman og eiga góðar samræður, en ef þú drekkur of mikið þá kemur það í kollinn á þér daginn eftir, og þér líður illa í líkama og sál, þannig að þú þarft að vega og meta hversu margar karöflur þú getur notið án þess að þér hefnist fyrir það. Allt er gott í hófi.

„Ég reyndi að fela þetta, en ég var oft heima hjá mér grenjandi“

Ég er samt hrifinn af smá öfgum, af og til, finnst gaman að fá mér í glas og ég vil finna fyrir ofboðslegum sætindum. Ég er í dag upptekinn af því að vera ástfanginn, en því fylgja alls konar erfiðleikar líka og það er bara partur af því. Ég held að það að vera hamingjusamur sé bara að finna leið til að finna jafnvægi, og þar komum við aftur að sáttinni; ef eitthvað bjátar á þá ertu meira tilbúinn til að takast á við það ef þú ert sáttur. Ég er alveg búinn undir það að þetta nýja og sterka samband verður ekki alltaf bara eintóm sæla, en það er hluti af því að elska. Því fylgja þær kvaðir að þú tekur þátt í erfiðleikum elskhugans og deilir þínum erfiðleikum með honum.“

Eitruð karlmennska er samfélagsmein

„Ég var voðalega lengi að bögglast með þunglyndið einn, eins og það væri mannsmorð. Það var eitthvað sem mér fannst að ég, karlmaður, ætti bara að díla við í hljóði, bæla þetta og byrgja inni og trukka í gegnum, en það var algjört niðurbrot. Ég reyndi að fela þetta, en ég var oft heima hjá mér grenjandi. Þessi hegðun er bara vond og eyðileggur fyrir manni og minnkar líkurnar á því að maður geti orðið hamingjusamur einstaklingur.

„Þessi eitraða karlmennska er samfélagsmein. Hún eyðileggur, og ég sóaði mörgum árum í því að standa í þessu. Ég var fyrst og fremst sá sem þurfti að gjalda fyrir það.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
4

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
5

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
6

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
3

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
4

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
5

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
6

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
3

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
4

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
5

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
6

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
5

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
5

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Nýtt á Stundinni

100 ára fullveldi þings

Viktor Orri Valgarðsson

100 ára fullveldi þings

·
Gjáin milli þings og þjóðar

Svala Jónsdóttir

Gjáin milli þings og þjóðar

·
„Við eigum aldrei að leyfa hatursorðræðu að verða lögmæt í okkar samfélagi“

„Við eigum aldrei að leyfa hatursorðræðu að verða lögmæt í okkar samfélagi“

·
Bjarni um ákvörðun Pírata: Yfirlæti og dónaskapur gagnvart dönsku þjóðinni

Bjarni um ákvörðun Pírata: Yfirlæti og dónaskapur gagnvart dönsku þjóðinni

·
Þegjandi samþykki þingmanna fyrir hátíðarræðu Piu Kjærsgaard

Þegjandi samþykki þingmanna fyrir hátíðarræðu Piu Kjærsgaard

·
Ásmundur segir Pírata „sýna lítilsvirðingu sína á lýðræðinu og skoðunum fólks“

Ásmundur segir Pírata „sýna lítilsvirðingu sína á lýðræðinu og skoðunum fólks“

·
Píratar: „Íslenska þjóðin á betra skilið en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni“

Píratar: „Íslenska þjóðin á betra skilið en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni“

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

·
Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·