Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Örvar var rasisti en sneri við blaðinu: „Mér líður miklu betur í dag í hjartanu“

Örv­ar Harð­ar­son var full­ur af for­dóm­um í garð múslima en sneri al­gjör­lega við blað­inu. Trúði áróðri og fölsk­um frétt­um. Missti fólk frá sér sem hann taldi vini sína en er stolt­ur af sjálf­um sér.

Örvar var rasisti en sneri við blaðinu: „Mér líður miklu betur í dag í hjartanu“
Var rasisti en sneri við blaðinu „Mér líður miklu betur í dag í hjartanu, í sálinni,“ segir Örvar Harðarson en hann sneri rækilega við blaðinu hvað varðar fordómafullar skoðanir á múslimum og íslam. Mynd: Guðrún Þórs

Örvar Harðarson var fullur af fordómum í garð trúarbragðanna íslam og í garð múslima. Hann eyddi löngum stundum á netinu þar sem hann leitaði uppi frásagnir um glæpi, ofbeldisverk og kúgun múslima, hættuna af íslamvæðingu samfélaga og hvernig múslimar legðust upp á velferðarkerfi vestrænna ríkja sem þeir flykktust til. Allt saman voru þetta falskar fréttir, rangar upplýsingar, uppfullar af fordómum og áróðri. Örvar vissi það ekki þá. En hann veit það núna.

Komst úr feni fordóma

Örvar sneri algjörlega við blaðinu, hann áttaði sig, með hjálp góðs fólks, á að hann hefði dottið ofan í áróðurspytt rasista. Það kostaði sitt, Örvar missti frá sér fólk sem hann taldi vini sína, jafnvel bestu vini, og ættingja einnig. Fólk sem hunsar hann í dag og útilokar hann. Örvar er samt stoltur af sér, fyrir að hafa tekið rétta ákvörðun. „Ég er glaður með að hafa tekist að komast úr þessu feni fordóma gagnvart fólki sem hefur aðrar skoðanir en ég eða önnur trúarbrögð.“

Var andsnúinn múslimum og byggingu moska

Það vakti athygli þegar Bjartmar Oddur Þeyr Alexanderson birti viðtal sem hann tók við Örvar og Margréti Friðriksdóttur, sem hefur talað með mjög neikvæðum hætti um múslima og innflytjendur á opinberum vettvangi, á Youtube í marsmánuði 2016. Örvar hafði þá um langt skeið haldið uppi umræðu sem var mjög andsnúin múslimum, meðal annars á Pírataspjallinu og víðar á Facebook. Í viðtalinu tókust þau Margrét og Örvar hart á við Bjartmar og lýsti Örvar því meðal annars yfir að hann væri andvígur því að hér á landi yrðu reistar moskur og hann vildi ekki sjá múslima á Íslandi. Viðtalið var meðal annars birt á Nútímanum.

Tók þátt í að stofna Íslensku þjóðfylkinguna

Örvar skipti ekki um skoðun strax heldur tók hann þátt í að stofna Íslensku þjóðfylkinguna, stjórnmálaafl sem meðal annars hafnar fjölmenningu, er andvígt því að moskur fái að rísa á Íslandi, vill að Ísland gangi úr Schengen-samstarfinu og vill standa vörð um þjóðmenningu Íslendinga. Sem sagt, daðrar við rasisma. Jafnframt hélt Örvar áfram að lýsa andúð sinni á múslimum á netinu, ekki síst á Pírataspjallinu. Sé sú síða skoðuð má sjá aragrúa af færslum frá Örvari þar sem hann gagnrýnir múslima og varar við komu þeirra til landsins. Raunar er flest það sem hann setti þar inn honum til lítils sóma. Í apríl 2016 setti einn notenda spjallborðsins inn færslu þar sem hann furðaði sig á því að aðrir notendur nenntu að standa í rökræðum við Örvar, það væri tímasóun. 

Píratar hjálpuðu Örvari

En allt í einu dró úr skrifum Örvars af þessum toga. Þegar leið fram á árið 2017 fóru að birtast almennar vangaveltur af hans hálfu um stjórnmál og rökræður um þau innlegg fóru að mestu fram í bróðerni. Í maí það sama ár birti hann síðan færslu þar sem hann lýsti því að hann hefði haft rangt fyrir sér. Í síðustu viku birti hann síðan færslu á Pírataspjallinu þar sem hann sagði að hann ætti Pírötum mikið að þakka, „fyrir að komast út úr því að vera fordómafullur fáviti í mann sem vill mannréttindi fyrir alla, því það er ákveðinn skilningur sem felst í því. Því segi ég við ykkur öll, takk kærlega fyrir mig og aldrei gefast upp á fordómafullu fólki, því fræðsla er eitthvað sem mjög margir Íslendingar þurfa á að halda.“

Leitaði að upplýsingum sem studdu rangan málstað

Örvar ræddi við Stundina um þennan viðsnúning sinn og hvernig það er að fara frá því að vera „fordómfullur fáviti“ eins og hann orðar það sjálfur yfir í mann sem vill virða alla. „Ég var alveg heilt ár fastur í þessum pytti. Ég hafði aldrei velt trúarbrögðum fyrir mér áður, ég er sjálfur trúlaus og spáði ekkert í þessi mál. Svo bara datt ég inn í þetta. Ég get ekki fullyrt hvernig það gerðist en ég held að það hafi byrjað með því að ég sá einhvern áróður gegn íslam á netinu. Það vatt svo upp á sig, ég fór að leita að einhverju slæmu sem hægt væri að tengja múslima við og snjóboltinn fór bara að rúlla. Ég var á tímabili alveg fastur í mínum skoðunum en ég var samt alltaf að leita eftir upplýsingum. Ég leitaði reyndar mest að upplýsingum sem styddu minn ranga málstað. Þegar mér var bent á að ég hefði rangt fyrir mér þá leitaði ég uppi upplýsingar, sem ég áttaði mig á eftir að ég sneri við blaðinu að voru bara áróður, falskar upplýsingar. En ég áttaði mig ekki á því þá.“

Þurfti að fara í algjöra sjálfskoðun

Fór í algjöra sjálfskoðunÖrvar, sem lengi var uppfullur af andúð á múslimum, sneri algjörlega við blaðinu og áttaði sig á að málstaður hans var rangur.

Örvar segir að svona hafi þetta gengið um langa hríð. Hann hafi bara forherst þegar honum var andmælt. En svo hafi gagnrýnin tekið að bíta, það að fólk héldi áfram að ræða við hann, leiða honum fyrir sjónir að skoðanir hans væru fordómafullar og rangar og sýna honum fram á það með dæmum, það bar árangur. Það tók tíma, vissulega, en hægt og rólega sneri Örvar við blaðinu. „Ég hef aldrei verið á móti fólki, hvernig það lítur út, hvort fólk sé svart eða hvítt eða neitt í þeim dúr. En allt í einu var ég dottinn ofan í þennan áróðurspytt varðandi trúarbrögðin íslam. Það var aðallega það, þessi gerð rasisma. Ég taldi þetta aldrei vera rasíska skoðun þá. Ég var alveg harður á því að íslam væri ekki kynþáttur og þar með gæti ég ekki verið kynþáttahatari, með rasískar skoðanir, þótt ég væri andvígur íslam og múslimatrú og því fólki sem hana aðhylltist. En samkvæmt stjórnarskránni okkar þá getum við ekki mismunað öðru fólki sökum trúar þeirra, eða sökum stjórnmálaskoðana eða öðru slíku. Ég þurfti því að fara í algjöra sjálfskoðun þegar ég áttaði mig á þessu.

Ég fékk hjálp frá mjög mörgum í kringum mig, til að mynda frá mörgum Pírötum. Mér var aldrei úthýst af Pírataspjallinu, mér var alltaf bara svarað. Ég var afskaplega mikið á móti mörgum Pírötum vegna þess að mér leið eins og þeir væru að ráðast á mig, þegar þeir gagnrýndu ýmislegt sem ég lét fara frá mér. Ég fattaði bara aldrei að það sem ég var að gera var í raun að fremja eins konar mannréttindabrot gagnvart öðrum, með því að setja fram skoðanir sem innihéldu rasisma og í raun hatursorðræðu. Það var ekkert eitt sem olli þessum viðsnúningi, það voru mörg dæmi sem að lyftu rauðu flaggi hjá mér. Fréttir af áróðurssíðum sem ég sá að voru vafasamar, stóðust ekki skoðun, og svo fólk, Píratar og aðrir, sem bentu mér á vitleysuna. Ég fattaði ekki einu sinni hvað gagnrýnin hugsun var á þessum tíma. Þegar ég fór svo að beita gagnrýnni hugsun, fór að velta því fyrir mér hvaðan upplýsingar kæmu, hvort þær væru trúverðugar, þá áttaði ég mig á því að ég hafði látið mata mig á fölskum upplýsingum. Ég sá bara að þarna var eitthvað að.“

Útilokaður af vinum og skyldfólki

Örvar segir að það hafi verið átak að skipta um kúrs en það hafi samt verið eitthvað sem hann varð að gera, heimsmynd hans hafi ekki staðist lengur. „Þegar ég svo fattaði að það sem ég var að halda fram stóðst ekki skoðun og var árás á annað fólk, þá varð ég að fara í sjálfskoðun. Hvað ætlarðu að gera? Ætlarðu að halda áfram eða ætlarðu að snúa við blaðinu? Þetta var erfitt, já, að mörgu leyti var þetta erfitt. Eftir að ég fór að sjá að ég hefði rangt fyrir mér og fór að viðurkenna það snerust margir í kringum mig gegn mér. Fólk sem ég taldi vini mína, skyldfólk mitt jafnvel, það útilokaði mig algjörlega. Þetta er fólk sem er á sömu skoðun og ég var á áður en ég áttaði mig á að ég væri bara rasisti. Sumt af þessu fólk voru bestu vinir mínir en þau vilja ekkert með mig hafa núna. Það er ekki svarað í símann, ég get ekki útskýrt mína afstöðu á neinn hátt. Ég myndi vilja hjálpa þessu fólki til að snúa við blaðinu. Ég skil svo sem hvernig þeim líður, ég var á þessum stað sjálfur.“

„Ég skulda fullt af fólki afsökunarbeiðni“

En þrátt fyrir að Örvar hafi tapað vinum sínum eignaðist hann aðra í staðinn eftir að hann skipti um skoðun. „Ég hef eignast fullt af nýjum vinum í staðinn, mjög gott fólk sem ég get talað við. Sumt af því kenndi mér mikið á sínum tíma og varð þess valdandi að ég sá villu míns vegar. Ég hef verið að reyna að koma því á framfæri að ég sjái eftir hegðun minni, ég skulda fullt af fólki afsökunarbeiðni. Mig langar að nota tækifærið hér til að biðja alla afsökunar ef ég hef meitt þá eða sært með skoðunum mínum og framgöngu. Ég hef haft samband við marga og beðið afsökunar. Þeir hafa allir tekið mér vel.

Mér líður miklu betur í dag í hjartanu, í sálinni. Ég er stoltur af sjálfum mér og ég er glaður með að hafa tekist að komast úr þessu feni fordóma gagnvart fólki sem hefur aðrar skoðanir en ég eða önnur trúarbrögð. Ég veit að fólk sem er með þessar skoðanir, fólk sem jafnvel ræðst gegn mér, hugsanir þeirra eru slæmar og þeim líður ekki vel. Ég vona bara að það fólk finni leið út, ég vona að mín saga geti hjálpað einhverjum í þeim efnum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu