Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Félag tengt Jóni Ásgeiri stefndi Birni Inga út af ábyrgð upp á 21 milljón

Björn Ingi Hrafns­son gekkst í per­sónu­lega ábyrgð á hluta­fjár­kaup­um í fata­merk­inu JÖR. Hluta­féð var aldrei lagt fram og stefndi fé­lag í eigu Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur og Birg­is Bielt­vedts hon­um því þeg­ar lán­ið var flokk­að sem „mjög al­var­leg van­skil“. Björn Ingi seg­ir að bú­ið sé að greiða skuld­ina að stóru leyti.

Félag tengt Jóni Ásgeiri stefndi Birni Inga út af ábyrgð upp á 21 milljón
Áralöng viðskipti við Jón Ásgeir Björn Ingi og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa tengst ýmsum böndum í viðskiptum á liðnum árum, meðal annars í gegnum sjónvarpsþáttinn Eyjuna sem Björn Ingi var með á Stöð 2 og einnig fatamerkið JÖR.

Birni Inga Hrafnssyni fjárfesti, fyrrverandi eiganda Eyjunnar, Pressunnar, DV og fleiri fjölmiðla, var stefnt í nóvember í fyrra út af rúmlega 21 milljónar króna skuld við félagið Tailor Holding ehf. Þetta félag er í jafnri eigu félags Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og félags í eigu fjárfestisins Birgis Bieltsvelts og eiginkonu hans, Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur. Félag Ingibjargar sem á Tailor Holding heitir Apogee ehf. og er Jón Ásgeir prókúruhafi félagsins ásamt Ingibjörgu. Endanlegur eigandi Apogee ehf. Er félag í Lúxemborg sem heitir Moon Capital S.Á.R.L. En það hefur oftsinni verið í fréttum út af eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækinu 365. 

Tailor Holding ehf. er svo stýrt af starfsmanni Jóns Ásgeirs sem heitir Jón Skaftason en hann hefur verið hægri hönd fjárfestisins um nokkurra ára skeið og meðal annars komið að aflandsviðskiptum þeirra hjóna í gegnum félagið Guru Invest sem Stundin greindi frá úr Panamaskjölunum.  Jón er sonur Kristínar Þorsteinsdóttur, fyrrverandi starfsmanns á samskiptasviði Baugs og núverandi ritstjóra Fréttablaðsins sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur.  

Vanskil upp á 21 milljónBjörn Ingi var í persónulegri ábyrgð fyrir hlutafé í fatamerkinu JÖR sem hann fjárfesti í ásamt félagi í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

„Mjög alvarleg vanskil“

Tailor Holding ehf. átti meirihluta, 51 prósent í fatamerkinu JÖR en það var varð gjaldþrota í ársbyrjum 2017. Björn Ingi fjárfesti einnig í JÖR, samkvæmt fréttum, ásamt eiginkonu sinni Kolfinnu Von Arnardóttur. Bæði Ingibjörg og Jón Ásgeir sem og Björn Ingi fjárfestu því í JÖR. JÖR  varð gjaldþrota i ársbyrjun í fyrra.

Í ársreikningi Tailor Holding ehf. fyrir árið 2016 kemur fram að stærsta eign félagsins það ár var samningskrafa upp á 17 milljónir króna. Einnig var lán til tengdra aðila upp á tæpar 12 milljónir króna. Þessar tvær kröfur mynduðu nær allar eignir Tailor Holding ehf. En eignarhluturinn í JÖR ehf. hafði þá verið færður niður úr 25 milljónum króna í tæplega 700 þúsund krónur í aðdraganda gjaldþrots fatamerkisins.

Ekki virðist hafa verið greitt af þessu láni og í nóvember í fyrra hafði krafan leitt „mjög alvarlegra vanskila“ að hálfu Björns Inga og stefndi Tailor Holding ehf. honum samkvæmt yfirliti yfir vanskil Björns Inga sem Stundin hefur undir höndum.  

„Það er búið að greiða stóran hlut af þessu en ekki allt“ 

Björn Ingi: Búið að greiða skuldina að hluta

Björn Ingi segir að ástæða stefnunnar sé persónuleg ábyrgð sem hann gekkst í þegar félag eiginkonu hans keypti hlut í JÖR í gegnum eignarhaldsfélag. „Þetta er persónuleg ábyrgð. Konan mín keypti hlut í JÖR og þetta er persónuleg ábyrgð mín út af því.“ 

Björn Ingi segir að búið sé að greiða stóran hluta af skuldinni. „Það er búið að greiða stóran hlut af þessu en ekki allt,“ segir Björn Ingi. Hann segir að málið sé ekki lengur fyrir dómstólum og að unnið sé að því að ljúka því.

Margar fréttir hafa verið sagðar um fjármálaumsvif Björns Inga síðastliðna mánuði eftir harðar deilur um eignarhald á fjölmiðlasamsteypunni Pressunni og gjaldþrot félagsins eftir að helstu eignir þess voru seldar út úr henni til nýrra hluthafa. Deilurnar hafið staðið á milli Björns Inga og Róberts Wessmann. Óljóst er hver fjármagnaði kaupin á fjölmiðlum Pressunnar út úr félaginu og til nýs félags, Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. Þetta JÖR-mál og stefnan út af persónulegri ábyrgð Björns Inga er því bara eitt af mörgum málum sem tengjast stórfelldum fjárfestingum hans og tengdra aðila í fyrirtækjum á Íslandi á liðnum árum.  

Viðskipti með sjónvarpsþátt

Leiðir Björns Inga Hrafnssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafa legið nokkrum sinnum saman á síðustu árum. Björn Ingi var meðal annars ráðinn sem viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins, fríblaðs fjölmiðlafyrirtækis Jóns Ásgeirs 365, árið 2007 eftir að hann hafði hætt í stjórnmálum.

Árið 2014 gerði Björn Ingi samning við 365 um að vinna vikulegan þátt fyrir Stöð 2 sem kallast Eyjan, líkt og samnefndur fjölmiðill sem þá var í eigu Björns Inga. Stundin greindi frá því í apríl 2015 að Björn Ingi, eða fyrirtæki hans, fengi 2 milljónir á mánuði fyrir þáttinn og að samningurinn í heild sinni væri því upp á 70 til 80 milljónir króna. Samkvæmt frétt Stundarinnar á þeim tíma var samningsgerðin við Björn Ingi fyrst og fremst áhugamál Jóns Ásgeirs sjálfs og olli samningurinn við hann deilum innan 365 „Þetta var fyrst og fremst áhugamál Jóns Ásgeirs,“ sagði heimildarmaður blaðsins þá.  

Stundin reyndi að ná tali af Jóni Skaftasyni og Birgi Bieltvedt en án árangurs. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
7
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
9
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Námsgögn í framhaldsskólum
10
Aðsent

Hólmfríður Árnadóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir

Náms­gögn í fram­halds­skól­um

Hólm­fríð­ur Sig­þórs­dótt­ir og Hólm­fríð­ur Jennýj­ar Árna­dótt­ir skrifa um stöðu mála í náms­gagna­gerð fyr­ir fram­halds­skóla lands­ins. Í flest­um náms­grein­um er náms­gagna­kost­ur fram­halds­skól­anna kom­inn til ára sinna og telja höf­und­ar nauð­syn­legt þess að rík­ið ráð­ist í sér­stakt átak í náms­gagna­út­gáfu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
7
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
4
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár