Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigmundur Davíð lét setja upp stuðningssíður í nafni annarra

Nýr dóm­ur lýs­ir því hvernig Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, lét setja upp tvær heima­síð­ur sér til varn­ar í kjöl­far Pana­maskjal­anna. Síð­urn­ar voru sagð­ar í nafni stuðn­ings­manna hans.

Sigmundur Davíð lét setja upp stuðningssíður í nafni annarra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, bað almannatengil um að setja á fót heimasíður sér til stuðnings í kjölfar Panamaskjalanna. Síðurnar voru sagðar settar saman og reknar af stuðningsmönnum Sigmundar Davíðs og var þeim ætlað að „setja strik í sandinn og taka til varna“ vegna uppljóstrana um Wintris, aflandsfélags Sigmundar og eiginkonu hans. Síðurnar tvær, Panamaskjölin.is og Íslandiallt.is, eru enn uppi.

Forysta ehf., fyrirtæki almannatengilsins Viðars Garðarssonar, stefndi Framsóknarflokknum vegna ógreiddrar vinnu fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson á meðan hann var enn formaður flokksins í kjölfar uppljóstrana Panamaskjalanna. Krafa Viðars hljóðaði upp á rúmar fimm milljónir króna. Framsóknarflokkurinn var í dag sýknaður af kröfum Forystu í héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrirtækinu var gert að greiða allan málskostnað flokksins, eða 1,1 milljón króna.

Samkvæmt dómnum fékkst ekki sannað að framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins hafi samþykkt að greiða fyrir vinnu Forystu. Vinnan hafi verið unnin fyrir Sigmund Davíð og verkefni myndatökumanns sem Viðar sendi á miðstjórnarþing flokksins hafi verið „ætlað fyrir kosningabaráttu Sigmundar en ekki Framsóknarflokksins“. Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði síðar Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins. Sigmundur Davíð borgaði hluta af kröfu Viðars sjálfur, eða rúma eina milljón króna.

Greindi „hverjir hefðu verið Sigmundi Davíði erfiðastir“

Samkvæmt vitnisburði Viðars hittust Sigmundur Davíð og hann til að setja síðurnar á fót, auk þess að stofna til annarrar ímyndarsköpunar. „Í fyrsta lagi að farið yrði með Sigmund Davíð í myndatökur og kvaðst Viðar fyrir dómi hafa skipulagt myndatöku, pantað tíma í stúdíói og ráðið til þess ljósmyndara og förðunarfræðing.“ segir í dómnum. „Í aðilaskýrslu sinni kvað Viðar ástæður myndatökunnar hafa verið þær að myndirnar sem hefðu birst af Sigmundi í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin hafi verið mjög neikvæðar í samræmi við málefnið en samkvæmt reynslu sinni væru fjölmiðlar yfirleitt samstarfsfúsir ef þeim væri útvegað myndefni.“

Þá er fjallað um hvernig Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi tengt Viðar og Sigmund Davíð, enda hafi nöfn Sigmundar, Hrólfs Ölvissonar, þáverandi framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, þáverandi borgarfulltrúa flokksins, öll komið fram í Panamskjölunum.

„Í öðru lagi hefði Viðar látið smíða vefsíðuna panamaskjolin.is en í framburði Viðars kom fram að með henni hefði verið ætlunin að „setja strik í sandinn og taka til varna“,“ segir í dómnum. „Sagði Viðar hugmyndina hafa verið að Sigmundur gæti alltaf vísað í þennan vef ef Panama-skjölin kæmu upp kosningabaráttunni. Þá hefði í þriðja lagi verið smíðaður vefurinn islandiallt.is og lýsti Viðar því að sá vefur hafi verið ætlaður til að „sækja fram“. Aðspurður fyrir dómi nánar um hvaða þjónusta hafi verið veitt til stefnda Framsóknarflokksins á þessum tíma og hvað hafi verið fólgið í störfum Svans Guðmundssonar, eiginmanns vitnisins Guðfinnu Jóhönnu á þessum tíma, kvaðst Viðar hafa fengið hann til að vinna „ákveðna greiningarvinnu, hvaða blaðamenn voru að skrifa hvað“ og „hverjir hefðu verið Sigmundi Davíð erfiðastir.““

Sagðist vera í aðdáendahópnum

Í samtali við Stundina í október 2016, sagðist Viðar vera aðdáandi Sigmundar Davíðs og kvaðst hann vera hluti af hópi stuðningsmanna hans, þrátt fyrir að vera sjálfstæðismaður. „Aðdáun mín á manninum er alveg til staðar ennþá, mér finnst hann standa út úr sem pólitíkus á Íslandi,“ sagði hann.

Á Panamaskjölin.is er sagt að vefnum sé viðhaldið af stuðningsmönnum Sigmundar Davíðs og konu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, sem einnig var nefnd í Panamaskjölunum í tengslum við félagið Wintris. Á síðunni er gripið til varnar vegna umfjöllunar um þau. Vefurinn Íslandiallt.is er hins vegar almennari og fjallar um verk og skoðanir Sigmundar Davíðs. „Vefurinn Íslandiallt.is er settur saman og rekinn af hópi einstaklinga úr ýmsum áttum með ólíkar stjórnmálaskoðanir sem eiga það sameignlegt að vera stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar“ segir á vefnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Panamaskjölin

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Seldi hús­ið sitt mán­uði fyr­ir kyrr­setn­ingu í skatta­máli

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, at­hafna­mað­ur og fyrr­ver­andi eig­andi fisk­sölu­fy­ir­tæk­is­ins Sæ­marks, seldi hús­ið fyr­ir 185 millj­ón­ir mán­uði áð­ur en eign­ir hans voru kyrr­sett­ar. Rann­sókn­in hef­ur und­ið upp á sig og eru upp­hæð­irn­ar sem tengj­ast meint­um skatta­laga­brot­um í gegn­um Panama hærri en tal­ið var.
Fengu fjölskyldumálverk í hendurnar eftir umfjöllun Stundarinnar
FréttirPanamaskjölin

Fengu fjöl­skyldu­mál­verk í hend­urn­ar eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar

Skosk­ar mæðg­ur sem komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyldu þeirra eru þakk­lát­ar Ís­lend­ingi sem sendi þeim mál­verk sem var í eigu ömmu þeirra og lang­ömmu á Ís­landi. Gunn­ar Eggert Guð­munds­son taldi rétt­ast að fjöl­skyld­an fengi mál­verk­ið þar sem þau fengu lít­ið sem ekk­ert úr búi Áslaug­ar.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
3
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
7
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
5
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár