Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir hörð viðbrögð þingmanna við lögbroti sínu grafa undan dómstólum

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra seg­ist ekki bera „nokkra ein­ustu ábyrgð“ á van­trausti til dóm­stóla og til ráð­herra sem veit­ing­ar­valds­hafa við dóm­stól­ana.

Segir hörð viðbrögð þingmanna við lögbroti sínu grafa undan dómstólum

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra telur að þingmenn sem lýsa því yfir að ólögleg embættisfærsla hennar við skipun Landsréttardómara grafi undan dómskerfinu séu sjálfir að grafa undan dómstólum og stofnunum ríkisvaldsins með slíkum málflutningi.

Þetta kom fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata, á Alþingi í dag.

Stundin greindi frá því í morgun að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefði gert því skóna, í þingræðu um frumvarp til laga um nýjan Endurupptökudóm í síðustu viku, að málflutningur Helga Hrafns Gunnarssonar á Alþingi græfi undan dómstólum landsins.

Þórhildur gerði þessi orð að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag og spurði hvað í málflutningi Helga Hrafns græfi undan dómkerfinu. 

Sigríður svaraði á þessa leið:

„Í þessum tilvitnuðu orðum háttvirts þingmanns er ég að vísa til ummæla sem háttvirtir þingmenn hafa viðhaft hér, fullyrðingar um að það hafi verið grafið undan dómstólunum með framkvæmd við skipun Landsréttar, og þar með vil ég beina því til þeirra sem viðlíka orð hafa undir og benda á, beina því aftur til þeirra, vísa slíkum ummælum til föðurhúsanna eins og kallað er, og benda á að það veldur nú hver á heldur, og það eru ummæli eins og þessi, meðal annars úr þessum virðulega ræðustól, sem einmitt eru til þess fallin, miklu fremur en margt annað, að grafa undan trausti og trúverðugleika á stofnunum ríkisvaldsins.“ 

Þá gagnrýndi ráðherra Þórhildi fyrir að hafa ekki verið viðstödd umræðuna um Endurupptökudóm. Þórhildur benti þá á að hún hefði verið fjarstödd í síðustu viku, verið erlendis á vegum þingsins. 

„Hins vegar fer mér að verða betur og betur ljóst í samskiptum mínum, eftir því sem þau verða meiri og lengri, við hæstvirtan dómsmálaráðherra, að hér er svolítið eins og að ræða við keisarann sem var nakinn en kennir barninu sem bendir á það stöðugt um að hann sé öllum sýnilegur,“ sagði Þórhildur. „Ég spyr hæstvirtan ráðherra: Telur hún sig ekki bera neina ábyrgð á því sem við köllum hér vantraust til dómstóla? Telur hún sig ekki bera neina ábyrgð á því að við treystum ekki hæstvirtum ráðherra ti lað skipa nýtt dómstig? Finnst henni ekki vera nein ástæða til að vinna sér inn traust þessa þings til að skipa í nýtt dómstig?“

Sigríður sagði þá að hún gæti „ekki nokkra einustu ábyrgð borið á hugrenningum háttvirts þingmanns“. Ef Þórhildur treysti ekki dómstólunum væri það ekki við sig að sakast „heldur miklu frekar verður [hún] að leita í sínum eigin ranni fyrir því“. 

Ráðherra sagði að hún vissi „ekki betur en að menn leiti hér til dómstólanna sýknt og heilagt og að einhverra mati, jafnvel að mati þeirrar sem hér stendur, oft í og tíðum í mjög ríkum mæli“. Þetta sjónarmið, þar sem gefið er í skyn að fólk leiti óþarflega oft til dómstóla, er í takt við skrif sem hafa birst á vefritinu Andríki.is, sem Sigríður ritstýrði ásamt fleirum um árabil. „Dómstólar fá sífellt fleiri „mannréttindamál“ á sín borð. Ríkið veitir sífellt fleirum „gjafsókn“ – sem þýðir að skattgreiðendur borga kostnað kverúlantsins af málshöfðuninni, stefnandinn og lögmaður hans hafa engu að tapa sjálfir en geta fiskað á ríkissjóð eins og þeim hentar – til að reka hin og þessi furðumálin,“ segir í einnu af færslunum sem birtust á Andríki meðan Sigríður sat í ritstjórninni, en í dag fer hún sem dómsmálaráðherra með málefni réttaraðstoðar og gjafsókna samkvæmt forsetaúrskurði. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu