Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Björn Ingi Hrafns­son, sem hef­ur ver­ið um­svifa­mik­ill und­an­far­in ár og yf­ir­tek­ið fjölda fjöl­miðla, er ógjald­fær eft­ir þrjú ár­ang­urs­laus fjár­nám. Hann er enn skráð­ur for­ráða­mað­ur rekstr­ar­fé­lags Arg­entínu steik­húss hjá fyr­ir­tækja­skrá, en seg­ist ekki tengd­ur fé­lag­inu. Fjöldi starfs­manna fékk ekki greidd laun og leit­aði til stétt­ar­fé­laga.

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær
Björn Ingi Hrafnsson Fjölmiðlaveldi hans tók yfir á þriðja tug fjölmiðla. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Björn Ingi Hrafnsson athafnamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins er ógjaldfær eftir þrjú árangurslaus fjárnám Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Kröfuhöfum er nú heimilt að krefjast gjaldþrotaskipta í persónulegu búi Björns Inga.

Fyrir áramót var Pressan ehf., hluti af fjölmiðlaveldi Björns Inga, tekin til gjaldþrotaskipta. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja lagði fram gjaldþrotabeiðni vegna ógreiddra iðgjalda starfsmanns upp á rúmlega 2,8 milljónir króna. Miklar deilur stóðu yfir vegna félagsins á síðasta ári. Félag tengt Róberti Wessmann, Dalurinn ehf., setti tugmilljóna króna hlutafé inn í Pressuna ehf. fyrr á árinu en stjórn Pressunnar ehf. ákvað eftir það að selja allar helstu eignir félagsins út úr því og til fyrirtækisins Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson fer fyrir. Þetta var gert án vitneskju Dalsins ehf. og þýddi í reynd að Pressan ehf. var búin að selja þær eignir sem Dalurinn ehf. var nýbúinn að kaupa í.

Árni Harðarson, forsvarsmaður Dalsins ehf., sagði í tilkynningu 20. febrúar að Björn Ingi hefði hótað sér og boðist til að greiða sex milljóna króna skuldir með úttektarheimildum á steikum á Argentínu steikhúsi, sem hann eignaðist í haust. Aðstandendur Dalsins hafa kært Björn Inga fyrir fjárdrátt. Hann lýsti því yfir í febrúar að hann hefði kært þá á móti fyrir fjársvik.

Er enn skráður fyrir Argentínu

Björn Ingi er enn prókúruhafi og stjórnarmaður BOS ehf. sem rekur Argentínu steikhús, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjaskrá. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi á fimmtudag sagðist Björn Ingi ekki vera með félagið lengur. Árangurslaust fjárnám var gert í félaginu í febrúar, en lífeyrissjóðir höfðu sent greiðsluáskoranir vegna ógreiddra iðgjalda tveimur mánuðum eftir að BOS tók við rekstrinum í haust.

Ómar Freyr Birgisson, fyrrum yfirþjónn á Argentínu, segir félagið hafa almennt greitt laun of seint og að hann eigi enn inni ógreidd laun síðan hann hætti um áramótin. Hefur hann vísað málinu til Matvæla- og veitingafélags Íslands (MATVÍS).

Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, staðfestir að félaginu hafi borist erindi vegna vangreiddra launa starfsmanna Argentínu og unnið sé að málinu í samstarfi við Eflingu stéttarfélag. „Það voru ekki greidd út laun í lokin og við erum að skoða hvort það sé eitthvað fleira sem hangir á spítunni,“ segir Óskar.

Samkvæmt tilkynningu frá Argentínu á Facebook síðu steikhússins frá 5. apríl sprakk hitavatnslögn í húsnæðinu og þurfa allar lagnir hússins að vera yfirfarnar og endurnýjaðar. Tilkynnt verði hvenær framkvæmdum lýkur og staðurinn opnar aftur. Jafnframt er tekið fram að gjafabréf sem renni út á þeim tíma verði framlengd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
3
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár