Mest lesið

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
3

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
4

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
5

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·
Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir
6

Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir

·

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Beðið eftir réttlæti

Það er óþægilegt fyrir kerfið að einstaklingarnir þykist hafa vit á eigin lífi. Kerfiskerlingarnar og kerfiskarlarnir vita alltaf hvað er þér fyrir bestu. Vertu góður samfélagsþegn. Farðu heim til þín og þegiðu.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Það er óþægilegt fyrir kerfið að einstaklingarnir þykist hafa vit á eigin lífi. Kerfiskerlingarnar og kerfiskarlarnir vita alltaf hvað er þér fyrir bestu. Vertu góður samfélagsþegn. Farðu heim til þín og þegiðu.

Hugarafl Hluti af þeim fjölmörgu sem sækja þjónustu hjá Hugarafli.  Mynd: Heiða Helgadóttir

Fjóla Kristín Ólafardóttir hefur verið skjólstæðingur geðheilbrigðiskerfisins frá barnsaldri. Hún missti móður sína ung, þvældist milli fósturheimila, varð fyrir margvíslegu ofbeldi og lenti í einelti í skóla. Hún er aðeins 26 ára en hefur þurft að þola meira mótlæti en margir mæta á heilli mannsævi.

Það hafði þær afleiðingar að hún datt snemma úr námi, tolldi ekki í vinnu og átti í erfiðleikum með daglegt líf. Hún er öryrki og fór mestan part einförum, reyndi allar flóttaleiðir til að forðast sársaukann innra með sér og þurfti stundum að leita á geðdeild. Hún segist hafa verið sjúklingur á bótum sem veltist á milli staða í kerfinu og fann hvergi þá aðstoð sem hún þurfti. Þegar hún leitaði til Hugarafls í nóvember 2015 var hún á sterkum geðlyfjum, félagslega einangruð, niðurbrotin á sál og líkama.

Samtökin Hugarafl voru bylting í geðheilbrigðisþjónustu þegar þau komu fram fyrir 15 árum. Hugmyndafræði samtakanna byggði á valdeflingu notenda geðheilbrigðisþjónustunnar. Fólk var hvatt til að rækta með sér gagnrýna hugsun, velja og hafna meðferð og taka ábyrgð á eigin líðan. Fólk með geðræna erfiðleika fór að tjá sig um vandann, það dró úr fordómum og það fann styrk hvað í öðru.

Þetta var önnur nálgun heldur en vant var. Þetta voru ekki þögulir einstaklingar, fullir af skömm, sem skutust eins og mýs út í apótek til að leysa út lyfjaskammtinn. Það var ráðist að einsemdinni og mikilvægasta lyfið var samfélag við aðra.

Að meðaltali leita um 200 einstaklingar til Hugarafls í hverjum mánuði og sækja þangað stuðning og fræðslu. Sumir koma daglega í félagsmiðstöðina, aðrir nokkrum sinnum í mánuði, enn aðrir aðeins einu sinni.  Fólkið stjórnar því sjálft og getur valið og hafnað eftir þörfum. Bati af geðsjúkdómum og fíknsjúkdómum er eilífðarverkefni. Lyf geta vissulega hjálpað til og læknar og sálfræðingar eru nauðsynlegir en sá sem er veikur þarf oft að vinna að því alla ævi að vera virkur samfélagsþegn. Félagsleg einangrun og einsemd eru þar verstu óvinirnir.

Samtökin hafa notið opinberra styrkja, til dæmis hafa þau fengið sautján milljónir árlega frá Vinnumálastofnun, rúmar fjórar frá borginni og Kópavogur hefur greitt 150 þúsund á mánuði með hverjum einstaklingi þaðan sem nýtur liðsinnis samtakanna. Samtals gerir þetta um 24 milljónir á ári. 

Styrkurinn sem núna hefur verið tekinn af samtökunum er húsnæðið og rekstur skrifstofunnar að Borgartúni 22, en það hefur heilbrigðisráðuneytið greitt fyrir. Kostnaðurinn gæti numið um milljón á mánuði og það er því hægt að álykta að opinber framlög til samtakanna séu alls um 36 milljónir.

Húsakynnunum hafa samtökin deilt með Geðheilsumiðstöðinni sem Heilsugæslan rekur og verður nú lögð niður samhliða breytingum hjá Heilsugæslunni. Þar starfar fagfólk en samstarf félagasamtakanna og fagfólksins á jafningjagrundvelli er dýrmætasta eign Hugarafls og ein grunnforsenda allrar starfseminnar.

Án félagsaðstöðunnar og samverunnar eru samtökin ónýt.

Fjóla segir að í Hugarafli hafi hún mætt hlýju frá fyrsta degi, hún hafi fengið að vera manneskja. Enginn hafi beðið hana um vottorð með nýjustu greiningunum eða sjúkrasögur. Hún hafi bara fengið að vera Fjóla. Og smám saman fór hún að taka að sér ábyrgðarstörf fyrir samtökin, fyrirlestra og fræðslu í grunnskólum. Aðrir trúðu á hana og hún fór að trúa því líka að hún gæti breytt lífi sínu. Hún fann röddina sína í samfélagi við jafningja sína, tilgang og stuðning.

Þegar hún fór langt niður aftur voru allir boðnir og búnir að hjálpa henni hjá samtökunum, bæði fagfólk og notendur. Hún segir að undir venjulegum kringumstæðum hefði lögreglan þurft að sprauta hana niður og fara með hana í einangrun á geðdeild. Núna hafi hún verið leidd í gegnum svartnættið þar til hún gat séð fram á við. Í dag notar hún engin geðlyf til að halda sér gangandi en hún þarfnast samfélagsins við aðra í félagsmiðstöðinni í Borgartúni.

„Kerfiskerlingarnar og kerfiskarlarnir vita alltaf betur en þú hvað er þér fyrir bestu.“

Þrjár milljónir á mánuði fyrir félagsmiðstöð sem 200 manns reiða sig á í hverjum mánuði er ekkert sérstaklega mikið. Ekki í stóra samhenginu.

Íslendingar notuðu þunglyndislyf fyrir rösklega 700 milljónir króna árið 2016. Tæplega 40 þúsund sjúklingar greiddu yfir 300 milljónir króna fyrir þessi lyf úr eigin vasa. Afgangurinn kom úr ríkissjóði.

Þetta er mun meiri notkun en hjá öðrum þjóðum sem við berum okkur saman við. Það er ekki vegna þess að við séum þunglyndari en aðrar þjóðir heldur hafa þeir sem til þekkja bent á að tregða heilbrigðisyfirvalda til að greiða fyrir önnur úrræði en lyf ráði mestu.

Í þessu samhengi eru þrjár milljónir á mánuði smáaurar. En óendanlega mikilvægir smáaurar.

Það er ákveðið að efla geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslunni og setja á stofn geðteymi fyrir 200 milljónir, alls verða teymin þrjú þegar mest verður og kosta næstum 600 milljónir króna samkvæmt áætlun. Það er jákvætt.

Allt er þetta eflaust gert í bestu meiningu. Það er það grátlegasta við þetta. Forræðishyggjan og hrokinn fallast í faðma og loka eyrunum gersamlega þegar þeir sem eiga að nota þjónustuna vilja tala. Af því tilgangurinn helgar meðalið. Og kerfiskerlingarnar og kerfiskarlarnir vita alltaf betur en þú hvað er þér fyrir bestu.

Núna geta Fjóla og fyrrverandi félagar hennar í Hugarafli leitað til geðteymis á heilsugæslunni með tilvísun frá lækni og fengið að tala við hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og geðlækna, tvisvar í mánuði eða svo. Síðan eiga þau að fara aftur heim í örorkublokkirnar með meðalapokana sína og borða pillur bak við byrgða glugga. Kerfið hefur misst áhugann á því að valdefla sjúklinga eða styrkja samtök þeirra sín á milli.

Fjóla segist vera skíthrædd við það sem tekur við.  Í mörg ár hafi hún haft þann eina tilgang í lífinu að vakna á morgnana til að fara niður í Hugarafl. Þetta hafi verið allt, vinnustaðurinn, griðastaðurinn, fjölskyldan. Hún segist ekki ætla að láta brjóta sig niður. Hún sé að berjast fyrir lífi sínu.

Á sama tíma lítur fimm ára áætlun ríkisstjórnarinnar dagsins ljós. Það er ætlunin að stefna að og ræða um hvernig bæta megi hag öryrkja sem eru á svo smánarlegum bótum að þeir geta hvorki lifað né dáið.

Öll íhlaupavinna skerðir bæturnar að fullu. Öryrkjar eins og Fjóla sem hafa aldrei haft neina fótfestu á vinnumarkaði og standa einir uppi skulu dæmdir til félagslegrar einangrunar og fátæktar.

Lífi Fjólu og fleira fólks í hennar sporum er slegið á frest. Og félagsmiðstöðinni skellt í lás. Það er best að fara ekki á fætur, breiða upp fyrir haus og hlusta á klukkuna tifa á veggnum. Þetta fólk getur alveg beðið eftir réttlæti. Það hefur nógan tíma. Réttlætið er upptekið. Það kemur ekki strax og kannski aldrei.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
3

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
4

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
5

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·
Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir
6

Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir

·

Mest deilt

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
3

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·
Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili
4

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
5

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
6

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·

Mest deilt

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
3

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·
Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili
4

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
5

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
6

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“
2

„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“

·
Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“
3

Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“

·
Alvöru menn
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“
5

Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
6

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“
2

„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“

·
Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“
3

Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“

·
Alvöru menn
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“
5

Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
6

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·

Nýtt á Stundinni

Brómans á Klaustri

Ásgeir H. Ingólfsson

Brómans á Klaustri

·
Churchill og Brexit og saga Bretlands

Churchill og Brexit og saga Bretlands

·
Dauðans alvara

Dauðans alvara

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·
Mætir skilningsleysi á mikilvægi barnabókmennta

Mætir skilningsleysi á mikilvægi barnabókmennta

·
Hve lágt má leggjast?

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·
„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“

„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“

·
Trumpar á trúnó

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Stærsta sushi-keðja landsins hættir með lax úr sjókvíum

Stærsta sushi-keðja landsins hættir með lax úr sjókvíum

·
Orðræða þingmannanna á Klaustri Bar minnir á stríðsorðfæri

Orðræða þingmannanna á Klaustri Bar minnir á stríðsorðfæri

·
Stjórnarskrá hvílir á ákvörðun þjóðarinnar og er grundvöllur fullveldisins

Guðmundur Gunnarsson

Stjórnarskrá hvílir á ákvörðun þjóðarinnar og er grundvöllur fullveldisins

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·