Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Pistill

Þegar ég missti málið

Mállaus með framsöguræðu á stórfundi.

Fararstjórn Mikilvægt er að geta tjáð sig á fjöllum og ekki síður á fundum. Mynd: Vignir Þröstur Hjálmarsson

Þetta var einn mikilvægasti fundur ársins. Þarna yrði fluttur sá boðskapur sem dygði til þess að fá fólk til að hópast á fjöll og auka lífsgæði sín með hreyfingu og góðum félagsskap. Að vanda skiptum við fararstjórar Fyrsta skrefsins  með okkur verkum.

Mitt hlutverk var að segja frá dagskrá næstu mánaða, sem nær hámarki á toppi Snæfellsjökuls, og tíunda kostina við að stunda fjallgöngur. Áfallið kom sem þruma úr stjörnubjörtu lofti. Þegar örfáar mínútur voru í að fundurinn hæfist í Ferðafélagi Íslands kom ég skyndilega ekki upp orði nema með hvísli. Ég leit á Ólaf, félaga minn, og hvíslaði hvernig komið væri. Hann taldi hvíslið vera til að fólkið í salnum heyrði ekki hvað ég hefði að segja og hvíslaði á móti. Með hálfgerðu hvæsi tókst mér að koma honum í skilning um að ég hefði misst málið. Hann yrði að tala en ég gæti komið til aðstoðar með táknmáli. Hann horfði forviða á mig. Hann trúði mér augljóslega ekki. En smám saman áttaði hann sig á alvöru málsins og tók að sér verkefnið. Með óþarfa tilþrifum setti hann fundinn með þeim orðum að það ótrúlega hefði gerst. Ég hefði misst málið. Fundurinn gekk ágætlega. Við höfðum glærur til stuðnings og annað veifið hvíslaði ég að ræðumanninum eða var með bendingar. Ég varð þeirri stund fegnastur þegar dagskráin var tæmd.

„Það var margt ósagt.“

Dagarnir á eftir runnu fram í þögn. Flensan varð til þess að ég hélt mig heima. Ég fór stundum út en það reyndist vera of vandræðalegt. Þegar ég hvíslaði upp erindi mínu var iðulega hvíslað á móti. Ég hætti að fara út á meðal ókunnugra og einangraðist á eigin heimili. Það hvarflaði að mér að heimafólk hefði lúmskt gaman að því að segja eitthvað sem ég gæti ekki svarað. Þögnin var hlutskipti mitt. Það var margt ósagt.

 Á átjánda degi flensunnar braust röddin fram aftur. Að vísu var þetta sópranhluti hennar. Minn tími var kominn aftur og ég naut þess virkilega að tjá mig með skrækjum. Og nú er röddin komin inn að fullu. Mér líður eins og stórfljóti í vorleysingum.   

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Fréttir

Í gullstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði

Fréttir

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar vildi kristna grunnskóla

Mest lesið í vikunni

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

FME mat hæfi Hauks hjá Íbúðalánasjóði áður en hann hóf stórfelld íbúðakaup