Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigríður Andersen fór með rangt mál í sjónvarpsviðtali

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra setti fram ým­ist rang­ar eða vill­andi full­yrð­ing­ar í við­tali við frétta­stofu RÚV í gær­kvöldi þeg­ar hún var kraf­in svara vegna um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar.

Sigríður Andersen fór með rangt mál í sjónvarpsviðtali

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði ranglega í viðtali við fréttastofu RÚV í gærkvöldi að í dómi Hæstaréttar um Landsréttarmálið væri ekki útskýrt „að hvaða leyti [ráðherra] hefði þurft að rannsaka málið frekar“ þegar gerð var tillaga til Alþingis um skipun Landsréttardómara í maí 2017. 

Hið rétta er að Hæstiréttur tekur skýrt fram í dómi sínum hvaða lágmarkskröfur hvíldu á ráðherra með tilliti til rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og þeirrar grundvallarreglu að stjórnvaldi beri að skipa hæfustu umsækjendur í embætti hverju sinni. Athugasemdir Hæstaréttar um þetta eru í fullu samræmi við dómafordæmi frá 2011, lögfræðiráðgjöf sem Sigríður Andersen fékk við undirbúning tillögunnar í ráðuneyti sínu og þær ábendingar sem fram komu við meðferð málsins á Alþingi síðasta sumar. 

„Hæstaréttardómurinn kveður upp úr um það að það hafi þurft að rannsaka málið frekar. Hann kveður ekkert nánar um það að hvaða leyti hefði átt að rannsaka málið frekar,“ sagði Sigríður í viðtalinu við fréttastofu RÚV í gær.

Svo bætti hún við: „Og við erum kannski ennþá í nokkru myrkri hvað það varðar, fyrir utan það að dómurinn nefnir að það hefði þurft að bera betur saman einstaklingana, það hefði þurft með einhverjum hætti að gera það. Nú, hæfnisnefndin sjálf gerir það ekki í sínum störfum, og við þurfum þá að skoða það hvort það sé nægilega undirbúið í hendur ráðherra sú vinna sem hæfnisnefndin sjálf innir af hendi.“

Hæstiréttur útskýrir hvaða lágmarkskröfur hvíla á ráðherra 

Í dómum Hæstaréttar í Landsréttarmálinu frá 19. desember 2017 er rakið og rökstutt hvaða lágmarksskilyrði rannsókn ráðherra hefði þurft að uppfylla til að standast lög. 

Fram kemur að áður en lögleiddar voru reglur um dómnefndir til að meta hæfni umsækjenda um dómaraembætti hvíldi samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga sú skylda á ráðherra dómsmála að sjá til þess að atriði sem máli skiptu við mat á hæfni umsækjenda væru nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin um veitingu dómaraembættis. 

„Með setningu 2. mgr. 5. gr. laga nr. 92/1989, síðar 4. gr. a. laga nr. 15/1998 og nú síðast bráðabirgðaákvæði IV við lög nr. 50/2016, sbr. og 12. gr. þeirra laga, var þessari rannsóknarskyldu létt af ráðherra og hún þess í stað lögð á herðar dómnefndar sem skipuð er með tilliti til þess að tryggt sé að hún hafi yfir að ráða sérþekkingu við mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti. Kemur rannsókn dómnefndar því að lögum í stað rannsóknar sem ráðherra hefði ella borið að framkvæma samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga,“ segir Hæstiréttur. 

Þetta er í takt við dómafordæmi Hæstaréttar í máli nr. 412/2010 frá 14. apríl 2011 sem talsvert hefur verið vísað til í umræðum um Landsréttarmálið. Sigríður Andersen hefur hins vegar þrætt fyrir að málið sé raunverulega fordæmisgefandi og meira að segja haldið þeirri afstöðu til streitu – sjá til dæmis viðtal á Bylgjunni 14. janúar 2018 – eftir að dómar Hæstaréttar í Landsréttarmálinu féllu þann 19. desember 2017. Þannig hafnar dómsmálaráðherra því beinlíns að dómur sem Hæstiréttur Íslands álítur fordæmisgefandi í ágreiningi um skipun dómara sé raunverulega fordæmisgefandi. 

Rannsókn ráðherra hefði þurft að byggja á sérfræðiþekkingu

Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að ef dómsmálaráðherra geri tillögu til Alþingis um að vikið verði frá áliti dómnefndar um veitingu dómaraembættis verði slík ákvörðun að vera reist á frekari rannsókn ráðherra þar sem „fyrir hendi sé sérþekking sambærileg þeirri sem dómnefnd býr yfir og að tekið sé tillit til fyrirmæla ráðherra í reglum nr. 620/2010 um þau atriði sem ráða skulu hæfnismati“. 

Þá segir Hæstiréttur að ráðherra hafi, í ljósi rannsóknarskyldu sinnar samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga, „að lágmarki [borið] að gera samanburð á hæfni annars vegar þeirra fjögurra umsækjenda sem dómnefnd hafði metið meðal 15 hæfustu en ráðherra gerði ekki tillögu um, og hins vegar þeirra fjögurra sem ráðherra gerði tillögu um í stað hinna fyrrnefndu“. 

Þá hafi ráðherra borið að gera sjálfstæða tillögu til Alþingis um sérhvern þeirra fjögurra sem hún lagði til en voru ekki í hópi þeirra 15 umsækjenda sem dómnefndin hafði metið hæfasta. Þar hefði beinlínis átt að fara fram „sérstök rannsókn sambærileg rannsókn dómnefndar á atriðum, sem vörðuðu veitingu umræddra fjögurra dómaraembætta við Landsrétt“. 

Segir dómnefndina ekki hafa borið
saman hæfni einstakra umsækjenda

Þessi niðurstaða Hæstaréttar er í fullkomnu samræmi við ábendingar sérfræðinga sem fram komu við meðferð málsins í dómsmálaráðuneytinu. Eins og Stundin greindi frá og fjallaði ítarlega um í gærmorgun ákvað ráðherra að fara ekki eftir þessum ábendingum

Í viðtalinu við Sigríði á RÚV í gærkvöldi var hún spurð hvers vegna hún hefði ekki gert það. „Ég fór nú alveg eftir ábendingunum. Ég lagði auðvitað sjálfstætt mat á umsækjendur og fór yfir öll gögn,“ svaraði hún og sagði jafnframt að ekki væri hægt að draga þá ályktun af tölvupóstum sem Stundin hafði birt að hún hefði ekki fylgt ráðleggingum starfsmanna.

Síðar í viðtalinu viðurkenndi Sigríður þó að hún hefði ekki fylgt ábendingum sérfræðinganna um setja þyrfti fram ítarlegan rökstuðning fyrir hrókeringum af lista dómnefndar. „Nei vegna þess að ég var því ósammála,“ sagði ráðherra. 

 „Nú, hæfnisnefndin sjálf gerir
það ekki í sínum störfum“

Athygli vekur að í viðtalinu við fréttastofu RÚV segir Sigríður að Hæstiréttur telji að ráðherra hefði átt að „bera betur saman einstaklingana“ og bætir við: „Nú, hæfnisnefndin sjálf gerir það ekki í sínum störfum.“ 

Raunin er hins vegar sú að „hæfnisnefndin sjálf“ skilaði ráðherra 117 blaðsíðna umsögn þann 19. maí 2017 þar sem fram kom ítarlegur samanburður á hæfni umsækjenda, röðun innan einstakra matsþátta og rökstutt álit á því hverjir teldust hæfastir til að hljóta embætti dómara í samræmi við reglur nr. 620/2010 um störf dómnefndarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
10
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
9
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
10
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár